Fréttir

 

2. maí 2014

Í gær var Firmakeppni Smára haldin á Flúðum í einstakri veðurblíðu. Góð þátttaka var í öllum greinum og góður hestakostur. Sigurbjörg Bára keppti í ungmennaflokki á Fagra-Blakk og lenti í 1.sæti. Fagri-Blakkur er 6 vetra undan Nös og Forseta og  ræktaður af bróður hennar Jóni Emil en þau eiga hann saman. Þess má geta að í fyrra þá vann Sigurbjörg Bára einnig Ungmennaflokkinn og þá var hún á alsystur Fagra-Blakks sem heitir Fjöður. Og fyrir 3 árum þá vann hún einnig og þá var hún á Forseta sjálfum föður Fagra-Blakks og Fjaðrar. Í gær keppti Sigurbjörg Bára einnig í 150 m. skeiði og var þá á Böku frá Bár. Keppendur voru 4 og lenti hún í neðsta sæti en Baka lá bara 1 sprett hjá henni.  

Fagri-Blakkur

Fagri-Blakkur

Baka

Baka

27. apríl 2014

Hreyfill og Siggi Óli mættu í Ingólfshöllina á sýninguna Ræktun 2014. Tókst sýningin vel og undirstrikaði Hreyfill vel dóminn sem hann fékk í fyrra á Selfossi. Hreyfill er kattmjúkur, viljugur og fasmikill klárhestur og hlökkum við til að sjá öll folöldin sem fæðast undan honum í sumar en þau verða 9 hér á bæ. Við eigum líka nokkur tryppi  og það elsta verður hægt að byrja að temja næsta vetur.


26. apríl 2014

Nú er Uppsveitardeild Geysis lokið og gekk okkar liði all vel. Seinasta kvöldið var tölt og skeið. Sigurbjörg Bára keppti á Blossa í tölti og lenti 6. sæti með 6.72 og Berglind keppti á Reisn og lenti í 8. sæti. Hermann keppti í skeiði á Gítar og lenti í 5. sæti. Liðið okkar lenti í 4. sæti í samanlögðu í riðlakeppninni og erum bara kát með það. Sigurbjörg Bára lenti í 6.-7. sæti í einstklingskeppninni. Mikið var af góðum hrossum og flinkum knöpum og gaman að því hvað keppnin er vinsæl og vel sótt af áhorfendum.

Úrslit tölt

Úrslit tölt

22. apríl 2014

Birnir Snær dvaldi hjá okkur um páskana og var mikið duglegur. Hann hjálpaði okkur að gefa skepnunum og best þótti honum að fara með afa í traktorinn þegar hann var að setja inn rúllur.

Byrnir Snær

Byrnir Snær

20.apríl 2014

Sigurbjörg Bára hefur verið að æfa sig í að leggja hest til skeiðs og hefur hún góða hryssu til þess, en það er hún Baka frá Bár. Böku fengum við hjá Tryggva í Bár sem folald og hefur hún verið notuð sem reiðhross hér á bænum og hún hefur líka átt 2 folöld sem nú eru 3ja og 4ra vetra. Baka er lista hross og mikið vökur, en hún er orðin 15 vetra gömul.

12. apríl 2014

Nú eru Hreyfing og Skör komnar til nýrra heimkynna en þær fóru með flugi til Svíþjóðar í gær. Leiðindabið er búin að vera eftir flugi en upphaflega átti að vera flug til Svíþjóðar um miðjan febrúar.

Nýir eigendur eru kampa kátir.

Hreyfing

Hreyfing

Skör

Skör

26. mars 2014.

Nú erum við búin að selja stóðhestinn Draum undan Kolbrúnu og Spuna. Hann verður 2 vetra í vor. Nadja Andréewitch í Svíþjóð kaupir hann af okkur en hún keypti fyrir mörgum árum einnig af okkur 2 vetra hest  sem heitir Gljái og er svo til albróðir Draums. Hann var sammæðra Draum og faðir hans er Álfasteinn sem er faðir Spuna. Nadja líkaði svo vel við Gljáa  að hún vildi endilega kaupa bróður hans.   Draumur ber með sér góðan þokka, yfirvegaður og hreyfir sig glæsilega.

Draumur 2 14 Draumur 11 14
Draumur 13 14 Draumur 16 14

23. mars 2014. Veðrið er ennþá ekki til að hrópa húrra fyrir og þá er gott að dunda í hrossunum inni.

_DSC3958 _DSC3967
_DSC3973 _DSC3974

22. mars 2014.

Sigurbjörg er heima sem stendur út af verkfalli framhaldsskólakennara og temur af fullu. Hún er nú ekkert óánægð með það. Hér koma nokkrar myndir af henni og Fagra-Blakk ( undan Forseta og Nös) en hann er albróðir Fjaðrar sem fór i góð 1. verðlaun í fyrra.

Fagri Blakkur

Fagri Blakkur

Fagri Blakkur 1 Fagri Blakkur 3
Fagri Blakkur 4 Fagri Blakkur

  18. mars 2014.

Elín og Sanne hafa verið að vinna í tveimur tveggja vetra graðhestum sem við eigum. Þeir heita Gullfoss og Vitnir. Gullfoss er undan Evítu og Brimni Ketilstöðum og Vitnir er undan Kolbrúnu og Kjarna Þjóðólfshaga. Vitnir er hálfbróðir stóðhestins Hreyfils.Það gengur vel með þá. Þeir læra mikið á því að vera teknir fram og kembt og einnig eru þeir hringteymdir og kennt að beygja og víkja undan fæti. Hér koma nokkrar myndir af þeim. Báðir þessir ungfolar eru lausir til útleigu í vor.

Vitnir

Vitnir

Vitnir

Vitnir

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

Gullfoss

10. mars 2014.

Nú er Jessica farin og  2 nýjar tamningakonur eru komnar í staðinn. Þær heita Elín og Sanne og koma frá Svíþjóð. Þær hafa verið á hestaskóla sem heitir Stromsholm og kunna heilmikið. Þær ætla að hjálpa okkur við tamningarnar í nokkra mánuði.

Sæll og Sanne

Sæll og Sanne

Völundur og Elín

Völundur og Elín

22. febrúar 2014.

Fyrsta mót Uppsveitardeildarinnar var haldið í gærkvöldi. Keppt var í 4 gangi. Við tilheyrum liðinu Top Reiter. Góð stemming var í höllinni og mikið af góðum hrossum. Sigurbjörg Bára keppti á Blossa og höfnuðu þau í 2 sæti eftir forkeppni. Í úrslitum héldu þau sín sæti með einkunina 6,83. Í fyrsta sæti var Þórarinn Ragnarsson á hestinum Þyt frá Efsta-Dal 2 með einkunnina 7.03 og í 3 sæti var Sólon Morthens á hestinum Krumma frá Dalsholti með einkunnina 6,60.

Úrslit í 4 gangi Uppsveitardeildarinnar..

Úrslit í 4 gangi Uppsveitardeildarinnar..

Litð Top Reiters sem keppti í 4 gangi. Ragnheiður Hallgrímsdóttir Sigurbjörg Bára Björnsdótir og Berglind Ágústsdóttir

Litð Top Reiters sem keppti í 4 gangi. Ragnheiður Hallgrímsdóttir, Sigurbjörg Bára Björnsdótir og Berglind Ágústsdóttir

17 febrúar 2014.

Fyrsta vetrarmót Smára var haldið um helgina. Kalt var í veðri en keppendur létu það ekki á sig fá. Sigurbjörg Bára ákvað að spreyta sig á Einingu frá Vorsabæ 2 en hún er undan Kolfreyju og Forseta. Þær höfnuðu í 3 sæti í ungmennaflokki.

Eiríkur Arnarsson og Kráka frá Sóleyjarbakka, Björgvin Ólafsson og Sveipur frá Hrepphólum, Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Einign frá Vorsabæ2, Gunnlaugur Bjarnason og Jóra frá Húsatóftum, Björgvin Viðar Jónsson og Spá frá Álftarósi, Guðjón Hrafn Sigurðsson og Sóley frá Syðri-Hofdölum og Guðjón Örn Sigurðsson og Gerpla frá Skollagróf

Eiríkur Arnarsson og Kráka frá Sóleyjarbakka, Björgvin Ólafsson og Sveipur frá Hrepphólum, Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Einign frá Vorsabæ2, Gunnlaugur Bjarnason og Jóra frá Húsatóftum, Björgvin Viðar Jónsson og Spá frá Álftarósi, Guðjón Hrafn Sigurðsson og Sóley frá Syðri-Hofdölum og Guðjón Örn Sigurðsson og Gerpla frá Skollagróf

10.febrúar. 2014

Hér má sjá skemmtilegt myndband frá dvöl þeirra Matilda og Anja sem voru hjá okkur í verknámi frá Landbúnaðarskólanum Dille Gård í Svíþjóð. Þær komu til okkar síðastliðinn ágúst og voru í 5 vikur og stóðu þær sig með sóma.

 

http://www.youtube.com/watch?v=sgEVx767rGQ

5.febrúar. 2014

Veðráttan í haust og meirihluta janúarmánaðar hefur verið leiðnleg til tamninga. Hvasst dag eftir dag og kalt. Hefur reiðhöllin komið að góðum notum við tamningar. Það hefur ekki snjóað mikið en þó gerði snjó í fyrri hluta janúarmánaðar sem tók fljótlega upp og þá tóku við svell á vegum og túnum sem aldrei ætlaði að taka upp. Hér koma nokkrar snjómyndir.

IMG_0011 IMG_0013 IMG_0016 IMG_0017 IMG_0030 IMG_0033 IMG_0038

1.febrúar 2014

Tamnigar eru nú komnar á fullt. Búið að járna öll hross sem tekin voru inn um áramótin og raka þau undir faxi og kvið.

Sigurbjörg Bára á Skör og Jessica á Sæl.

Sigurbjörg Bára á Skör og Jessica á Sæl.

18.jan. 2014

Míla undan Moldu og Hreyfli fundum við liggjandi í afveltu rétt fyrir jólin. Hún var skorðuð á milli þúfna og orðin ansi slöpp en með læknishjálp og hjúkrun hafðist hún á lappir og virðist ætla að ná sér að fullu. Sigurbjörg Bára tók sig til og baðaði hana einn daginn. Það þótti henni mjög gott og vill láta knúsa sig og klappa alla daga síðan.

Míla þvegin.

Míla þvegin.

8.jan. 2014

Eftir haust tamningarnar var hesthúsið háþrýstiþvegið hátt og lágt. Og svo voru tekin inn hross aftur um áramótin. Jessica Olsson frá Svíþjóð kom til okkar 7. janúar og ætlar að vera að vinna hjá okkur til 20 febrúar.

Jessica

Jessica.

6.jan. 2014

Birnir Snær dóttursonur okkar átti afmæli 6 janúar og bauð okkur í veislu. Hann varð 5 ára og mikil kátina hjá honum með það.

Byrnir Snær

Byrnir Snær

Blásið á kertið á afmæliskökunni.

Blásið á kertið á afmæliskökunni.

Hluti af afmælisgestum.

Hluti af afmælisgestum.

Afmælisgjafirnar skoðaðar.

