Hreyfill sýndur í kynbótadómi. 25. maí.

Hreyfill var sýndur í kynbótadómi í síðustu viku og tókst það frábærlega. Hann fékk 8,50 fyrir byggingu og 8,56 fyrir hæfileika, samanlagt 8,54. Það gerir hann að einum af hæst dæmdu klárhestum í heiminum. Hér fyrir neðan er dómurinn á honum og skartar hann þar frábærum tölum og það sem er athyglisvert er að hann er með bæði góða byggingu og hæfileika. Það er gaman að geta þess að ef að vægisbreytingar hefðu ekki verið gerðar fyrir nokkrum árum þá hefði hann fengið 8,68 fyrir hæfileika og þar með 8,61 í aðaleinkunn og þar með hæst dæmda klárhest í heiminum. Hér fyrir neðan er dómurinn og nokkrar myndir.

Sörlastaðir í Hafnarfirði
Dagsetning móts: 19.05.2014 – 23.05.2014 – Mótsnúmer: 04
FIZO 2010 – 40% / 60%
IS-2008.1.87-983 Hreyfill frá Vorsabæ II
Sýnandi: Sigurður Óli Kristinsson
Mál (cm):
141 130 137 63 144 38 46 43 6.6 30 18
Hófa mál:
V.fr. 9,1 V.a. 8,8
Aðaleinkunn: 8,54
Sköpulag: 8,50 Kostir: 8,56

Höfuð: 7,5   
2) Skarpt/þurrt K) Slök eyrnastaða
Tölt: 9,5
1) Rúmt 3) Há fótlyfta 4) Mikið framgrip 6) Mjúkt
Háls/herðar/bógar: 8,5
2) Langur 5) Mjúkur 6) Skásettir bógar D) Djúpur
Brokk: 9,5
1) Rúmt 3) Öruggt 4) Skrefmikið 5) Há fótlyfta 6) Svifmikið
Bak og lend: 8,5
2) Breitt bak 3) Vöðvafyllt bak
Skeið: 5,0
Samræmi: 8,5
1) Hlutfallarétt 5) Sívalvaxið
Stökk: 9,0
1) Ferðmikið 2) Teygjugott
Fótagerð: 9,0
1) Rétt fótstaða 2) Sverir liðir 4) Öflugar sinar 5) Prúðir fætur
Vilji og geðslag: 9,5
1) Fjör
Réttleiki: 7,5
Afturfætur: E) Brotin tálína
Framfætur: A) Útskeifir B) Innskeifir
Fegurð í reið: 9,0
1) Mikið fas 3) Góður höfuðb. 4) Mikill fótaburður
Hófar: 9,0
1) Djúpir 3) Efnisþykkir
Fet: 8,5
3) Skrefmikið
Prúðleiki: 8,5 Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,5

Sigurður Óli Kristinsson hefur verið með hann í vetur og leisti starf sitt vel af hendi.

Hreyfill Hafn. 8 14

Hreyfill Hafn. 36 14

Hreyfill Hafn. 60 14

Hreyfill Hafn. 24 14