Nú erum við búin að selja tvö 4ra vetra tryppi til Spánar. Það eru hjónin Jos and Anique sem keyptu þau. Blíða er undan Golu frá Bár og Forseta og Bassi er undan Böku frá Bár og Forseta. Blíðu var haldið undir Kappa 3ja vetra fola sem við eigum undan Snerpu frá Vorsabæ 2 og Kinnskæ frá Selfossi. Jos and Anique halda að það gæti orðið fyrsta folaldið sem fæðist á Spáni af Íslandshestakyni.