Tekin voru inn 11 tryppi nú í haust 3ja v. gömul sem gerð voru reiðfær. Gunnar Már Gunnarsson kom og hjálpaði okkur með fyrstu skrefin. Tryppin eru öll auðveld og þæg og gengur vel með þau. Þau eru misjafnlega fljót til eins og gengur, en geðslagið er gott í þeim öllum og það skiptir megin máli. Þeim hefur nú verið sleppt út og verða tekin inn seinna eftir hendinni. Við tókum líka inn 6 geldinga 4jv vetra sem Gunnar járnaði fyrir okkur og höfum við verið að ríða þeim í haust. Þeir voru frumtamdir seinasta haust. Björn hefur aðallega verið að ríða tryppunum en Sigurbjörg Bára hefur hjálpað til eftir skóla og um helgar. Einnig hefur Stefanía skotist út og hjálpað til.