Afmælisgjafirnar skoðaðar.

1. jan. 2014

Jólin voru ánægjuleg eins og vant er og vorum við í rólegheitum heima og nutum gjafa og góðs matar. En á gamlárskvöld vorum við boðin til Reykjavíkur og vorum við þar hjá Möggu, Kidda og Birni Snæ í góðu yfirlæti.

Sigurbjörg Bára, Jón Emil ásamt Emelíu ömmu

Sigurbjörg Bára, Jón Emil ásamt Emelíu ömmu

Gamlárskvöld.

Gamlárskvöld.

 

29. nóv 2013

Eftir að við slepptum 3ja vetra hesttryppunum tókum við inn hryssurnar, en þær eru ekki nema tvær í okkar eigu. Það eru þær Mardöll undan Kolbrúnu og Mjölni frá Hlemmiskeiði og svo er það hún Eva undan Evítu og Hlekk frá Lækjamóti. Við erum einnig að temja eina 3ja vetra hryssu sem er ekki í okkar eigu en úr okkar ræktun. Hún heitir Ör og er undan Pílu og Hlekk. Ör er alsystir Skarar sem við tömdum í fyrra. Ör er í eigu norskra konu sem keypti hana af okkur veturgamla. Þessar hryssur eru allar mjög efnilegar, þægar og taka tamningunni vel. Mardöll fer um á tölti og brokki. Hún á eftir að nýta hálsinn sem er fallegur vel. Eva er ekki stór enda frumburður móður sinnar. Hún er ekki að flíka góðgangi en fer um á stórstígu brokki og með háum hreyfingum Ör er mikið ólík alsystur sinni. Hún fer um á bæði brokki og tölti og ekki væri ég hlessa á því að seinna meir kæmi skeið að gagni. Hún er með háar hreyfingar og alþæg og á eftir að nýtast eiganda sínum vel í framtíðinni. Þessar hryssur munum við halda eitthvað áfram með fram undir jól og svo fá þær frí, en Mardöll og Evu verður haldið áfram með eftir ármót.

Eva undan Evítu og Hlekk Lækjamót

Eva undan Evítu og Hlekk Lækjamót

Ör undan Pílu og Hlekk Lækjamót.

Mardöll undan Kolbrúnu og Mjöli Hlemmiskeiði

21.nóv. 2013

Smalamennsku og sláturtíð er lokið. Fallþungi lamba var góður á þeim 73 lömbum sem fóru í slátrun, en þau lögðu sig á 18,3 kg. meðal þunga. Heimtur á lömbum og fullorðnu fé var 100% sem getur varla orðið betra. Við völdum 12 ásetningsgimbrar og svo fá 2 lömb í viðbót að lifa sem voru graslömb eftir að hafa misst móður sína og eru því smá.

Smalamennska.

Nú er féð er komið á hús og búið að rýja.

14. nóv 2013

Okkur áskotnaðist útungunarvél í haust og ákváðum við að spreyta okkur á því að unga út hænuungum. Við eigum 7 hænur sem eru orðnar nokkuð gamlar en eru þó enn að verpa. Var því farið af stað og fengin egg annars staðar frá og sett í vélina. Það fór svo að 13 ungar klöktust út, en síðan á eftir að koma í ljós hvert kynjahlutfallið verður. Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með hegðun unganna.

12. nóv. 2013

Folaldasýning Glaums var haldin hér í reiðhöllinni í fyrradag. Góð þátttaka var og mikið af skemmtilegum folöldum. Í hryssnaflokknum vann Gullbrá frá Steinsholti undan Þórólfi frá Prestbæ og Tíbrá frá Hvítárholti. Hún var einnig valin af áhorfendum fallegasta folald sýningarinnar. Þá vann Djarfur frá Fjalli í flokki hestfolalda, en hann er undan Djákna frá Hellulandi og Glódísi frá Fjalli, en Glódís er Forsetadóttiir. Við fórum með 2 folöld, Hrafnfaxa undan Hrinu og Hreyfli frá Vorsabæ 2. og Erlu undan Evítu og Loka Selfossi. Erla lenti í 5. sæti í hryssnaflokki.

Eigendur efstu hestfolalda.

Eigendur efstu merfolalda

10 nóv. 2013

Nú erum við búin að útskrifa 3ja vetra hesttryppin í bili sem við höfum verið að frumtemja seinasta mánuð. Fjögur af þeim eru undan Stirni frá Vorsabæ 2. sem fór til Frakklands 2010. Tvö tryppi eru undan Hlekk frá Lækjamóti og eitt er undan Forseta frá Vorsabæ 2. Það er búið að ganga vel með þau en mismikið var átt við þau. Þar spilar m.a. inn í andlegur þroski og skilningur og einnig getur ýmislegt komið í ljós þegar farið er yfir tennur í þeim. T.d. reyndist Birnir undan Stirni og Nös vera með úlfstönn og þurfti að taka hana og síðan gefa honum frí frá reið, enda gerir það lítið til, þar sem hann var þægur og virtist vera fljótur að læra. (Hinum var riðið mismikið einnig eftir andlegri getu og skilningi.) Við notum ganginn í hesthúsinu mikið fyrstu skiptin og ríðum þeim þar bæði einum og einnig í fylgd. Þegar að þau eru farin að svara vel beisli þá förum við inn í reiðhöll og ríðum þeim þar í samreið með fullorðnum hesti. Við lónserum hrossin ekki mikið með löngum taum en látum þau frekar læra að ganga í kringum okkur og er mikill munur á hversu liðug hrossin eru. Sum eiga mjög erfitt með að sveigja sig í aðra áttina og þíðir þá lítið að fara á bak og reyna að láta þau hlíða taum í þá áttina fyrr en þau hafa lært að sveigja sig á réttan hátt.

7. nóv 2013

Það er bjart yfir ferðaþjónustunni á landsvísu og mikill uppgangur. Það sem við verðum vel vör við er að ferðamannatímabilið er að lengjast sem er ágætt. En ferðamennirnir þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni og það þarf að passa það að ferðamannastaðir séu aðgengilegir fyrir þá. Norðurljósin hafa mikið aðdráttarafl og verðum við vör við það t.d. voru hér gestir frá Frakklandi i lok október sem fóru á hestbak hjá okkur í nokkur skipti  og svo á kvöldin var einn settur á vakt til að fylgjast með norðurljósunum. Hinir voru svo  vaktir þegar norðurljósin sáust dansa um himininn.

Sænskir gestir.

 

15. okt 2013

Við höfum verið að eiga við 4 vetra tryppin og gengur það mjög vel. Þau voru frumtamin seinasta haust og er greinilegt að þau hafa litlu gleymt. Það eru 4 tryppi undan Forseta, 1 er undan Stæl frá Neðra-Seli og 1 er undan Stála Kjarri. Þau eru þæg og halda vel áfram og ganglagið gott. Það verður gaman að halda áfram með þau eftir áramótin. Skör undan Pílu og Hlekk frá Lækjamóti var einnig frumtamin í fyrra haust og svo tamin meira seinna um veturinn og fram á sumar. Hún er skemmtilegt tryppi. Var frekar klárgeng en kom með tölt og á eftir að vera mjög góð klárhryssa með góðan fótaburð.

Ánægja undan Hviðu og Forseta

Fífill undan Nös og Stála Kjarri

Freyja undan Kolfreyju og Forseta

Sæll undanTign og Stæl Neðra-Seli

Vígar undan Tísku og Forseta

Skör undan Pílu og Hlekk Lækjamóti

Völundur undan Gasalegu -Skutlu og Forseta

3. okt 2013

Við héldum 13 hryssum í sumar og þar af voru 4 nýjar hryssur teknar inn í ræktun. Lipurtá átti að vísu að vera tekin inn í ræktun í fyrra og var þá hjá Þresti frá Efri-Gegnishólum en kom geld frá honum. Núna var hún hjá Hreyfli og einnig Fjöður og Hátíð sem báðar voru sýndar í vor fóru undir frænda sinn hann Hreyfil. Brúnblesu frá Krossi var haldið líka í fyrsta sinn í sumar, einnig undir Hreyfil.

Þá fóru þær Nös, Snerpa, Hrina, Tíska og Píla undir Hreyfil. Kolbrún fór undir Topp frá Auðsholtshjálegu, Evíta fór undir Hrannar frá Skeiðvöllum og Molda fór undir Hrym frá Hofi. Þessar hryssur eru allar staðfestar með fyli, en auk þess héldum við Silfurdísi undir Forseta í haust þegar hún var farin að styrkjast eftir fótbrotið. Hún hélt reyndar ekki, sem var kannski ekki skrítið eftir þær óeðlilegu aðstæður sem hún lenti í að þurfa að vera inni í stíu mest allt sumarið.

Hins vegar fyljuðust allar aðrar hryssur sem komu undir Forseta og svo var aðeins 1 aðkomuhryssa geld eftir Hreyfil. Ekki slæmt fanghlutfall hjá stóðhestunum okkar hér á bænum.

Forseti og Silfurdís

16.sept. 2013.

Hinar árlegu Reykjaréttir fóru fram á laugardaginn. Heimilisfólkið ásamt gestum fór ríðandi í réttirnar. Hjá okkur dvöldu í bústaðnum foreldrar og systir Önju sem er að vinna hér núna og þau fóru með okkur  ríðandi til að upplifa alvöru réttarstemningu. Gonsi og Gunna voru hjá okkur og Birnir Snær ömmu- og afastrákurinn var einnig hér um helgina. Þá komu Ingimar og Emilia í Hólaborg ásamt vinnufólki og fleirum ríðandi kvöldið áður og fylgdu okkur líka í réttirnar fram og til baka.

1.sept 2013

Hjá okkur eru nú að vinna 2 ungar stúlkur frá Svíþjóð. Þær eru verknemar frá Dillegård og munu dvelja  hér í 5 vikur. Þær heita Anja og Matilda. Við erum nú að vinna í fjögra vetra tryppunum sem byrjað var á í fyrrahaust og í gær tókum við  inn 7 þriggja vetra fola sem við ætlum að frumtemja í haust.

Anja og Matilda.

24.ágúst 2013.

Nanna S. Mikkelsen (var að temja hjá okkur fyrir mörgum árum) og faðir hennar Kalle komu í heimsókn í nokkra daga og voru svo að fara í 4 daga hestaferð með Gesti á Kálfhóli. Stefanía ákvað að skella sér með. Ferðin gekk vel og komu allir ánægðir til baka.

Nanna og Kalle

20. ágúst 2013.

Sigurbjörg Bára tók þátt í Suðurlandsmótinu sem haldið var á Hellu um seinustu helgi. Hún keppti í 4-gangi  ungmenna á Blossa og tókst sýningin mjög vel. Þau lentu í 2. sæti með einkunina 6,70 og voru hársbreidd frá 1 sæti.

Sigurbjörg Bára og Blossi í góðum gír.

Stoltur eigandi.

Verðlaunahafar.

