Móðir: Litla-Jörp Vorsabæ 2
Faðir: Hrynjandi Hrepphólum
Kynbótadómur: 8,18-8,40=8,31
Snjall lét ekki mikið yfir sér í uppvexti, fór um á tölti og brokki og var alltaf mjög góður í umgengni. Hann er með vel settan háls og það erfist vel frá honum. Þegar hann var á 4. vetri fór hann til Þórðar Þorgeirssonar og var þar í um mánaðartíma. Það var talið nóg fyrir hann í bili. Þegar hann var á fimmta vetur tók Bára Másdóttir hann til Hafnarfjarðar og var með hann þar í tamningu í tvo mánuði. Var honum þá gefið frí fram undir vor en þá fór Björn eigandi hans að þjálfa hann. Síðan tók Sigurður Óli Kristinsson við þjálfuninni og sýndi Snjall þrem vikum síðar í forskoðun fyrir Landsmót. Á þeirri sýningu fékk hann góðan dóm, B:8,03 – H: 8,19 – A:8,13 og þar með fararleyfi á Landsmót. Sigurður Óli mætti svo með hann á Landsmótið og þar hækkaði Snjall fyrir hæfileika upp í 8,33 og aðaleinkunnin hækkaði í 8,21. Snjall var seldur Sigurbirni Bárðarsyni vorið 2005. Snjall var svo sýndur af Sigurbirni á Landmótinu 2006. Hann hækkaði þar og er nú kominn með B:8,18 – H:8,40 – A: 8,31.
Snjall hefur nú verið seldur til Danmerkur og hefur gert góða hluti þar í keppni.
Hér koma nokkrar myndir af afkvæmum Snjalls fædd í Vorsabæ 2.
|
Stóðhestar Vorsabæ 2.