Veturinn 2012 var byrjað að temja Hreyfil. Framan af vetri var frekar létt tamning á honum og sá Frida Lövgren Suvanto aðallega um tamninguna á honum. Í mars fór hann svo til Jóhanns K. Ragnarssonar og var þar í framhaldsþjálfun í 2 mánuði. Hreyfill tók tamningu mjög vel og var samvinnufús og glaður strax í upphafi tamningar. Hann fór um á háu og skrefmiklu brokki og töltið einkenndist af mýkt og skrefstærð. Hreyfill var svo notaður á flestar ræktunarmerarnar hér á bænum um sumarið.
Veturinn 2013 sá svo Sigurbjörg Bára um þjálfunina á Hreyfli fram í miðjan marsmánuð. Þá tók Sigurður Óli Kristinsson við þjálfuninni á honum og sýndi hann síðan um vorið á Selfossi. Hreyfill fékk fyrir sköpulag 8,31 fyrir kosti 8,24 og samanlagt 8,27. Hreyfill var í áframhaldandi þjálfun hjá Sigurði Óla veturinn 2014. Hann var svo sýndur í kynbótadómi í Hafnarfirði um vorið og hækkaði sig heldur betur. Hann fékk fyrir byggingu 8,50, fyrir hæfileika 8,56 og í aðaleinkunn 8,54. Þar með er Hreyfill einn af hæst dæmdu klárhestum í heiminum.
Hæsta einkunn sem Hreyfill hefur fengið í V1-fjórgangi Meistaraflokks er: 7,80 og annað sætið. Einnig tók hann þátt sama ár á Gæðingamóti Sleipnis og vann þar B-flokkinn með glæsilega einkunn: 8,97!
Höfuð: 7,5 (Skarpt/þurrt/ Slök eyrnastaða) |
Tölt: 9,5 (rúmt, há fótlyfta,mikið framgrip. mjúkt) |
Háls/herðar: 8,5 ( langur.reistur, skásettir bógar.djúpur) |
Brokk: 9,5 (rúmt. öruggt.skrefmikið,há fótlyfta.svifmikið) |
Bak og lend: 8,5 (breitt bak . vöðvafyllt bak) |
Skeið: 5,0 |
Samræmi: 8,5 (hlutfallaréttur, sívalvaxinn) |
Stökk: 9,0 (ferðmikið. teygjugott) |
Fótagerð: 9,0 (rétt fótstaða/ sverir liðir/ öflugar sinar/ prúðir fætur |
Vilji og geðslag: 9,5 (fjör) |
Réttleiki: 7,5 (afturfætur: brotin tálina Framfætur: útskeifir) |
Fegurð í reið: 9,0 (mikið fas, góður föfuðburður. mikill fótaburður) |
Hófar: 9,0 (djúpir, efnisþykkir) |
Fet: 8,5 |
Prúðleiki: 8,5 |
Hægt tölt: 8,5 |
Hægt stökk: 8,5 |
|
Sköpulag: 8,50 | Kostir: 8,56 |
Aðaleinkunn: 8,54
Hreyfill sýndur á Akureyri 2016.
Hreyfill 6 vetra. Kynbótadómur Hafnarfirði Knapi: Sigurður Óli Kristisson.
Hreyfill 5 vetra. Kynbótadómur. Knapi: Sigurður Óli Kristisson.
Myndir af Hreyfli.
Stóðhestar Vorsabæ 2.