1. ágúst.2013

Silfurdís er að jafna sig eftir beinbrot sem hún varð fyrir þann 31. maí, sennilega slegin af öðru hrossi úti í gerði. Við nutum góðrar aðstoðar dýralæknanna í Sandhólaferju sem hafa myndað brotið sem lá þvert í gegnum  olnbogabeinið í vinstra framfæti, rétt fyrir neðan liðinn. Silfurdís var látin halda til í stíu í hesthúsinu í 8 vikur og þá loksins fórum við að teyma hana fram úr stíunni og láta hana labba um. Það er greinilegt að hún á langa sjúkraþjálfun framundan til að styrkja vöðva og sinar áður en hún má fara að hreyfa sig frjáls og leika sér. Silfurdís er afbragðs gott reiðhross og hefur einnig gengið mjög vel í keppni með eiganda sínum Sigurbjörgu Báru. Sigurbjörg  hafði hugsað sér að leiða hana til stóðhests nú í sumar, en nú er bara að sjá hvað verður.

Sigurbjörg Bára gefur Silfurdís nýslegið gras.

25. júlí 2013

Folaldið hennar Tísku sem heitir Sóley hefur verið veik að undanförnu, en er núna loksins orðin frísk.   Sóley fékk hita og þunna skitu þegar hún var 2ja vikna gömul. Eftir fúkkalyfjagjög hvarf hitinn, en skitan hélt áfram í 10 daga þrátt fyrir ýmsar aðferðir sem við reyndum. Við fengum góða aðstoð hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu og einnig fengum við uppskrift af galdrablönudu til að gefa henni hjá Ingimar Sveinssyni. Sóley hefur sýnt mikinn lífsvilja að komast í gegnum veikindin og er hún núna mjög gæf og gaman að sjá hana fríska á ný.

Tísla og Sóley.

21.júlí 2013.

Hið árlega Gæðingamót Smára var haldið í Torfdal á Flúðum í gær. Veðrið var með besta móti og sást sólin meira að segja í smá tíma. Sigurbjörg Bára keppti á Fjöður í ungmennaflokki og uppskar 1. sæti, Fjöður er undan Nös frá Vorsabæ 2 og Forseta. Fjöður fór í góð 1. verðlaun á kynbótasýningu í vor. Við feðgarnir eigum Fjöður saman en Sigurbjörg Bára fær að halda henni í sumar fyrir þjálfunina á henni. Hún hefur ákveðið að halda henni undir Hreyfil og fer hún til hans fljótlega eftir að við höfum sónað frá honum.

Sigurbjörg Bára Björnsdóttir/Fjöður frá Vorsabæ II. Gunnlaugur Bjarnason/ Flögri frá Kjarnholtum I Jón Bjarnason/Kjarkur frá Skipholti III

19.júlí 2013.

Sónað verður frá Hreyfli þriðjudaginn 23. júlí. Við munum hafa samband við eigendur hryssna sem eru í girðingunni. Hægt verður að bæta inn merum hjá Hreyfli eftir 23. júlí.

Hreyfill

13. júlí 2013.

Elín Vidberg kom í heimsókn og dvaldi hjá okkur í nokkra daga. Hún reið út og þjálfaði hrossin hérna á bænum. Elín kom upphaflega til okkar 2010 sem verknemi frá hestaskóla í Svíþjóð sem heitir Wången. Hún kom svo aftur árið 2011 og vann hjá okkur í 3 mánuði við tamningar og þjálfun. Hún og fjölskylda hennar hafa einning keypt af okkur nokkur hross t.d. stóðhestinn Segul sem hún er að nota mikið í  keppni. Nú erum við í samstarfi við Elínu um sölu á hrossum fyrir okkur.Hún er með eigin heimasíða sjá link http://www.evidbergsislandshastar.se/saluhastarog þar eru upplýsingar, myndir og video af söluhrossunum. Elín getur einnig veitt upplýsinga um hvernig útfluttningur og aðrir hlutir ganga fyrir sig frá því að hesturinn fer frá Íslandi og þar til hann er kominn til nýs eiganda.     

 

10. júlí 2013. Vinnukonurnar slappa af  og prjóna eða eru í tölfunni á kvöldin.

Sigurbjörg Bára, Trine Gyldenløve Kjeldsen og Elín Vidberg.

6. júlí 2013. Hrina kastaði í dag jörpu hestfolaldi. Folaldið er standreist og fallegt og fer um á fallegum gangi. Það er undan Hreyfli.

Hrinu sonur

1. júlí 2013. Tíska kastaði í  dag og það kom falleg rauð hryssa. Hún er undan Hreyfli eins og flest folöldin í ár. 30. júní 2013. Í dag settum við Hreyfil hjá merum og var hann harla kátur að komasta á nýgræðinginn og einnig merarhópinn. 28. júní 2013. Gola kastaði í gær og það kom mólálóttstjörnótt hryssa. Hún er undan Hreyfli.

Goludóttir

27.júní 2013. Í dag ksataði Snerpa og það kom jörp hryssa. Folaldið er undan Stæl frá Miðkoti.

Snerpudóttir

16. júní 2013.

Við feðgarnir settum upp fánastöng í dag og blaktir nú fáni Ferðaþjónustu bænda við hún. Í undirstöðu notuðum við stóran stein  úr hrauni. Þetta tekur sig vel út.

15. júní 2013

Fjöður var sýnd á Gaddstaðaflötum núna í vikunni. Það tókst mjög vel og fékk hún 7,70 fyrir byggingu. Fyrir kosti fékk hún 8,36 og í aðaleinkunn fékk hún 8,10. Hún fékk 9,0 fyrir vilja og 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið og fegurð í reið. Hún hefur verið í þjálfun hér heima í vetur og hefur Sigurbjörg Bára séð alfarið um það. Viku fyrir sýningu tók svo Sigurður Óli Kristinsson við henni og sýndi hana. Fjöður er fyrsta afkvæmi Nasar en Jón Emil sonur okkar á Nös. Við feðgarnir eigum svo Fjöður saman. Hér fyrir neðan er video af Fjöður í dómi.

Fjöður í dómi. Knapi Sigurður Óli Kristinsson.

14. júní 2013.

Í nótt kastaði Evíta. Hún kom með brúna hryssu. Faðirinn er hinn mikli garpur Loki frá Selfossi.

11. júní 2013

Og enn bætast við folöld. Píla kastaði og það kom brún hryssa undan Hreyfli.

Hjá Moldu kom einnig brún hryssa, líka undan Hreyfli.

Þá kastaði Kolbrún móðir Hreyfils fyrir 2 dögum og þar kom rauðblesóttur hestur stór og myndarlegur. Hann er undan Glóðafeyki frá Halakoti.

7. júní 2013

Nú er sauðburði lokið og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið vel. Frjósemi var all góð og lambadauði í lágmarki. Margbreytileiki var í litum eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.

Móbotnótt

Svartarnhöfðótt

Hvítt með silfurgráan blett á höfði.

Og áður en ærnar eru settar út á tún með lömbin sín eru klaufir snyrtar og þeim gefið inn ormalyf.

Stefanía og Elín gefa inn ormalyf.

29. maí 2013

Í dag var Hreyfill sýndur í kynbótadómi. Sigurður Óli Kristinnsson sýndi hann og tókst sýningin frábærlega. Fyrir byggingu fékk Hreyfill 8,31 og þar af 8,5 fyrir háls/herðar/bógar, samræmi,fótagerð og hófa. Fyrir hæfileika fékk hann 8,24 þar af 9 tölt og fegurð í reið. Og þá fékk hann 9,5 fyrir vilja og geðslag. Fyrir brokk, stökk og hægt tölt fékk hann 8,5. Í aðaleinkunn fékk hann 8,27 en það er mjög gott þegar að um klárhest er að ræða.  Svo er yfirlitið eftir og það verður spennandi.

15. maí 2013

Nú er allt að gerast í sveitinni. Veðráttan að batna og tún farin að grænka. Sauðburður hófst hjá okkur 8. maí.  Hann fer nú frekar hægt af stað, en allt gengur áfallalaust.  Þá kom fyrsta folaldið í fyrrinótt, en það var hún Nös sem kastaði og átti hún brúnstjörnóttan hest (verður sennilega grár með tímanum) undan Hrym frá Hofi. Þetta er fallegt folald, en við þurftum að hjálpa því í heiminn því að annar framfóturinn kom ekki með og þurftum við að rétta úr honum til að allt gengi vel. Þá komu um 70 krakkar úr þriðja bekk  Salaskóla í Kópavogi í heimsókn í gær. Það var líf og fjör hjá þeim og mikill áhugi á dýrunum. Margt var spurt og mörgu þurfti að svara. Hvað heitir þessi hestur og svo framvegis. Mörg lömbin fengu knús og kiðlingarnir vöktu mikla lukku. Þau voru óspör að gefa folaldsmerinni af nestinu sínu.

Nestið borðað í reiðhöllinni

Folaldsmerin vakti mikla athygli

Og henni var óspart gefið af nestinu

Hvað heitir þessi ?

Anser er bestur.

Upprennandi sveitakonur

Búin að raða sér á garðann

Nös og folaldið

27. april 2013

Hreyfill frá Vorsabæ 2 tók þátt á Stóðhestadögum á Brávöllum í dag. Hann stóð sig vel undir styrkri stjórn Sigurðar Óla Kristinssonar. Hreyfill er 5 vetra, undan Kolbrúnu frá Vorsabæ 2 og Dug frá Þúfu. Hann er klárhestur og stefnt er með hann á kynbótasýningu í vor. Við höfum notað Hreyfil töluvert og eigum 7 tryppi 1 og  2. vetra undan honum og í sumar fáum við 8 folöld undan honum. Hreyfill verður til afnota hér í sumar. Upplýsingar í síma 8619634 eða e-mail bjornjo@vorsabae2.is

23. april 2013.

 Það var mikið um að vera um seinustu helgi hjá Sigurbjörgu Báru á keppnisbrautinni. Seinasta mót Uppsveitadeildar Íshesta var haldið á föstudagskvöldið í reihöllinni á Flúðum. Sigurbjörg keppti þar á Sílfurdísi í tölti og  eftir forkeppni var hún með með 6,23 í einkunn og efst inn í B úrslit. Í B úrslitum voru þær jafnar Sigurbjörg Bára og Líney í Fellskoti með einkunn 6,44 og fóru því báðar upp  í A úrslit. Þar fóru leikar svo að Sigurbjörg og Silfurdís unnu sig upp um sæti og höfnuðu í 4. sæti með einkunn 6,72. Sigurbjörg keppti í 3 greinum af 4 í mótaröðinni. Var hún í 6. sæti í einstaklingsstigakeppninni. Góður árángur hjá henni.

Úrslit Tölt. Sólon Morthens, Líney Kristinsdóttir, Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson, Ólafur Ásgeirsson og í 1 sæti var  Helga Una Björnsdóttir

 Daginn eftir var svo seinasta punktamót vetrarins haldið á Flúðum. Sigurbjörg Bára hafði keppt á Silfurdísi á 2 fyrri mótunum. Hún ákvað að fara með Blossa á seinasta mótið þar sem að hún hafði verið að keppa á Silfurdísi kvöldið áður á Uppsveitadeildarmótinu og reglur leifa að skipta megi um hest. Leikar fóru svo að þau unnu ungmennaflokkinn. Þá var Sigurbjörg  einnig efst í samanlögðum punktafjölda eftir veturinn.

