Stóðréttir. 19. nóv.

Við héldum hinar árlegu stóðréttir um seinustu helgi. Þá gefum við inn ormalyf, klippum hófa á þeim hrossum sem þurfa þess og greiðum úr flókum úr faxi og tagli. Einnig er verið að spá og spauglera í undviðinu vega það og meta. Hvernig þau þróast í byggingu og ath. hvort að það sé ekki allt í lagi með þau. Vinir og kunningjar koma og hjálpa okkur við verkin. Svo er grillað um kvölið og haft það náðugt. Við þökkum fyrir aðstoðina og samveruna.

Stóðréttir 5 14

Guðmundur, Eiríkur, Jón, Þorgeir og Gunni Ágústs.

Stóðréttir 14 14

Gunni Gunn og Ragna Ýr gefa inn ormalyf.

Stóðréttir 12 14

Gunni Gunn. Stefanía og Villi greiða úr tagli flóka.

Stóðréttir 16 14

Þorgeir, Jón og Gunni Á.

Stóðréttir 17 14

Stóðréttir 20 14

Stóðréttir 18 14

Guðbjörg og Stefán dekstra klárinn sinn og ath. hvort að hann vilji smá jólabjór á eftir ormalyfinu.

Stóðréttir 19 14

Ragna Ýr hefur kontról á ormalyfinu og passar að réttur skammtur sé gefinn..