Fífill frá Vorsabæ 2 er fífilbleikur stjörnóttur, myndarlegur geldingur. Hann er hágengur alhliðahestur en skeiðið er lítið þjálfað. Hann gæti passað bæði í fjórgangs og fimmgangskeppnir. Móðir hans, Nös frá Vorsabæ 2 er góð klárhryssa með 7,96 fyrir hæfileika. Fífill á tvö eldri systkini og annað þeirra er 1.verðlauna hryssa með 8,36 í hæfileikum sem hefur staðið sig vel í keppni og hitt er góður keppnishestur. Faðir Fífils er Stáli frá Kjarri (8.76) sem fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu 2014. Fífill er á járnum og hægt er að koma og prófa hann 🙂