Stóðhryssurnar.

Við héldum 15 merum í sumar og nú er búið að sóna allar merarnar. Þær Snerpa, Tíska, Fjöður, Brúnblesa, Trygg og Silfurdís fóru undir Hreyfil og eru allar fylfullar nema Trygg. Undir Blæ frá Miðsitju fóru Píla og Nös. Píla er geld. Undir Svein Hervar fóru Lipurtá og Kolbrún og þær eru báðar fylfullar. Undir Þey frá Holtsmúla fóru Hrina og Molda og Þær eru báðar fylfullar. Gola er fylfull með Kappa frá Vorsbæ2 einnig er Hátíð fylfull með Markúsi frá Langholtsparti og Evíta er fylfull með Trymbli.