Blossi á LM.

Sigurbjörg og Blossi hafa nú lokið sinni keppni á LM. Stóðu þau sig stórkostlega og lentu í 14. sæti með einkunn 8,40. Í forkeppni fengu þau 8,38 og í miliriðli fengu þau 8,39 Það er nú ekki alltaf auðvelt að standa sig vel þegar veðrið er eins og það var á LM. Þau lentu í leiðindaveðri í B-úrslitunum. Rigningu næstum allan tímann og völlurinn sleipur. Blossi þurfti að standa á kerrunni suma dagana eða vera að flengjast á milli staða. Þessu þarf að breyta og hugsa um velferð hestanna fyrst og fremst á móti eins og þessu. Við búum á Íslandi og þar er allra veðra von og er því ekki boðlegt að halda LM þar sem ekki eru hesthús til staðar á svæðinu.

20140704_160516

20140704_160428