Það er okkar markmið að finna besta hestinn fyrir hvern einstakling og það er okkur afar mikilvægt að nýir eigendur séu ánægðir með hestana frá okkur.
Erum einnig með fleiri hesta til sölu, hafið samband við okkur bjornjo@vorsabae2.is Við gætum verið með rétta hestinn fyrir þig!
Fylkir stóðhestur mjög góður 4 gangs hestur. Fetið er með því besta sem maður sér, brokk og tölt skrefstórt og með miklum fótaburði. Fylkir einstaklega auðveldur í meðförum og hentar breiðum hópi knapa. Tilvalinn í keppni. . . . Meira / More
Muni er fyrir þann sem leitar sér að hæfileikaríkum og skemmtilegum hesti í 4gangs og töltkeppnir. Hann er með fullkomið geðslag og allir geta riðið honum, því hentar hann bæði fyrir börn jafnt sem fullorðna. Muni er eðlis hreingengur og hágengur og allar gangtegundir eru jafnar. . . . Meira / More
Kappi er jarpstjörnóttur, alhliða geldingur. Hann er mjög stór og fallegur, bolléttur og háfættur með langan háls. Kappi hefur fengið 6,0 í T1 í hans fyrstu keppni og annað sætið í ungmennaflokki. Kappi er með gott geðslag, samvinnufús og kann allar helstu fimiæfingar. Allar hans gangtegundir eru mjög góðar og hann hefur enga slæma gangtegund. . . . Meira / More
Hagur er glómóvindóttur, stór og fallegur mikið efni fyrir þann sem er að leita sér að keppnishesti. Hann er vel taminn, kann allar helstu fimiæfingar og flest allir geta riðið honum. Hagur er hágengur og hreingengur. Gaman að sjá hvað hann hefur erft marga eiginleika frá föður sínum Hreyfli! . . . Meira / More
Vitnir er mjög góður 4 gangs hestur. Hágengur og með miklu framgripi traustur og hentar því breiðum hóp knapa. Vitnir kann undirstöðu atriði í fimiæfingum. Hann er undan Kolbrún sem fékk í kynbótadómi m.a. 9 fyrir tölt. Faðir vitnis er Kjarni frá Þóðólfshaga sem þegar hefur sannað sig sem gæðingafaðir. . . . Meira / More
Smyrill frá Vorsabæ 2 IS2011187982 er brún stjörnóttur, glæsilegur klárhestur með tölti. Hann hefur erft mýktina, miklu hreyfingarnar og topp geðslagið frá foreldrum sínum. Smyrill hefur fengið 8,27 í sinni fyrstu keppni í B-flokki, sumarið 2017 og á ennþá meira inni. Efni í topp keppnishest! . . . Meira / More
Snekkja er 4 vetra og hefur verið tamin í aðeins 4 mánuði. Þessi hryssa er mjög spennandi efni fyrir þá sem eru að leita sér að framtíðar ræktunarhryssu! Hún er rauðblesótt glófext, stór og fallega byggð. Móðir er Forsetadóttirin Snerpa frá Vorsabæ 2, 1 verðlauna hryssa með m.a. 9 fyrir skeið og faðirinn er Hreyfill (9,5 x 3). Snekkja er 5 gangshryssa með gott geðslag og viljug, hágeng og rúm á gangi! . . . Meira / More
Klettur frá Vorsabæ 2 IS2012187983 er brúnstjörnóttur geldingur. Hann er virkilega efnilegur klárhestur með tölti með allar gangtegundir jafnar og góðar. Hann kann allar helstu fimiæfingar, góður í beisli og ber sig vel í reið. Klettur er geðgóður og jákvæður í lund, hentar því vel fyrir unga reiðmenn sem vilja spreyta sig í keppni, jafnt sem fullorðna! . . . Meira / More
IS2010187985 Baldur frá Vorsabæ 2 er frábær fjórgangs-keppnishestur. Hann er stór og myndarlegur (143 cm), mjög vel taminn og vanur ýmsum knöpum. Baldur er með allar gangtegundir jafnar, hágengur og jákvæður í lund. Hann er með viljann alltaf eins og knapinn vill, kurteis og vill þóknast knapanum. Hentar vel fyrir breiðan hóp af knöpum! Baldur hefur skorað 5,89 í T1 ungmennaflokki í sinni fyrstu keppni. . . . Meira / More