Sigurbjörg Bára og Blossi

 Fyrir hádegi á laugardeginum fengum við heimsókn frá Hestamannafélagsins Sóta. Þar var æskulýðsnefnd félagsins á ferð með 17 hressa krakka í óvissuferð. Við vorum búin að setja upp  þrautabrautir í reiðskemmunni þar sem krakkarnir voru látin leysa ýmis verk af hendi. Þeim var skipt í tvö lið og var oft mikill hamagangur í öskjunni. Nýfæddu kiðlingarnir vöktu líka mikla lukku.  

17 april 2013.

Þegar að þetta er skrifað er slydda úti og kannski ekki hægt að tala um að vorið sé að koma en þó eru ýmis teikn á lofti svo sem fuglasöngur , daginn farið að lengja og vorilmur í lofti. En í gær bættust við sannkallaðir vorboðar hér á bænum þegar það fæddust 2 kiðlingar. Það var geitin Skrína sem bar og  kiðlingarnir eru af sitt hvoru kyni, hraustlegir og sprækir.  Það munu svo bera 3 geitur í viðbót seinna í vor.

 

30. mars 2013. Í gærkvöldi blés Hermann á Efri-Brúnavöllum til stórmóts: Efri-Brúnavellir open 2013. Það var mikil mæting og auðvitað voru löggiltir dómarar, en það voru Jón og Þorgeir á Efri-Brúnavöllum sem tóku það að sér. Það fór að dimma heldur snemma þannig að bílljós voru notuð til að lýsa upp brautina. Kom myrkrið ekki að sök þar sem dómararnir voru  starfi sínu vel vaxnir og öruggir á hvaða hestar væru í brautinni. Keppt var í tölti og fóru leikar þannig að Aðalsteinn Aðalsteinsson á Húsatóftum vann á merinni Heklu frá Ásbrekku. Í öðru sæti var Hermann á Efri-Brúnavöllum á Sörla frá Arabæ og í þriðja sæti var Björn í Vorsabæ 2 á Trygg frá Vorsabæ 2. Einnig átti að keppa í skeiði en vegna tækniörðugleika við lýsingu var það ekki hægt. Hins vegar sýndu Hermann, Ingvar og Sigurbjörg Bára okkur hvað þau höfðu í pokahornin og er full víst að  þar hafa verið slegin íslandsmet í hrönnum. Það var magnað að sjá þegar hestarnir komu á fljúgandi skeiði inn í ljósgeislana frá bílunum sem raðað hafði verið upp með brautinni.

Efri-brúnavellir open 2013

Dómaranir Jón og Þorgeir Vigfússynir

Keppendur

17. mars 2013. Í gær var haldið 2. Vetrarmót Smára á vellinum í Torfdal á Flúðum. Sigurbjörg fór aftur með Silfurdísi í ungmennaflokkinn eins og á 1. mótinu.  Að þessu sinni urðu þær í 1. sæti. Nú standa leikar þannig í stigasöfnuninni að eftir 2 fyrstu vetrarmótin að 3 knapar eru jafnir í stigasöfnuninni í ungmennaflokki. Þannig að það verður spennandi að fylgjast með síðasta mótinu sem verður í apríl

Sigurbjörg og Sildurdís, Karen og Hrafnkatla, Eiríkur og Móhildur, Guðjón og Jólaug.

Sigurbjörg Bára og Silfurdís.

5.mars 2013. Hinar árlegu stóðréttir voru haldnar um seinustu helgi.  Við tókum öll hross sem þurfti að snyrta hófana á og einnig var fax og tagl lagað þar sem þess þurfti með. Við vorum búin fyrr í haust að sprauta hrossin fyrir lús og ormum og örmerkja folöldin. Einnig tókum við á hús nokkur hross í viðbót til að þjálfa og fleiri folöld voru tekin inn, en við erum að tína þau inn smám saman yfir veturinn. Okkur finnst folöldin hafa gott af því að ganga úti ásamt mæðrunum fram eftir vetri ef hægt er. Vinir og nágrannar tóku þátt í deginum með okkur og kvöldið endaði svo með grillveislu þar sem dilkakjöt úr eigin ræktun var grillað að sjálfsögðu.

Björn og Gunnar snyrta hófa.

Gunnar Ágústsson og Guðmundur Ásmundsson.

Stefanía snyrtir fax á Evítu.

Elín vinnukona frá Svíþjóð.

Gugga kann á kústinn.

Magga og Birnir Snær sem frekar vildi vera í trektornum.

Villi hestamaður.

28. feb 2013. Vetrarleikar FSu voru haldnir á félagsvelli Sleipnis í gær. Góð þátttaka var á mótinu. Allir nemendur í Fsu. máttu mæta en það var skylda hjá nemendum á 4. önn á hestabraut  að keppa. Sigurbjörg Bára keppti á 2 hryssum, þein Hátíð og Silfurdísi og fóru leikar þannig að hún gat valið á milli hvora hún mætti með í úrslit. Hún valdi að mæta með Silfurdísi sem er úr hennar eigin ræktun og tamin af henni og uppskar 3. sæti. Einnig fékk hún reiðmennskuverðlaunin annað árið í röð. Krakkarnir voru vel ríðandi og greinilegt að margir efnilegir knapar eru þar á ferð.

Sigurbjörg Bára og Silfurdís

Sigurbjörg Bára og Silfurdís

Sigurbjörg Bára og Hátíð

Eggert á Spóa, Dórethea á Bríet ogSIgurbjörg Bára á Silfurdísi

Sigurbjörg með reiðmennskuverðlaunin sem veitt voru af Rögnu eiganda Baldvins og Þorvaldar.

  26 feb 2013. Nú er Uppsveitadeild Íshesta hafin í reiðhöllinni á Flúðum. Fyrsta keppnisgreinin var 4-gangur og fór fram á föstud. 22.febr.  Það eru 7 lið sem keppa núna, skipuð knöpum úr Smára, Loga og Trausta. Sigurbjörg Bára er í liði sem heitir Stuðmenn. Aðrir í því liði eru Hermann Þór Karlsson, Aðalheiður Einarsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson og Ingvar Hjálmarsson. Ég, Björn Jónsson er svo liðstjóri. Eftir forkeppni vorum við með tvo liðsmenn inni í B úrslitum, þau Sigurbjörgu Báru á Blossa og Aðalstein á Heklu. Sigurbjörg vann sig upp um 1 sæti og sigraði B úrslitin með glæsibrag, eink. 6,63 Í A úrslitunum att hún kappi við góða knapa og hesta en náði ekki að vinna sig upp um fleiri sæti og hafnaði í 5. sæti. Gott mót og góðir hestar. Höllin troðfull og mikil stemming. Næst verður svo keppt í 5-gangi þann 15. Mars. 23.feb 2013. Fengum senda mynd af Ennen en hana seldum við til Þýskalands þegar að hún var 3 vetra. Eigandinn er Julia Cristine Rode. Maðurinn hennar Mario Pardeyke hefur tamið hana og verið að keppa á henni með góðum árangri. Nú er Ennen komin í þjálfun til Hauks Tryggvasonar og er stefnt með hana í kynbótasýningu í april. Vonum við að það gangi vel, en mestu er þó um vert að eigandinn er himinlifandi með hryssuna sína. Ennen er undan Tign og Töfra Selfossi.

20 feb.2013. Nú er allt að komast á fullan snúning í hestamennskunni og mót að byrja á fullu. Fyrsta Punktamót Smára var haldið á Flúðum laugardaginn 16. feb. Góð þáttaka var og veður gott. Sigurbjörg Bára fór með Silfurdísi og keppti í Ungmennaflokki. Þær stóðu sig vel og nældu í 3. sæti.

Sigurbjörg Bára og Sildurdís.

10 feb. 2013. Ekki er hægt að segja að snjórinn hafi verið að hrjá okkur í vetur. En þegar að gerir smá föl er tilvalið að taka fram myndavélina og smella af nokkrum myndum.

Mardöll, Viska og Sæll.

10 jan 2013. Tamningarnar eru hafnar á fullu. Til að hjálpa okkur við tamningar og annað er dönsk stúlka búsett í Hollandi Lotte Aagaard. Hún ætlar að vera fram í miðjan febrúar, dugnaðarforkur, sem datt í hug að koma til Íslands til að gera eitthvað skemmtilegt . Svo er Sigurbjörg Bára dugleg eins og vant er og drífur sig á hestbak eftir skóla.

Sigurbjörg Bára og Lotte Aagaard .

5.jan 2013. Gunni Gunn kom ásamt konu og barnabörnum og sótti unga meri sem hann á hjá okkur og ætlar að halda áfram með að temja. Einnig lánuðum við þeim hjónakornum merina Öldu sem er 18 vetra og er geld núna. Alda er alveg lista reiðhross og eiga þau örugglega eftir að taka sig vel út á henni í Víðidalnum.

Gunni, Aldís, barnabörn.

Geiturnar vekja alltaf athygli.

  24.des. 2012. 17.des. 2012. Nú eru jólin alveg að bresta á og þá er gott að fá nýbakaðar flatkökur. Stefanía og Emelia tóku sig til og bökuðu nokkrar í dag.

Emilia hnoðar deigið

og Stefanía bakar flatkökurnar.

16. des. 2012 Nú er Demantur farinn til Frakkland, en vinur okkar Pierrick keypti hann af okkur núna í nóvember. Hann var orðin aðeins taminn, búið að fara 10 sinnum á bak honum er við seldum hann. Demantur er mjög stór og þroskaður, gullfallegur og efnilegur stóðhestur á 4. vetri. Hann er undan Snerpu frá Vorsabæ 2 Forsetadóttur og faðirinn er Hágangur frá Narfastöðum.

Demantur

12.des. 2012. Við rákum heim stóðið í dag og létum sprauta öll hross með ormalyfi. Þá var fax og tagl einnig snyrt á þeim hrossum sem þess þurftu.   2.des. 2012. Dóttir okkar Margrét stóð fyrir því að láta pabba sinn leika mann á hestbaki í væntanlegu tónlistarmyndbandi með Skálmöld. Hér er taka í gangi í hávaða roki og situr Björn hryssuna Stöllu. Hann er í víkingaklæðum og þau stóðu sig bæði eins og VÍKINGAHETJUR. Einnig var tekið upp í leiðinni atrið þar sem Garðar Þór Eiðsson var látinn leika víking sem labbaði um í fullum herklæðum. Tökur fóru fram uppi í Framnesi við rætur Vörðufells. Sá sem sá um tökurnar er frá Bandaríkjunum, mikill Íslandsvinur og heitir Bowen Staines. Hann tók meðal annars upp myndband fyrir  hljómsveitina Sólstafi, en það myndband var kosið besta íslenska tónlistarmyndbandið árið 2012.

Björn kominn í víkingaklæðin.

Kvikmyndataka í gangi.

