Elín og Sanne hafa verið að vinna í tveimur tveggja vetra graðhestum sem við eigum. Þeir heita Gullfoss og Vitnir. Gullfoss er undan Evítu og Brimni Ketilstöðum og Vitnir er undan Kolbrúnu og Kjarna Þjóðólfshaga. Vitnir er hálfbróðir stóðhestins Hreyfils. Það gengur vel með þá. Þeir læra mikið á því að vera teknir fram og kembt og einnig eru þeir hringteymdir og kennt að beygja og víkja undan fæti. Hér koma nokkrar myndir af þeim.