Á döfinni

Veturinn er góður tími til að koma í heimsókn í sveitina.

•    Tilvalið að kíkja með börnin í stutta heimsókn (um 1 klst.) og skoða dýrin á alvöru íslenskum sveitabæ. Við erum með hesta, kindur, geitur, nautgripi, hænsni, hund og ketti.

•    Hægt  að dvelja yfir daginn eða í nokkra daga og taka þátt í bústörfum.

•    Hafið samband ef þið viljið kynna ykkur lausar gistinætur í orlofshúsinu. Það kostar aðeins 16.000 kr. nóttin að taka húsið á leigu í vetur. Auk þess veitum við 50% afslátt á þriðju nóttina í leigu.

•    Frá 1. apríl getum boðið fólki á hestbak, hvort heldur sem hentar betur að fara í stuttan reiðtúr um nágrennið eða bara að vera inni í reiðhöllinni. Einnig getum við teymt hesta undir börnum í .

•    Tökum á móti litlum og stórum hópum í óvissuferð. Gestir geta fengið að spreyta sig á þrautum og verkefnum sem tengjast sveitastörfum. Tilvalið fyrir vinnustaði, saumaklúbba og hvers konar vinahópa eða félagasamtök.

Lömb og kiðlingar í vor.

•    Fólki gefst kostur á að fylgjast með sauðburði sem hefst hér um 8. maí og stendur yfir út þann mánuð. Það nýtur vaxandi vinsælda borgarbarna / þéttbýlisbúa að dvelja á þessum tíma og upplifa og taka þátt í lífinu með okkur yfir daginn eða líta í stutta heimsókn.

•    Geiturnar bera væntanlega í apríl, þannig að það verður einnig hægt að kynnast fjörugum og krúttlegum kiðlingum.

•    Um miðjan maí byrja folöldin að koma í heiminn hvert af öðru, svo að það ætti að verða nóg  líf og fjör hérna í sveitinni í vor.

•    Bendum á að við leigjum út bústað fyrir þá sem vilja gista yfir nótt eða í nokkrar nætur.

•    Við tökum líka á móti leikskóla- og grunnskólahópum í sauðburðarheimsókn.

Ath! Sjá verðlista okkar á síðunni.

 

 

 

Já það er alltaf eitthvað spennandi að gerast á bænum.