25.nóv. 2012. Folaldasýning var haldin hér í Vorsabæ 2 á vegum hins nýstofnaða Hestaáhugafélags Glaums.Góð þátttaka var og sennilega aldrei eins mörg frambærileg foldöld sýnd eins og nú. Við mættum með 2 folöld og lenti annað af þeim í 3. sæti í flokki hestfolalda. Það var Kappi undan Snerpu Forsetadóttur og faðirinn er Kinnskær frá Selfossi. Í fyrsta sæti í þeim flokki var Erpir hans Gunnlaugs á Blesastöðum 2a. Í merarflokki var í fyrsta sæti Nóta frá E-Brúnavöllum, Hermanns Karlssonar. Áhorfendur völdu svo eitt folald og fékk Erpir frá Blesastöðum 2a flest stig. Dómari var Óðinn Örn Jóhannsson og gaf hann umsögn og raðaði svo upp 5 efstu folöldunum. Fórst honum það vel úr hendi þótt vandasamt væri. Yfir 80 manns komu að fylgjast með og sýnilegt að áhugi er fyrir hendi að halda svona sýningar.

Kappi

10.nóv. 2012. Í sumar og haust hafa komið margir hópar til að skoða búið. Við höfum sýnt þeim í hesthúsið og fjárhúsið og útskýrt fyrir þeim út á hvað reksturinn gengur. Þá höfum við sýnt hest í reið og fjölbreytileika hans í gangtegundum. Fjölbreytileiki sauðfjárins vekur mikla eftirtekt, allir mögulegir litir, mismunandi hornalag m.a. ferhyrnt, kollótt og ferukollótt. Svo vekur forystuféð jafnan athygli líka.  Finnar hafa verið duglegir að heimsækja okkur og er það fólk yfirleitt bændur eða tengt landbúnaði. Gaman að hitta kollega sína frá öðrum löndum.

Kíkt í hesthúsið

  15.okt. 2012. Nú er sláturtíð og smalamennsku lokið og höfum við heimt hvert einasta lamb sem fór markað út í vor. Við erum mjög ánægð með meðalvigt og flokkun á lömbunum. Við létum slátra alls 74 lömbum í sláturhúsi eða hér heima og var meðalvigtin á þeim 18,65  kg.  Settar voru á 16 gimbrar til lífs auk 2 forystulamba.  Við fórum einnig og keyptum tvo lambhrúta í Öræfunum til að fá nýtt blóð í fjárstofninn.

Forystan í forgrunni með lömbin sín sem bæði voru sett á.

5.okt. 2012. Stefanía prjónaði sér  stúkur úr geitaullinni sem ein ágæt handverkskona vann fyrir hana og sést afraksturinn hér. Geitaull er talin mjög góð, hlý og sterk og seld á háu verði fullunnin úti í hinum stóra heimi.

Að fara í geitahús að leta sér ullar!

25. sept. 2012   En við komum við á fleiri stöðum á heimleiðinni. Við heimsóttum Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Borgarfirði og fengum hjá henni 3 geitur til þess að fá nýja innblöndun í okkar stofn. Þarna var um að ræða 2 hafurkiðlinga, annan gulgolsuflekkóttan hyrndan, en hinn svarthöttóttan kollóttan og einnig 1 gulgolsuflekkótta kollótta huðnu. Við settum kiðlingana í skottið á Opelnum og undu þær sér vel á leiðinni eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Eru þau ekki sæt.

  25. sept. 2012 Á leiðinni heim af Ströndunum stoppuðum við í Ólafsdal, en þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta Bændaskólann á Íslandi árið 1880. Torfi þessi var  langafi Gunnu, þannig að okkur fannst einmitt tilvalið að líta á staðinn.

Guðrún við gamalt fjós sem langafi hennar byggði.

Skólahúsið í Ólafsdal

25. sept. 2012 Vinafólk okkar þau Guðmundur Hermannsson og Guðrún Bjarþórsdóttir buðu okkur með sér á Strandirnar, en þau eiga sumarbústað’ þar, nánar tiltekið í Asparvík sem er aðeins fyrir norðan Bjarnarfjörð. Dvöldum við þar í góðu yfirlæti í 2 daga. Þau keyrðu okkur um Strandirnar og fóru með okkur alla leiðina að Eyri við Ingólfsfjörð en þar er gömul síldarverksmiðja sem byggð var  fyrst á árunum 1916-18.

Guðmundur og Guðrún í bústaðnum í Asparvík

Við látum fara vel um okkur.

Veiðileysifjörður

Selur í fjöruborðin

Trekillisvík

Eyri við Ingólfsfjörð

Síldarverksmiðjan á Eyri

Allt tilbúið. Bara að setja í gang

Gjögur

Útsýnið út á fjörðinn í Asparvík

Bústaðurinn í Asparvík

18.sept. 2012. Við höfum verið að taka myndir og videó af tryppunum sem við eigum á ýmsum aldri. Þau eru haustleg núna, en samt er auðvitað gaman að fylgjast með hvernig þau þroskast. Baldri 2. vetra undana Hrinu og Hlekk Lækjamóti. http://www.youtube.com/watch?v=LhjcEX0xb_o Birnir 2.vetra undan Nös og Stirni Vorsabæ 2 (undan Glettu og Stála). http://www.youtube.com/watch?v=BDxfgAM9-n4 Gullfoss 1.vetra undan Evítu og Brímni Ketilstöðum. http://www.youtube.com/watch?v=CLCXrbSYH-A 16. sept. 2012. Reykjaréttir voru í gær. Við erum ekki með fé á fjalli, en réttirnar eru samt alltaf stórviðburður sem enginn lætur fram hjá sér fara. Magga kom með fjölskylduna og Gunna og Gonsi komu einnig frá Reykjavík. Þau gistu öll í 2 nætur. Svo komu Emilia og Ingimar frá Hólaborg á treilernum og gistu nóttina áður. Við vorum 7 sem riðum saman í réttirnar. Efti að heim var komið úr réttunum fengu sér allir kjötsúpu sem elduð var daginn áður í 2 stórum pottum og eitthvað var líka drukkið, en allavegana var þetta allt hin mesta skemmtun.

Björn, Stefanía, Guðrún og Guðmundur.

Sigurbjörg, Magga, Birnir, Björn og Kristinn.

Eiríkur, Guðmundur og Ingveldur.

Mæðgurnar.

Nestið borðað í góða veðrinu.

Réttarsúpan.

4.sept. 2012. Jón Emil hefur hafið nám við Tónlistarskóla F.Í.H. Hann flutti því að heiman og leigir nú húsnæði í Reykjavík ásamt 3 frændsystkinum sínum. Við gömlu söknum hans mikið að hafa hann ekki lengur hér á heimilinu en vonum bara að hann kíki til okkar öðru hvoru.

Jón að flytja.

3.sept. 2012. Árvakur var að standa sig vel í Hollandi. Eigandi hans varð Hollenskur meistari í T3. Alltaf gaman að frétta af velgengni hesta sem maður hefur selt frá sér, en Árvakur er sonur Hviðu og Forseta.

Árvakur og Wilma van Duuren.

22. ágúst  2012. Hjá okkur eru búin að dvelja í nokkra daga Nanna og kærastinn hennar Mats, en þau eru frá Danmörku. Hún var að vinna hjá okkur veturinn 2006 – 2007 og hefur komið nokkrum sinnum í heimsókn síðan. Þau kærustuparið hafa farið heilmikið á hestbak og  í gönguferðir. M.a. gengu þau upp á Vörðufell og voru þar í tjaldi eina nótt. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn.

Nanna með uppáhaldshrossinu henni Fjöður.

Nanna með uppáhaldshrossinu henni Fjöður.

Og Mats hélt mest upp á Svaka.

Við fórum svo í teymingarferð með þeim skötuhjúum. Riðum út í Ólafsvallarhverfi og þaðan að Brjánsstöðum( en Nanna var að temja hjá okkur er við áttum Brjánsstaðir og á margar góðar mynningar þaðan) og svo heim.

Björn og Nanna.

Nanna úti í Hrauni.

Sigurbjörg og Mats.

Nanna og Sigurbjörg.

Stefanía og Sigurbjörg.

Nanna á Forsetabraut sem hún reið mögu sinnum á dag í gamla daga.

Stefanía og Sigurbjörg.

Mats og Svaki.

21. ágúst 2012. Sigurbjörg keppti á Suðurlandsmótinu sem haldið var á Hellu seinustu helgi á Blossa í tölti unglinga. Lenti hún í B- úslitum eftir forkeppni og vann þau með einkunina 7.07. Í A-úrslitunum vann hún sig upp í um eitt sæti og endaði þannig í 5 sæti. Hún keppti einnig á Silfurdísi í 4- gangi unglinga. En það gekk ekki alveg sem skildi.

Blossi á hægu tölti

Silfurdís og Sigurbjörg Bára.

Tveir í sama takti. Albína frá Möðrufelli og Blossi.

Gústaf Ásgeir, Dagmar Öder,Hjördís Björg,Oda Ugland,Sigurbjörg Bára og Birta.

14. ágúst 2012. Nú eru hryssurnar sem hafa verið hjá stóðhestum af bæ að tínast heim og t.d. sóttum við Snerpu í gær þar sem hún var hjá Stæl frá Miðkoti. Folaldið hennar sem er undan Kinnskæ frá Selfossi hefur fengið nafnið Kappi, en hann hefur þroskast vel. Hann sýnir tölt og brokk með miklum hreyfingum, lofthár og með langan og vel settan háls. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af Kappa.

6. ágúst  2012. Sigurbjörg tók þátt í unglingaflokki á Stórmóti Geysis um helgina á Hátíð frá Vorsabæ 2. Það gekk vel  og náðu þær 7. sæti í forkeppni, en í úrslitum hækkuðu þær sig upp í 5. sæti. Hátíð er mjög skemmtilegt hross, lofthá með langan og grannan háls, jákvæðan vilja, hreingeng með háar og langar hreyfingar. Hún mun nú fara í frí, en svo er aldrei að vita nema Sigurbjörg muni eitthvað spreyta sig á henni á næsta ári á keppnisbrautinni.Einnig keppti hún í opnu töltmóti á Blossa sem haldið var samhliða Geysismótinu. Lenti hún þar í B úrslitum innan um marga sterka knapa.

Sigurbjörg Bára og Hátíð

3. ágúst 2012. Töluvert er um að gestir í bústaðnum vilji skoða dýrin á bænum eða fara á hestbak. Einnig bjóðum við krökkum upp á að teyma undir þeim í reiðhöllinni eða úti í reiðtúr.

Kínverjar í heimsókn.

Skoskir krakkar leika sér við Flekku.

Svo þarf að fara á hestbak.

Og taka af sér hjálminn á eftir.

28. júlí 2012. Við fórum í þriggja daga hestaferð inn að Kletti. Með okkur voru Hermann og vinnulið á Efri-Brúnavöllum og Ingvar og Svala í Fjalli ásamt vinnukonu.Við vorum með 74 hross alls og fórum fyrsta daginn upp að Ásum en þar fengum við að geyma hestana hjá heiðurshjónunum Höllu og Viðari. Daginn eftir riðum við svo inn að Kletti og grilluðum þar um kvöldið og gistum að sjálfsögðu. Þriðja daginn riðum við heim á einum degi.Við vorum heppin með veður og allt gekk vel. Hrossin voru mjög framsækin og tóku að vísu nokkra útúrkróka sem þau áttu ekki að fara, en þau sönsuðust smám saman eftir því sem leið á ferðina.

