Við héldum hinar árlegu stóðréttir um seinustu helgi. Þá gefum við inn ormalyf, klippum hófa á þeim hrossum sem þurfa þess og greiðum úr flókum úr faxi og tagli. Einnig er verið að spá og spauglera í undviðinu vega það og meta. Hvernig þau þróast í byggingu og ath. hvort að það sé ekki allt í lagi með þau. Vinir og kunningjar koma og hjálpa okkur við verkin. Svo er grillað um kvölið og haft það náðugt. Við þökkum fyrir aðstoðina og samveruna.