Haustverk.

Haustverkin eru á fullu þessa dagana. Smölun á sauðfé, sláturtíð og tilheyrandi. Gunna vinkona Stefaníu kom og hjálpaði henni með að gera slátur og svo sóttum við okkur hrossakjöt úr sláturhúsi og úrbeinuðum sjálf og gerðum hakk, saltkjöt og bjúgu. Meðalvigt lamba var heldur slakari en í fyrra eða slétt 16 kg en ærnar voru fleiri tvílembdar og sendum við yfir 20 lömbum fleiri í ár en í fyrra.

018 020
028 034
Skáturgerð 3 14 SS og Gunna Skáturgerð 5 14 SS og Gunna Skáturgerð 7 14 SS og Gunna
Skáturgerð 11 14 SS og Gunna 051