Tíðarfarið í haust hefur verið óvenju legt. September mjög hlýr miðað við árstíma og október vætusamur svo að það er varla hægt að segja að það hafi verið þurrt einn einasta dag. Eins er með nóvember það sem liðið er af honum. Gras hefur verið í sprettu fram undir þatta. En kornbændur kætast ekki og eru þeir orðnir langþreyttir eftir von um þurran dag til að slá kornið. Jörð er mikið blaut og skurðir fullir og svo er bara að vona að það þorni eitthvað um áður en hann frystir.