Maístjarna frá Vorsabæ 2 IS2011287981

 

Faðir: Forseti frá Vorsabæ 2 (8,58)

Móðir: Gasaleg-Skutla frá Neistastöðum

 

Maístjarna frá Vorsabæ 2 IS2011287981 er rauð með stóra stjörnu. Hún er afar léttbyggð og fíngerð (138 cm há). Maístjarna er alhliða hryssa með hreingengar og mjúkar hreyfingar. Á vídeóinu má sjá hana taka til skeiðs í fyrsta skipti sem lofar góðu. Maístjarna er með drauma geðslag og vilja, hún er róleg, jákvæð og hentar því breiðum hópi af reiðmönnum. Hún gæti einnig gert góða hluti í minni keppnum eins og slauktaumatölti og fimmgang.