|
Kynbótadómur: 7,84 – 7,99 = 7,93.
Lipurtá er jörp fædd 2007. Lipurtá er stór og myndarleg hryssa og er tekið eftir henni í stóði. Hún tamdist mjög vel fór um á taktöruggu og góðu brokki. Kom svo sjálf með töltið með meiri reið. Hún hefur mjög gott tölt, hreint, hátt og gott framgrip. Hún var ekki mikið þjálfuð á skeiði þegar að hún fór í kynbótadóm en hefði örugglega bætt miklu við með frekari þjálfun. Hún var sýnd í kynbótadómi 2012. Fyrir byggingu skartar hún ekki háum tölum nema 8,5 fyrir háls og herðar (háar herðar/klipin kverk) En í hæfileikum fékk hún m.a. 8,5 fyrir tölt ( skrefmikið/mjúkt) stökk (hátt) vilji og geðslag (vakandi) fegurð í reið( mikill fótaburður) og einnig fékk hún 8,5 fyrir hægt tölt.
Eigandi: Björn Jónson.
Afkvæmi.
Rauðblesóttur fæddur 2014
Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ 2 Í eigu búsins. |
|
Rauður fæddur 2015
Faðir: Sveinn Hervar frá Þúfu. Í eigu búsins. Dó af slysförum 2018 |
|
Brúnn fæddur 2016
Faðir Sökkull Dalbæ Í eigu búsins |
|
Brún fædd 2018
Faðir Jarl frá Árbæjarhjálegu Í eigu búsins |
|