Emma frá Vorsabæ 2 er frábær alhliðahryssa. Geðslag hennar er jákvætt og hún er með meðal vilja, passar vel fyrir breiðan hóp af knöpum. Hún er með háar hreyfingar, góð gangskil og skeiðið er vel þjálfað sem gerir öllum auðvelt til að leggja hana. Emma er tilbúin fyrir keppnir og að sjálfsögðu sem framtíðar-ræktunarhryssa! . . . Meira / More
Ánægja er með topp geðslag og vilja. Hún er 142 á hæð með háar herðar, léttbyggð og langan háls. Ánægja er jöfn og hágeng á öllum gangtegundum, hentar vel í fjórgangs- tölt og slaktaumatöltkeppnir! . . . Meira / More
Bjarmi frá Vorsabæ 2 er afar hávaxinn og myndarlegur stóðhestur. Hann er með flottar hreyfingar og skemmtilegt geðslag. Hann er ekki einungis með litinn en hann er stór og léttbyggður með flottar hreyfingar. . . . Meira / More
Hrund er draumareiðhestur. Hún er með mjúkar og hreinar gangtegundir og góð í beisli. Hún er léttbyggð með langan og fallegan háls. Hrund töltir reist á hreinu tölti og á auðvelt með form og rými. Hún er með meðalvilja og passar fyrir unglinga og eldri. Hún er afar geðgóð, teymist vel með hesti og er einnig vön að teymt sé á henni. . . . Meira / More
Fróði er 7 vetra stór (146cm) og fallegur brúnn geldingur. Hann er með einstaklega fallega byggingu, háfættur með langan og grannan háls. Hann er mjög geðgóður og jákvæður í lund. Fróði er alhliða hestur með frábært tölt, fer á hreinu og mjúku tölti með hvern sem er og er meðal hágengur. . . . Meira / More
M: Nös frá Vorsabæ 2
F: Forseti frá Vorsabæ 2
IS2008187984 Fagriblakkur frá Vorsabæ 2 er einstaklega fallegur og stór keppnishestur. Hann er með miklar hreyfingar og ljúfan karakter, mjög vel taminn og kann allar helstu æfingar. Fagriblakkur hefur keppt síðustu ár með góðum árangri í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Hann hefur t.d. . . . Meira / More
Gráða er brún tvístjörnótt meðal stór og léttbyggð hryssa. Hún er geðgóð og með skemmtilegan og jákvæðan persónuleika. Gráða er alhliða og er mjúk og hreingeng. Lofandi keppnis og ræktunarmeri! . . . Meira / More
Freyja frá Vorsabæ 2 IS2009287982 er rauð með stjörnu og glófext. Hún er stór, falleg og léttbyggð hryssa (139 cm). Freyja er alhliða og er með góðar og hreinar hreyfingar. Hún er með skemmtilegan persónuleika, er jákvæð að vinna með og þekkir allar helstu æfingar. Freyja hentar einnig þeim sem eru lítið vanir og er fullkomin fyrir þann sem er að leita sér að þægum reiðhesti og keppnishesti. Alsystir Freyju er Snerpa frá Vorsabæ 2, sem fékk 8,27 í aðaleinkunn í kynbótadóm og m.a. 9 fyrir skeið. . . . Meira / More
Birna er góð alhliða hryssa af góðum ættum. Hún er fylfull með Hreyfli frá Vorsabæ 2 (Bygging 8,50 hæfileikar 8,56 og aðaleinkunn 8,54 þar af 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag). Birna er brúnblesótt leistótt léttbyggð og með langann og grannan háls. Birna er geðgóð og hentar hvort sem er meira eða minna vönum. Hún hefur keppt í F2 í unglingaflokki og endaði í 3 sæti og fékk hæst fyrir brokk og stökk 6,5 og fet 7,0. . . . Meira / More
Eining er 5 gangshryssa með háar og miklar hreyfingar. Hún er geðgóð, teymist vel með hesti og er einnig vön að teymt sé á henni. Það hefur verið keppt töluvert á henni á minni mótum og hún hefur hæðst farið í 5,62 í 5 gangi í ungmennaflokki. . . . Meira / More
|
Hvar erum við / Where can you find us
|