Danmerkurferð í ágúst.

Við skruppum til Danmerkur í vikutíma til að vera við brúðkaup Sigga ( hann er bróðir Stefaniu) og Tinnu. Þau búa stutt frá Nyborg á Fjóni. Við flugum til Kaupmannahafnar og vorum þar í 2 daga hjá Emily og Peter, en Emily var að vinna hjá okkur fyrir mörgum árum. Þau eru búin að eignast dóttur og er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum hana. Emily sýndi okkur ýmsa áhugaverða staði í Kaupmannahöfn og einnig var verslað.

Danmörk 31 14 Danmörk 18 14 Danmörk 14 14
Danmörk 34 14 Danmörk 20 14 Danmörk 46 14

Við leigðum okkur svo bíl og keyrðum heim til Sigga og Tinnu.

Danmörk 47 14

Þau eru búin að koma sér vel fyrir og hafa keypt sér hús í litlu og vinalegu smáþorpi. Þar voru saman komnir ættingjar og vinir brúðhjónanna.

Danmörk 93 14

Brúðguminn með systkinum sínu.

Daginn eftir var svo brúðkaupið, en það var stutt að fara í kirkju því að hún er svo að segja við hliðina á heimili Sigga og Tinnu. Gistiheimilið sem við vorum á er einnig í göngufæri.

Danmörk 55 14

Gistiheimilið.

Um leið og búið var að pússa brúðhjónin saman var feikna veisla úti í garði og síðan dansað fram á rauða nótt.

Danmörk 73 14 Danmörk 78 14 Danmörk 81 14
Danmörk 90 14 Danmörk 84 14 Danmörk 86 14
Danmörk 98 14

Brúðkaupsveislan var heldin í stóru tjaldi.

Daginn eftir brúðkaupið keyrðum við til Skanderborg á austur-Jótlandi til foreldra Nönnu, sem heita Karl og Nansý og búa á litlum sveitabæ. Nanna var að vinna hjá okkur 2006 þegar við vorum með tamningaaðstöðu á Brjánsstöðum. Nanna og kærastinn hennar Mads búa í Århus (stutt frá), en voru komin til að taka á móti okkur. Dvöldum við þarna á bænum í góðu yfirlæti í 3 daga. Það var ýmislegt gert t..d. farið til Århus að skoða borgina, farið á ströndina, siglt með fljótabát og gengið upp á sjálft Himmelbjerget.

Danmörk 121 14 Danmörk 128 14 Danmörk 138 14
Danmörk 140 14 Danmörk 144 14

Karl og Nansý eru með íslenska hesta, nokkrar kindur, ýmiskonar fiðurfénað og einnig gróðurhús og matjurtagarð.

Danmörk 104 14 Danmörk 114 14 Danmörk 112 14
Danmörk 108 14 Danmörk 106 14 Danmörk 110 14

Það var stjanað við okkur í mat og drykk, við bökuðum pönnukökur yfir eldi í garðinum og við fórum á hestbak.

Danmörk 149 14

Danmörk 146 14 Danmörk 148 14
Danmörk 157 14 Danmörk 158 14
Danmörk 125 14 Danmörk 126 14

Næst fórum við í heimsókn til Elisabeth og Peter en þau eiga sveitabæ stutt frá Vejle og eru með íslenska hesta og hestatengda starfsemi á bænum. Þar eru m.a. haldin námskeið og einnig leigja þau út hesthúspláss. Peter keypti af okkur folald árið 2009 sem heitir Álfgrímur og er undan Glettu og Forseta. Hann er albróðir Kostst sem er 1.verðl. graðhestur í Svíþjóð. Þau hjónin sýndu okkur hestana og fræddu okkur um starfsemina, en þau eru miklar áhugamanneskjur um íslenska hestinn.

Danmörk 166 14

Elisabeth og Álfgrímur.

Danmörk 167 14

Álfgrímur kominn með múlinn sem við gáfum honum. Við hlið hans stendur Peter.

Við dvöldum hjá þeim um nóttina og keyrðum morguninn eftir til Kaupmannahafnar og flugum svo heim. Við þökkum öllu þessu góða fólki fyrir móttökurnar sem við fengum og vonumst til að geta endurtekið leikinn einhvern tíma seinna.