Móðir: Litla-Jörp Vorsabæ 2
Faðir: Hrafn Holtsmúla.
Kynbótadómur: 8,39-8,71=8,58
Þegar verið var að telja atkvæði í forsetakosningunum aðfaranótt 30. júní 1996 fæddist jarpt hestfolald í Vorsabæ 2. Strax var ljóst að kominn var sigurvegari kosninganna og því ákveðið að skíra hann nafninu Forseti. Það var aldrei nein spurning um að láta hann halda öllu sínu enda myndarlegt og hreyfingafallegt folald. Björn frumtamdi Forseta á fjórða vetri en 10. april 2000 var svo farið með hann til stórknapans á Hellu, Þórðar Þorgeissonar, sem tók við þjálfuninni. Það gerði Þórður með sóma og mættu þeir í forskoðunardóm þann 11. júní fyrir landsmót árið 2000. Þar gerðu þeir félagar það gott og hlaut Forseti einkunnina 8,00 fyrir byggingu, 8,08 fyrir hæfileika og 8,05 í aðaleinkunn. Á landsmótinu sama sumar hækkaði hann og fékk í aðaleinkunn 8,12. Árið eftir mættu þeir aftur óhræddir til leiks og stóð Forseti efstur á sýningu í Reykjavík með aðaleinkunnina 8,23. Ekki var látið staðar numið við svo búið og árið eftir mættu þeir kappar enn og aftur á landsmót og nú á Vindheimamelum í Skagafirði. Þar hafði bróðir Forseta og frændi, Gassi frá Vorsabæ II, staðið næst efstur í 6 vetra flokki stóðhesta sumarið 1990. Forseti afrekaði það einnig því hann lenti þar í öðru sæti með einkunnina 8,39 fyrir byggingu, 8,71 fyrir hæfileika og 8,58 í aðaleinkunn. Þar með var hann orðinn hæst dæmdi stóðhestur 6 vetra og yngri í heiminum og hæst dæmda afkvæmi Hrafns 802 frá Holtsmúla.
Mörg afkvæmi Forseta hafa verið sýnd í kynbótadóm og árið 2016 eru 21 sem hafa hlotið fyrstu verðlaun. Hersir frá Lambanesi er þar hæst dæmdi með aðaleinkunn upp á: 8,57.
Einnig hafa mörg afkvæmi Forseta tekið þátt í keppni og gert góða hluti þar. Má þar nefna t.d. heimsmeistarann í slauktaumatölti, Straum frá Seljabrekku.
Hér eru nokkrar myndir af afkvæmum Forseta:
Video Forseti 2001 5 vetra:
Video Forseti 2002 Landsmót 6 vetra.
Video Forseti 2006 Landsmót A-flokkur.
Video Forseti 2006 Landsmót A-flokkur.
Video Forseti 2014 sleppt í merar.
Stóðhestar Vorsabæ 2.
<tbody>
<tr>
<td></td>
<td></td>
</tr>
</tbody>
</table>