Við Fossnes.

Við Ásólfsstaði.

Lagt af stað frá Kletti.

Á heimleið.

27. júlí 2012. Gæðingamót Smára var haldið á laugardaginn þann 21. Júlí. Sigurbjörg Bára tók þátt í tveimur greinum á sitt hvoru hrossinu og stóð sig mjög vel. Í unglingaflokki kom hún með nýtt keppnishross, Hátíð frá Vorsabæ 2 sem er 6 vetra gömul  og lentu þær í 1. sæti með einkunn 8,57. Einnig fékk hún verðlaunagrip fyrir ásetu og stjórnun í þeim flokki.  Frábær árangur hjá þeim á fyrsta móti saman. Boðið var upp á opið tölt á mótinu og tóku 18 keppendur þátt í því. Sigurbjörg Bára keppti  á Blossa og eftir forkeppni voru þau í 2 sæti. Úrslitin voru mjög spennandi og skemmtileg. Fóru leikar svo að Ólafur Ásgeisson á stóðhestinum Stíganda frá Stóra-Hofi sigraði en Sigurbjörg á Blossa hélt sínu sæti með einkunnina 7,22. Þess má geta að við eigum 2 veturgömul tryppi undan Stíganda sem bæði eru mjög geðprúð og efnileg.

Hátíð og Sigurbjörg Bára

Verðlaunaafhending í unglingaflokki. Sigurbjörg Bára, Björgvin Ólafsson, Guðjón Örn Sigurðsson, Gunnlaugur Bjarnason og Kjartan Helgason.

Verðlaunaafhending í Tölti. Ólafur, Sigurbjörg Bára, Matthías Leó, Ingólfur, Hólmfríður og Viggó.

6.júlí 2012 Við fórum með 2 hryssur í dóm í vor. Hátíð sem er 6 vetra undan Litlu-Jörp Vorsabæ 2 og Hróa Skeiðháholti. Hún fékk 8,01 í byggingu 7,73 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 7,84. Hún fékk m. a. 9 fyrir háls, 8,5 fyrir hófa, tölt, brokk, fegurð í reið og hægt stökk. Hún sýndi aðeins skeið en fékk ekki einkunn fyrir það. Jóhann K. Ragnarsson sýndi Hátíð. Hátíð er búin að lenda í ýmsum áföllum og var m. a. mjög veik af pestinni í fyrra. Þá lenti hún í því að skera sig á afturfæti þegar að við vorum nýbúin að taka hana inn í fyrra haust. En við erum ánægð með dóminnn og vitum að hún á inni hækkanir á ýmsum stöðum. Hin hryssan sem fór í dóm heitir Lipurtá 5 vetra undan Tign frá Vorsabæ 2 og Hágangi Narfastöðum. Hún fékk 7,84 fyrir byggingu, 7,99 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 7,93. Lipurtá fékk 8,5 fyrir háls herðar og bóga, tölt, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Þá hreyfði hún aðeins skeiðeinkunn og fékk þar 6. Sýnandi var Sigurður Óli Kristinsson. Lipurtá er komin í girðingu hjá Þresti Efri-Gegnishólum. 26.júní 2012 Snerpa kastaði í dag jarpstjörnóttu hestfolaldi. Folaldið er mjög háfætt og með grannan og reistan háls. Það hreyfir sig vel og fer aðallega um á tölti en hefur einnig sýnt brokk. Faðir þess er Kinnskær frá Selfossi. 13.júní 2012 Evíta kom með brúna hryssu. Hún er undan Arion frá Eystra – Fróðholti. Ég hreyfst af Arion á Landsmótinu í fyrra og bætti hann nú um betur á Landsmótinu í Reykjavík og stóð efstur í 5. vetra flokki stóðhesta.  Hryssan er ágætlega stór og falleg. Góður háls og samræmi. Sýnir tölt. Folaldið hefur fengið nafnið Aría. 9.júní 2012 Kolbrún kastaði jörpu hestfolaldi í dag. Það er undan Spuna Vesturkoti. Folaldið er fallegt, vöðvastælt og með vel settan háls, gott samræmi og frekar lappa langt. Fer um á fallegu tölti og sýnir einnig brokk. Það er búið að fá nafnið Draumur. Og í dag kastaði einnig Gola frá Bár. Hún kom með brúna hryssu með stóra stjörnu. Það er undan Hreyfli.  Ágætlega stóra hryssu og fallega. Fer mest um á tölti. 1.júní 2012 Þá er Tíska köstuð og eins og vant er kemur hún með fallegt folald. Í þetta sinn kom hún með glómóvindóttan hest. Hann er með vel settan háls og lappalangur. Samræmi gott og fallegar hreyfingar. Faðirinn er Hreyfill. 27. maí 2012 Í dag köstuðu 2 hryssur. Nös kom með brúnstjörnóttan hest.  Fer um á tölti og brokki. Það er undan Hreyfli. Folaldið hefur fengið nafnið Klettur. Og Molda kastaði einnig í dag. Hún kom með brúna hryssu með örlitla stjörnu. Folaldið er snoturt, ekki stórt en samsvarar sér vel. Faðir þess er einnig Hreyfill. 26. maí 2012 Þá er Hrina köstuð. Hún kom með bleikálóttan hest. Folaldið er frekar stórt og myndarlegt. Fallegur og velsettur háls, léttbyggt og lappalangt. Faðirinn er Hreyfill. 23. maí 2012 Lilja kastaði í dag brúnstjörnóttri hryssu. Hún er undan Hreyfli. 10.maí 2012. Set hér mynd af einni vel hyrndri á. 10.maí 2012. Sauðburður er hafinn og allt gengur vel. Við sæddum 8 ær og þær festu allar fang. Við vorum svo heppin að forustuærin var að ganga þegar að sæðingar stóðu yfir og var hún sædd með forustuhrút. Hún kom svo með 2 lömb, hrút og gimbur sem bæði eru svartflekkótt.                         maí 2012. Nú eru gestir farnir að steryma að til að gista í sumarhúsinu, skoða dýrin á bænum, taka þátt í störfunum og fara á hestbak. Mæðgur frá Frakklandi dvöldu hjá okkur um daginn og fóru á hestbak. Dóttirin hafði mikið gaman af því að fá að gefa skepnunum og móðirni fræddist á meðan um búskapinn. Einnig er fjölskyldufólk að koma og og við röltum um með þau og sýnum þeim dýrin.

8.maí 2012. Við fórum að Neðra-Seli að skoða tvö hross sem eru þar í tamningu frá okkur. Það eru Hátíð 6 vetra undan Litlu Jörp frá Vorsabæ 2 og Hróa frá Skeiðháholti. Og hitt er graðhesturinn okkar hann Hreyfill 4 vetra undan Kolbrúnu frá Vorsabæ 2 og Dug frá Þúfu. Það gengur vel með þau og fá þau bestu meðmæli frá tamningarmönnunum. Stefnt er með Hátíð í sýningu í vor en Hreyfill er ekki nógu mikið taminn ennþá til að sýna hann.

Hátíð á tölti

Hátíð á brokki

Hreyfill á tölti

Hreyfill á brokki

7. maí 2012   Nú er fyrsta folaldið fætt. Hviða kastaði í gær. Hún er búin að vera geld seinustu 2 ár svo það er gaman að hún er komin af stað aftur. Hún átti brút hestfolald og faðirinn er Hreyfill. Annars verða ekki fleiri hryssur sem kasta snemma hjá okkur þetta árið, en hinar fara að kasta í lok mánaðarins.

Hviða og Muni.

22. April 2012.   Við höfðum stóðréttir seinustu helgi og komu vinir og kunningjar og hjálpuðu okkur að klippa hófa og sortera hrossin. Því miður gleymdist að taka myndir af atburðinum. Meranar sem eiga að kasta í sumar settum við á tún hér nær bænum til að geta fylgst betur með þeim. Það eru að vísu ekki margar sem eiga að kasta snemma en það er skemmtilegra að geta séð til þeirra daglega.

Björn og Stefanía að huga að merunum.

16. April 2012. Margrét dóttir okkar er að læra að vera stílisti. Í lokaverkefninu við skólann þarf hún að stjórna myndatöku á módelum. Velja svo bakgrunn og kjóla og annað sem tilheyrir. Hún kom með lið með sér seinasta laugardag og það voru teknar myndir upp í Framnesi, við fjárhústóftirnar uppi í Hjálegu og einnig voru teknar myndir niðri í skógi. Veðrið var ekki ákjósanlegt um morguninn en rættist úr er á daginn leið. Módelið stóð sig eins og hetja. Læt fylgja með nokkrar myndir.

  6. April 2012. Sigurbjörg Bára var beðin um að keppa á Uppsveitardeildarmótinu í 4- gangi fyrir liðið Land&hestar/Nesey sem varamaður. Það gekk vel hjá henni og náði hún að verða í fjórða sæti á Blossa með einkunnina 6,43.

Uppsveitadeildin úrslit 4-gangur

26.mars 2012. Í gær átti drottningin á bænum hún Kleopatra afmæli, en hún varð 16 ára. Það samsvarar 80 mannsárum. Það var dekstrað við hana í tilefni dagsins og fékk hún bæði harðfisk og rjóma. Hinir kettirnir á bænum sem bera mikla virðingu fyrir drottningunni biðu á meðan að hún át nægju sína af veisluföngunum, en laumuðu sér svo að og fengu einnig að smakka á góðgætunum.

Kleopatra ásamt veislugestum.

Gestirnir fá að smakka líka.

  15. mars 2012 Í vetur er veðráttan búin að vera heldur leiðinleg og vinna við tamningar verið erfið utandyra.  Snjór slydda og rigning svo til upp á hvern dag og þó að við séum það heppin að hafa inniaðstöðu þá verða hrossin leiðigjörn á því að vera riðið alltaf inni. Friða lét snjókomuna ekki á sig fá og dreif sig út á ungum graðhesti sem við erum að byrja á. Hann heitir Hreyfill og er undan Kolbrúnu og Dug frá Þúfu. Efnis hestur sem við bindum miklar vonir við og eigum við von á 8 folöldum undan honum næsta sumar.

Fríða og Hreyfill.

13. mars 2012 Seinusta laugardag  fengum við tvo hópa í heimsókn.  Fyrir hádegi komu nágrannar okkar úr Hrossaræktarfélagi Hraungerðishrepps og fengu að skoða í hesthúið hjá okkur. Við sögðum þeim frá starfseminni og rákum til nokkur hross í reiðhöllinni. Einnig fræddu þau okkur um  hvað væri um að vera hjá þeim og var mest talað um hross að sjálfsögðu.

Hrossaræktarfélagar Hraungerðishrepps.

  Seinna um daginn kom hópur ungir bændur frá Finnlandi í heimsókn.  Þar var kona í hópnum sem talaði góða íslensku og létum við því hana túlka fyrir okkur.  Við sýndum þeim í hesthúsið útskýrðum fyrir þeim út á hvað starfsemin gengi  og Sigurbjörg Bára fór svo á bak Blossa og sýndi þeim gangtegundir íslenska hestsins. Svo fórum við með þeim í fjárhúsið og fannst þeim gaman að sjá hina ýmsu liti fjárins og einnig vakti ferhyrnda féð mikla athygli.

