Ærnar teknar inn og rúnar. 22. nóv.

Í fyrradag smöluðum við ánum inn í reiðhöll. Þó að tíð sé einstaklega góð og væsir ekki um þær úti þá þarf nú samt að fara að undirbúa þær fyrir fengitímann og ala þær betur. Og í gær fengum við Emil Haraldsson frá Eyrarbakka til að koma og rýja fyrir okkur. Hann er snyldar rúningmaður og fer vel með ærnar. Og nú eru nýklipptar ærnar sælar og ánægðar inni í fjárhúsi og éta töðuna með áfergju.

Rúningur 1

Emil Haraldsson að rýja.

Rúningur 2

Flekka fylgist með og lætur fara vel um sig í kviðullinni.

CAM00225

CAM00237