Hreyfill IS2008187983 frá Vorsabæ 2

Hreyfill og Sigurður Óli Kristinsson

Veturinn 2012 var byrjað að temja Hreyfil. Framan af vetri var frekar létt tamning á honum og sá Frida Lövgren Suvanto aðallega um tamninguna á honum. Í mars fór hann svo til Jóhanns K. Ragnarssonar og var þar í framhaldsþjálfun í 2 mánuði. Hreyfill tók tamningu mjög vel og var samvinnufús og glaður strax í upphafi tamningar. Hann fór um á háu og skrefmiklu brokki og töltið einkenndist af mýkt og skrefstærð. Hreyfill var svo notaður á flestar ræktunarmerarnar hér á bænum um sumarið.

Veturinn 2013 sá svo Sigurbjörg Bára um þjálfunina á Hreyfli fram í miðjan marsmánuð. Þá tók Sigurður Óli Kristinsson við þjálfuninni á honum og sýndi hann síðan um vorið á Selfossi. Hreyfill fékk fyrir sköpulag 8,31 fyrir kosti 8,24 og samanlagt 8,27. Hreyfill var í áframhaldandi þjálfun hjá Sigurði Óla veturinn 2014. Hann var svo sýndur í kynbótadómi í  Hafnarfirði um vorið og hækkaði sig heldur betur. Hann fékk fyrir byggingu 8,50, fyrir hæfileika 8,56 og í aðaleinkunn 8,54. Þar með er Hreyfill einn af hæst dæmdu klárhestum í heiminum.

Hæsta einkunn sem Hreyfill hefur fengið í V1-fjórgangi Meistaraflokks er: 7,80 og annað sætið. Einnig tók hann þátt sama ár á Gæðingamóti Sleipnis og vann þar B-flokkinn með glæsilega einkunn: 8,97!

Hreyill á Facebook

 

Höfuð: 7,5  (Skarpt/þurrt/ Slök eyrnastaða)

 

Tölt: 9,5 (rúmt, há fótlyfta,mikið framgrip. mjúkt)

 

Háls/herðar: 8,5 ( langur.reistur,  skásettir bógar.djúpur)

 

Brokk: 9,5 (rúmt. öruggt.skrefmikið,há fótlyfta.svifmikið)

 

Bak og lend: 8,5 (breitt bak . vöðvafyllt bak)  

 

Skeið: 5,0

Samræmi: 8,5 (hlutfallaréttur, sívalvaxinn)  

Stökk: 9,0 (ferðmikið. teygjugott)

 

Fótagerð: 9,0 (rétt fótstaða/ sverir liðir/ öflugar sinar/ prúðir fætur   

 

Vilji og geðslag: 9,5 (fjör)

 

Réttleiki: 7,5 (afturfætur: brotin tálina Framfætur: útskeifir)

 

Fegurð í reið: 9,0 (mikið fas, góður föfuðburður. mikill fótaburður)

 

Hófar: 9,0 (djúpir, efnisþykkir)

 

Fet: 8,5

 

Prúðleiki: 8,5

 

Hægt tölt: 8,5

   

Hægt stökk: 8,5

   
Sköpulag: 8,50 Kostir: 8,56

                                         Aðaleinkunn: 8,54

Móðir: Kolbrún frá Vorsabæ 2.

Faðir : Dugur frá Þúfu.

Hreyfill sýndur á Akureyri 2016.

Hreyfill 6 vetra. Kynbótadómur Hafnarfirði Knapi: Sigurður Óli Kristisson.

Hreyfill 5 vetra. Kynbótadómur. Knapi: Sigurður Óli Kristisson.

 

Myndir af Hreyfli.

Frida Lövgren Suvanto

Jóhann K. Ragnarsson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

   

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

Sigurður Óli Kristinsson

   

Stóðhestar Vorsabæ 2.

Segull   Snjall    Forseti    Gassi