Gassi IS1982187036 frá Vorsabæ2

Gassi og Eiríkur Guðmundsson

Gassi og Eiríkur Guðmundsson

Móðir:  Litla-Jörp Vorsabæ 1

Faðir:   Hrafn Holtsmúla

Kynbótadómur: 8,38-8,60=8,49

Gassi er fæddur Birni Jónssyni í Vorsabæ 2. Hann þótti mjög frítt og efnilegt folald og því var ákveðið að hafa hann graðan og sjá hvernig hann þroskaðist.

Gassi folald

Gassi folald

Gassi 1.vetra

Gassi 1.vetra

Byrjað var að temja folann í upphafi árs 1986 og fljótt var ljóst í hvað stefndi. Gassi var ákveðinn í framgöngu og gangmikill og fríður svo eftir var tekið. Björn tamdi folann og sýndi sjálfur á Murneyri í forskoðun fyrir landsmót á Hellu 1986. Þar vann hann sér þátttökurétt og fyrstu verðlaun, 8,04. Á landsmóti vakti Gassi mikla athygli og varð að lokum annar í röð 4 vetra stóðhesta á eftir Otri frá Sauðárkróki. Einkunnin var 8,01 og í umsögn um hestinn segir í ritinu Hrossaræktin 1986: ,,Gassi 1036 frá Vorsabæ er reisulegur og minnir óneitanlega á móðurföður sinn Glóblesa 455 frá Eyvindarhólum, bæði litur, frambygging, lundarfar, sem er hranalegt, og fætur eru ekki nógu fallegir að framan. Folinn er kjarkhestur og mjög gangfallegur, og hreyfingarmikill, býr yfir góðu rými og bætist hér öðrum fremur álitlegur sonur í hópinn hjá Hrafni 802.“

Gassi 4.vetra á Hellu

Gassi 4.vetra á Hellu

 

Næst var Gassi sýndur af Eiríki Guðmundssyni (og ætíð eftir það) á sýningu Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti vorið 1988. Þá hafði hann þroskast vel og bætt sig og vakti mikla athygli. Einkunnirnar voru glæsilegar, 8,18 fyrir byggingu, 8,40 fyrir hæfileika og aðaleinkunnin 8,29. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga höfðu þá keypt hestinn og í þeirra eigu var hann sýndur á Gaddstaðaflötum vorið 1990, í forskoðun fyrir landsmót. Hann stóð efstur á þeirri sýningu og hlaut frábæran dóm, 8,38 fyrir byggingu, 8,60 fyrir hæfileika og 8,49 í aðaleinkunn. Það var hæsta einkunn stóðhests inn á landsmót það árið en á landsmótinu lenti hann í öðru sæti í 6 vetra flokki stóðhesta með einkunnina 8,450. Þar datt dómurum í hug að lækka hann fyrir samræmi úr 8,5 í 8,0 og því urðu þeir jafnir, Gassi og Kolfinnur frá Kjarnholtum með einkunnina 8,45 og Kolfinni raðað ofar. Það var reyndar einkennilegt því Gassi hlaut 8,450 í einkunn en Kolfinnur 8,445! Hann fær þó mjög jákvæða umfjöllun hjá formanni dómnefndar: ,,Gassi sameinar betur en nokkur annar mikinn fríðleika, fíngerða reiðhestsbyggingu, rými og reiðhestskosti.” [Þorkell Bjarnason/Hrossaræktin 1990]

Afkvæmi Gassa á LM 1994

Afkvæmi Gassa á LM 1994

Gassi var sýndur með afkvæmum á Hellu 1994 oghlaut þar 1.verðlaun. Tveimur árum seinna var hann kominn með einkunn til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi en ekki efnt til sýningar enda búið að selja hann til Danmerkur. Þar hefur hann ætið síðan vakið athygli fyrir fegurð og glæsileika á tölti.

 

Gassi í Danmörku

Gassi í Danmörku

 

Stóðhestar Vorsabæ 2.

Hreyfill   Segull    Snjall    Forseti

 

 

 

Gassi er fæddur Birni Jónssyni í Vorsabæ 2. Hann þótti mjög frítt og efnilegt folald og því var ákveðið að hafa hann graðan og sjá hvernig hann þroskaðist. Byrjað var að temja folann í upphafi árs 1986 og fljótt var ljóst í hvað stefndi. Gassi var ákveðinn í framgöngu og gangmikill og fríður svo eftir var tekið. Björn tamdi folann og sýndi sjálfur á Murneyri í forskoðun fyrir landsmót á Hellu 1986. Þar vann hann sér þátttökurétt og fyrstu verðlaun, 8,04. Á landsmóti vakti Gassi mikla athygli og varð að lokum annar í röð 4 vetra stóðhesta á eftir Otri frá Sauðárkróki. Einkunnin var 8,01 og í umsögn um hestinn segir í ritinu Hrossaræktin 1986: ,,Gassi 1036 frá Vorsabæ er reisulegur og minnir óneitanlega á móðurföður sinn Glóblesa 455 frá Eyvindarhólum, bæði litur, frambygging, lundarfar, sem er hranalegt, og fætur eru ekki nógu fallegir að framan. Folinn er kjarkhestur og mjög gangfallegur, og hreyfingarmikill, býr yfir góðu rými og bætist hér öðrum fremur álitlegur sonur í hópinn hjá Hrafni 802.“

Næst var Gassi sýndur af Eiríki Guðmundssyni (og ætíð eftir það) á sýningu Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti vorið 1988. Þá hafði hann þroskast vel og bætt sig og vakti mikla athygli. Einkunnirnar voru glæsilegar, 8,18 fyrir byggingu, 8,40 fyrir hæfileika og aðaleinkunnin 8,29. Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga höfðu þá keypt hestinn og í þeirra eigu var hann sýndur á Gaddstaðaflötum vorið 1990, í forskoðun fyrir landsmót. Hann stóð efstur á þeirri sýningu og hlaut frábæran dóm, 8,38 fyrir byggingu, 8,60 fyrir hæfileika og 8,49 í aðaleinkunn. Það var hæsta einkunn stóðhests inn á landsmót það árið en á landsmótinu lenti hann í öðru sæti í 6 vetra flokki stóðhesta með einkunnina 8,450. Þar datt dómurum í hug að lækka hann fyrir samræmi úr 8,5 í 8,0 og því urðu þeir jafnir, Gassi og Kolfinnur frá Kjarnholtum með einkunnina 8,45 og Kolfinni raðað ofar. Það var reyndar einkennilegt því Gassi hlaut 8,450 í einkunn en Kolfinnur 8,445! Hann fær þó mjög jákvæða umfjöllun hjá formanni dómnefndar: ,,Gassi sameinar betur en nokkur annar mikinn fríðleika, fíngerða reiðhestsbyggingu, rými og reiðhestskosti.” [Þorkell Bjarnason/Hrossaræktin 1990]