4. mars. 2012. Í gær komu félagar úr Hrossaræktarfélagi Biskuptungna í heimsókn til okkar. Við sýndum þeim í hesthúsið og sögðum þeim frá starfseminni. Einnig rákum við til í reiðhöllinni 2 ungfola þá Demant og Hreyfil og einnig nokkur folaöld. Það er gaman að fá tækifæri til að kynna starfsemina og fá heimsókn frá áhugasömu fólki úr nágrenninu.

3. mars. 2012 Á fimmtudaginn var þann 29 feb.  hélt Fjölbrautaskóli Suðurlands vetrarleika í hestaíþróttum.  Keppendur riðu hægt tölt og síðan fegurðartölt á frjálsum hraða, en alls voru 32 sem kepptu.  Þetta var áhorfendavænt mót, sem gekk hratt fyrir sig og ekki tafið með löngum talnaupplestri um hvern keppanda.  Margir góðir hestar sáust á brautinni og 8 komust í úrslit.  Dómarar gáfu keppendum einkunn sem lesin var upp þegar úrslit voru tilkynnt. Sigurbjörg Bára fór með Blossa og þau voru í 1.-4. sæti eftir forkeppni með 6,5 og í úrslitunum lentu þau í 2.-3. sæti með einkunnina  6,8. Sigurbjörg hlaut einnig reiðmennskuverðlaunin sem  Baldvin og Þorvaldur gáfu.

Sigurbjörg Bára og Blossi.

Hildur Kristín Hallgrímsdóttir / Kraftur frá Varmadal. Edda Hrund Hinriksdóttir / Hængur frá Hæl. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir / Blossi frá Vorsabæ 2. Kristín Erla Benediktsdóttir / Stirnir frá Halldórsstöðum. Íris Björk Garðarsdóttir / Sturla frá Vatnsleysu. Sólrún Einarsdóttir / Élhríma frá Hábæ. Anna Lind Gunnarsdóttir / Flinkur frá Vogsósum

17.jan.2012. Þá er allt að komast á fullt í tamningunum. Það eru komnar tvær stúlkur frá Svíþjóð til að vinna hjá okkur. Þær heita Erika Sved og Frida Lövgren Suvanto. Við erum smátt og smátt að taka inn hrossin. Hér á myndinni fyrir neðan eru tamningkonurnar ásamt Sigurbjörgu Báru að leggja af stað í útreiðartúr en þær eru á þremur hálfsystkinum öllum undan Litlu-Jörp. En það eru Hreyfing undan Dyn frá Hvammi, Forseti undan Hrafni Holtsmúla og Hátíð undan Hróa Skeiðháholti.

Erika og Hreyfing, Sigurbjörg Bára og Forseti og Frida og Hátíð

17.jan.2012. Höfum gleymt að mynnast á það að á seinasta ári fengum við kettling af skógarkattakyni hjá Emiliu og Ingimar í Hólaborg. Hún fékk nafnið Puffy. Fylgja hér nokkrar myndir af henni.

Puffy

Puffy með uppáhalds leikfangið

Komin í jóladressið

7.jan.2012. Í gær varð Byrnir Snær 3 ára og í dag bauð hann til veislu í tilefni dagsins. Við hlýddum kallinu og færðum honum forláta vörubíl sem Jóhanna frá Haga í Gnúpverjahrepp smíðaði. Hann var  ánægður með gjöfina og var strax farinn að keyra um íbúðina á fullu.

Birnir Snær með nýja vörubílinn

Og hér er kappinn við veisluborðið

  24.des 2011.

Gleðileg jól og gott nýtt ár.

Marry Christmas and Happy New Year.

 

Kveðja frá Vorsabæ 2

17.des 2011. Nú fara jólin að nálgast og undirbúningur fyrir þau er í fullum gangi. Jólagjafir keyptar og allt gert fínt. Laufabrauð skorin út og bökuð. Flatkökur bakaðar og jólahangikjötið reykt.

Emelía og Stefanía baka laufabrauð.

16.des 2011. Eftir óvenju miklar rigningar í haust gerði snjókomu og svo fór að frysta all verulega. Einn daginn fór frostið niður í 19 °C . Það er þó bót í máli að þessu fylgir ekki rok og er flesta dagana  fallegt vetrarveður.Öll hross eru komin á gjöf og er það upp undir 3 vikum fyrr en í meðal ári. 22.nóv 2011. Við létum rýja ærnar nú í haust um leið og við tókum þær inn. Hér eru nokkrar myndir frá því.

Emil Haraldsson að rýja forustusauðinn.

Fallegur mórauður hópur.

Þessi ær er ferukollótt. Það sést á efri augnlokunum ( klofin upp) að hún ber ferhyrnda erfðagenið.

Ýmsir litir.

16.nóv 2011. Hin árlega folaldasýning Skeiðamanna var haldin hér í Vorsabæ 2 um seinustu helgi. Við ásamt Hermanni á Efri-Brúnavöllum höldum sýninguna en okkur telst til að þetta sé 7. sýningin. Góð skráning var og mættu 22 folöld. Við ákváðum að breyta fyrirkomulaginu aðeins og hafa ekki dómara heldur leyfa áhorfendum (brekkudómurum) að dæma. Þeir skrifuðu niður 5 áhugaverðustu folöldin og réði svo fjöldi atkvæða endanlegri niðurröðun. Hermann kynnti folöldin og einnig máttu eigendur gefa komment og segja frá foreldrum folaldanna. Mörg velframbærileg folöld mættu til leiks  og  þurfti t.d. að kasta upp á milli folalda sem lentu í 2.-3. sæti og einnig þeirra sem lentu í 5.- 6. sæti. Úrslitin voru eftirfarandi: 1.sæti. Flugeldur frá Ósabakka                                      2.sæti.  Jómfrú frá Húsatóftum 2a rauðstjörnóttur                                                                           móálótt F: Hringur frá Fellskoti                                                            F:Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 M: Stássa frá Hvítárholti.                                                         M: Prestfrú fráHúsatóftum 2a Eig. Hildur Sigurðardóttir                                                        Eig:  Ástrún S.Davíðsson 3.sæti.  Aska fráBlesastöðum 2a.                                 4.sæti. Ída frá Hlemmiskeiði 3 brún                                                                                               jörp F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3.                                                F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3. M: Aría frá Selfossi                                                                    M: Kjarnorka frá Hlemmiskeiði 3 Eig: Lára og Bjarni.                                                                    Eig. Inga Birna og Árni   5.sæti.  Sumarliði frá Húsatóftum 2a                         6.sæti.   Glaumur frá Efri-Brúnavöllum 1 brúnskjóttur                                                                                rauðblesóttur F: Krákur frá Blesastöðum 1a                                                  F: Fróði frá Staðartungu M: Hallgerður frá Húsatóftum 2a                                           M: Fríða frá Ytri-Bægisá 2 Eig: Aðalsteinn Aðalsteinsson                                                 Eig. Hermann Þ. Karlsson

Hildur,Stássa og Flugeldur

Frá hægri: Hildur, Aðalsteinn,Bjarni og Lára,Árni,Aðalsteinn og Hermann

8.nóv 2011. Þá er Elin farin heim en hún ætlaði ekki að vera lengur hjá okkur í þetta skiptið. Hún er búin að vera að halda áfram með 4 vetra tryppin og gera þau reiðfær og þjálfa önnur hross. Einnig hefur hún hjálpað okkur við sölu á hrossum og höfum við getað selt töluvert nú í haust. Elin varð svo hrifin af 4 vetra fola sem við áttum og ákvað að kaupa hann sjálf. Hann heitir Freyr og er undan Kolfreyju og Forseta. Freyr er mjög stór og standreistur og myndi ábyggilega stigast vel í byggingu.  Hann fer aðallega tölt en býr yfir miklu skeiði en brokkið er frekar jafnvægislaust og lint eins og er. Elin ætlar að þjálfa hann áfram í vetur og keppa á honum í framtíðinni.

Elin og Freyr

20.okt 2011. Jæja þá eru hauslægðirnar komnar og er ekki annað en gott um það að segja. Vatnsbúskapurinn hefur verið heldur hrörlegur í sumar Skurðir þurrir og erfit fyrir gripi að nálgast vatn. Haustverkin eru í algleymingi. Við Stefanía tókum þátt í 2 seinustu dögunum í eftirsafni en erfitt var að manna leitir. Veðrið var ekki það albesta rok ogrigning, en alt gekk vel og komum við með um 220 kindur í Austurleitinni. Við sendum í sláturhús 28 lömb 13.sept og síðan 20 lömb 24. okt og var meðalvigtin 18,2 kg.  Við völdum 10 gimbrar til lífs. Í fyrra fengum við lambhrút úr Öræfunum og er hann greinilega að skila fallegurm lömbum. 12.sept 2011. Við höfum verið að taka myndir og video af folöldunum okkar og er það gaman að sjá hvernig þau þroskast. Hér koma myndir/video af nokkrum þeirra og einnig erum við að setja smátt og smátt upplýsingar um þau sem eru til sölu á sölusíðuna.

Hér er video af Maístjörnu rauðtvístjörnótt undan Gasalegur-Skutlu og Forseta.

Smyrill brúnstjörnóttur undan Nös og Hreyfli.

Vísir jarpvindóttur undan Tísku og Forseta.

Blíða jörp undan Golu og Forseta.

Rebekka móvindótt undan Lilju og Forseta. Rebekka er seld.

Rás rauð undan Moldu og Mjölni Hlemmiskeiði.

Geysir rauður undan Pílu og Stíganda Stóra-Hofi.

Vitnir rauðtvístjörnóttur undan Kolbrúnu og Kjarna Þjóðólfshaga.

  10. sept. 2011. Nú eru allar hryssur komnar heim sem voru af bæ hjá graðhestum. Þær eru allar búnar að festa fang. Kolbrún var hjá Spuna frá Vesturkoti, Snerpa var hjá Kinnskæ frá Selfossi og Evíta var hjá Arion frá Eystra-Fróðholti. Aðrar hryssur á bænum voru hér heima hjá 3 vetra fola sem við eigum. Hann heitir Hreyfill og er undan Kolbrúnu og Dug frá þúfu. Hreyfill er mjög skemmtilegur foli fallegur og hreyfir sig vel.  Velur aðallega brokk en grípur í tölt.

Hreyfill.

7. sept.2011. Mario í Þýskalandi sendi okkur þessa flottu mynd af sér og Ennen. Þau eru að gera það gott í keppni í 5.gangi.  Stefnan er tekin á þýska meistaramótið á næsta ári. Ennen er undan Tign og Töfra frá Selfossi en Mario keypti hana af okkur þegar hún var tveggja vetra. 6.sept 2011. Jón Emil vinnur nú við smíðar í sumar en svo er hann líka allur í músikinni og spilar bæði á trommur og gítar. Hann er í hljómsveit sem heitir Dynfari ásamt Jóhanni Erni Sigurjónssyni, sem er ættaður frá Skollagróf.  Þeir hafa gefið út einn geisladisk sem er þegar uppseldur.

Jón að æfa sig á trommurnar.

