Snörp IS2013287981 frá Vorsabæ 2

Snörp 15 14

M: Snerpa IS1999287983 frá Vorsabæ 2
F: Stæll IS1995184621 frá Miðkoti

Snörp er stór og myndarleg. Hún er höfuðfríð með flangann og reistann háls, mjúka og vellagaða yfirlínu. Fótagerð og hófar frábærir. Snörp fer aðallega um á brokki en grípur í tölt og eru hreyfingarnar háar með góðu framgripi. Faðir Snarpar, Stæll frá Miðkoti er búinn að sanna sig sem keppnishesta faðir og hafa afkvæmi undan honum verið í fyrsta sæti bæði í barna og ungmennaflokki á LM.Móðir hans er Snerpa frá Vorsabæ 2, dóttir Forseta ( 8,58 ) frá Vorsabæ2. Hún fékk 8,27 í kynbótadómi m.a.fékk hún 9 fyrir skeið og fótagerð og svo fékk hún 8,5 fyrir háls, hófa, tölt og vilja og geðslag. Hér er tækifærið fyrir þann sem er að leita sér að framtíðar keppnishrossi.

Video 2014.

Snörp 2 14 Snörp 13 14
Snörp 14 14 Snörp 25 14
Snörp 26 14 Snörp 6 14