4.sept.2011. Fengum þessa mynd senda frá Danmörku en hér er Peter Röge að keppa í fyrsta sinn á hesti sem er frá okkur. Hesturinn heitir Þytur og er undan Glettu og Snjall frá Vorsabæ 2. Peter og kona hans Elisabeth eiga einnig 2 vetra fola undan Glettu og Forseta. Hann heitir Álfgrímur og er albróðir Kosts sem er 1.verðlauna stóðhestur í Svíþjóð.

Peter og Þytur.

3. sept. 2011. Nú er Fía búin að ljúka verknáminu og farin heim. Það er búið að vera gott að hafa hana og þökkum við henni fyrir aðstoðina. Til okkar er komin í vinnu Elin Vidberg en hún var í verknámi hér fyrir 2 árum.

Elin á Aþenu og Fia á Tón.

28. ágúst 2011. Hjá okkur hafa nú dvalið þrjár konur frá Hollandi, en þær eru að fara á hestbak og fylgjast með störfunum á bænum. Ein af þeim, hún Wendy keypti af okkur tvö folöld á seinasta ári. Hana dreymdi um að koma til Íslands og upplifa lífið í kringum hestana hér á bænum. Þær tóku þátt í hluta af Ólafs tvennumbrúnaferðinni. Einnig voru þær að hjálpa okkur við að taka myndir af folöldum og hitt og þetta sem til féll þessa daga sem þær dvöldu hér.

Sistske, Wendy og Annika.

27.ágúst 2011. Ástrún Davíðsson og Georg Kjartansson störtuðu útreiðartúr þar sem riðið skildi um jarðarmörk Ólafs tvennumbrúna en hann kom frá Noregi og nam land milli Þjórsár og Hvítár. Landið náði svo frá Merkurhrauni  og upp að Sandlækjarós. Þau boðuðu jarðareigendur sem lönd áttu að þessum mörkum með í ferðina. Fyrri daginn var riðið frá Húsatóftum niður með Þjórsá, að Skeiðháholti og þaðan í áttina að Árhrauni. Þar var farið heim að Ólafsvöllum en Ólafur tvennumbrúni bjó þar. Eftir stutt stopp var haldið að Vorsabæ 2 og hestarnir geymdir þar um nóttina. Daginn eftir var haldið af stað að Fjalli og riðið með Hvítárbökkum fyrir vestan Vörðufell upp að Iðu.

Ási, Jóa,Hildur og Jökull

Áð vestan við Vörðufell.

Hermann og Ingvar.

Lína og Birna.

Þar var riðið upp með Laxá og að Gunnbjarnrholti og áfram niður að Þjórsá. Ferðin endaði svo á Húsatóftum hjá Ástrúnu og Aðalsteini. Þar var boðið upp á grillað lambakjöt.  Ætlunin er að hafa þetta árlegan viðburð.

  21. ágúst 2011 Í gær var haldið félagsmót Smára í Torfdal á Flúðum.Veðrið var gott svo til alla tímann, gerði smá rigningu sem stóð ekki lengi. Léleg skráning var í yngri flokkum og var Sigurbjörg Bára á Blossa ein skráð í unglingaflokk. Þannig að hún færði sig yfir í B- flokk. Þau áttu frábæra sýningu og gáfu þeim eldri og reyndari ekkert eftir,  höfnuðu í 3. sæti með einkunn 8,33 og hélt hún því sæti í úrslitunum með einkunnina 8,40.

Flottur á tölti

og brokki.

Úrslit B- flokkur. Guðmann og Breyting Haga í 1 sæti.

Hún fór einnig með Blossa í töltið. Var einnig með frábæra sýningu þar, fékk 6,73 og þar með 3 sæti en í úrslitunum féll hún niður um tvö sæti.  Blossi var orðinn þreittur enda var þetta í fjórða skiptið sem hann mætti á völlinn sama daginn.

Úrslit Tölt. Jakob og Kosning frá Hlemmiskeiði 3 í 1 sæti.

Í A- flokk mætti Sigurbjörg Bára með Hrefnu og gekk sýningin vel þar til að hún sýndi stökkið. Þá skipti merin yfir á krossstökk og það gerði út um árangurinn.

Sigurbjörg Bára og Hrefna. Flottar saman

Hrefna á skeiði

Sigurvegari í A- flokk. Magnús og Sólmundur frá Hlemmiskeiði 3

Vakrasti hestur mótssins. Hermann og Gítar Húsatóftum

Árni og Sýn frá Hlemmiskeiði 3.    4 sæti í A- flokki

  12. ágúst 2011 Í dag kom Lena frá Dille Gård og vinkona hennar í heimsókn en Lena sér um verknemana sem  eru hjá okkur  í sumar. Fyrr í sumar voru Rebecca og Emma en nú eru hjá okkur þær Fía og Elise. Það var notað tækifærið og farið á bak í góða veðrinu.

Lena, Stefanía, Ann-Sofie, Sigurbjörg og verknemarnir Fía og Eise.

10. ágúst 2011 Veðrið er búið að vera einstakt undanfarna daga og tilvalið til heyskapar. Sló 10 hektara og fékk Guðjón á Húsatóftum til að rúlla og Jón á E-Brúnavöllum að pakka. Góður heyfengur. Við vorum búin að taka um 12 ha í júlí og létum setja það í stórbagga.  Þá er bara eftir að slá 5 ha.

Múgar tilbúnir til rúllunar.

Guðjón að rúlla

Og Jón að pakka

  24. júlí 2011 Við tókum okkur til og fórum í rekstrarferð ásamt Hermanni á E-Brúnavöllum og hans fólki.Vorum með 53 hross á ýmsum stigum tamningar. Fyrri daginn var stefnan tekin á Sólheima í Hrunamannahreppi en farið upp Gnúpverjahrepp og yfir Laxá hjá Hlíð. Eins og alltaf þá eru hrossin mjög framsækin fyrsta daginn og var erfitt að hafa hemil á þeim. Höfðum tvo á bílum með til að setja upp streng til að stoppa þau og notuðum tækifærið til að skipta um hesta um leið. Allt gekk þetta vel að lokum og vorum við komin að Sólheimum um klukkan hálf sjö,  en við lögðum af stað um tvö leitið. Seinni daginn fórum við niður með Laxá að Hrepphólum og þaðan yfir Laxá neðan við Laxárbrú. Vorum við þá komin í land Gunnbjarnarholts. Þar lentum við í smá villu. Fórum vitlausu megin við girðingu og urðum að fara til baka til að komast upp á Skálholtsveg. Fórum svo með aðalveginum heim. Það var greinilegt að nóg páver var í hrossunum að minnsta kosti vildu þau áfram og vorum við í mesta basli alla ferðina að hafa hemil á þeim.

Matthildur, Sigurbjörg Bára, Aðalheiður, Emma, Hermann ,Stefanía, Rebecca og Birgitta.

Við Þrándarholt.

Við Kálfá. Hrossin farin að lesta sig.

Lagt af stað frá Sólheimum.

Á heimleið. Við Reykji

Á heimleið. Við Reyki

  23. júlí 2011 Síðasta folaldið þetta árið fæddist þann 15. júlí. Það var hún Gletta sem eignaðist  rauðtvístjörnótta hryssu undan Forseta. Folaldið hefur hlotið nafnið Vonarstjarna, vegna þess að við voruð búin að vonast svo lengi eftir merfolaldi undan Glettu. Þetta er 15. folaldið hennar Glettu, en hún er orðin 26 vetra gömul. Það komu 3 merfolöld undan henni þegar hún var ung, en þau eru fyrir löngu seld. Gletta hefur átt 11 sinnum hestfolöld og þar af 9 sinnum í röð síðustu árin. Yfirleitt hafa folöldin hennar verið stór við fæðingu, en Vonarstjarna er ekki stór, enda er hún  fædd örlítið fyrir tímann. Hún fer á öllum gangi, braggast vel, hleypur og skvettir sér mikið á kvöldin.

  20. júlí 2011 Það hefur dregist að setja inn fréttir að undanförnu, en hér kemur síðbúin frétt. Við bjuggumst við að Evíta myndi kasta áður en við færum á Landsmótið en svo varð ekki. Hún kastaði snemma á sunnudagsmorguninn þann 26. júní.  Emma og Rebecca vöktuðu hana vel og vöknuðu á nóttunni til þess að gá að henni. Evíta átti fífilbleikan tvístjörnóttan hest. Hann er undan Brimni frá Ketilstöðum. Þetta er fallegt folald, standreist og hlutfallagott. Fer um á fallegur tölti og brokki.

  5. júlí 2011

Emma og Rebecca

  Jæja nú er landsmótið liðið og allir komnir heim. Allt var í góðu lagi hér heima er við komum til baka. Emma og Rebecca voru heima og sáu um þjálfun á hrossunum og alla umönnum á skepnunum. Þær stóðu sig eins og hetjur, ábyrgðarfullar stúlkur. Gugga systir Stebbu sá um að taka á móti ferðamönnum sem pantað höfðu gistingu. Gott að hafa traust og duglegt fólk á meðan að maður er í burtu.       Þetta var gott landsmót. Hestarnir góðir. Veðrið hefði að vísu mátt vera betra kalt, en  það gleymist þegar frá líður. Sigurbjörg keppti í unglingaflokki á Blossa. Það gekk ágætlega en hún komst reyndar ekki áfram í milliriðil. Aðstæður fyrir fólk og hesta var mjög gott. Hestamannafélögin fengu beitarhólf þar sem hægt var að tjalda við hliðina. Sigurbjörg notaði tækifærið og reið út í nokkur skipti.

Hómfríður,Matthildur, Sigurbjörg og Gunnlaugur.

Hópreið Smára.

Fyrstur á Smárasvæðið.

Smáratjaldbúðirnar.

Smárafélagar. Hjálmar,Lilja og Eyrún.

22.júní 2011 Tíska köstuð. Hún kom með jarpvindóttann hest. Hann er flottur. Vel skásettir bógar og góð yfirlína.

20.júní 2011. Vorum að taka myndir af veturgömlu hryssunum. Gaman að sjá hversu vel þær hafa þroskast í vetur.

Ör undan Pílu og Hlekk. Fer um á brokki og tölti.

Viska undan Tísku og Forseta. Dökkmoldótt falleg hryssa. Langur háls og lofthá. Tölt og brokk.

Eva undan Evítu og Hlekk. Flott hryssa með miklum fótaburði.

Mardöll undan Kolbrúnu og Mjölni Hlemmiskeiði. Stór og falleg. Brokk og tölt með góðum fótaburði.

18.júní 2011 Nú erum við búin að smala kindunum af túnunum, klippa klaufir, merkja og marka  og annað sem þarf að gera á vorin. Við fórum með þær út í úthagann  en þar eru þær á sumrin.

Smölun

17.júní 2011 Hjá okkur starfa nú tvær sænskar stúlkur Emma og Rebecca. Þær eru verknemar og eru með hestafræði sem aðalnámsfag í skóla sem, heitir  Dille Gård. Þær eru mjög áhugasamar og duglegar.

Emma og Rebecca

16.júni 2011 Það er ekki alltaf sem maður verður vitni að köstun hryssna en það gerðist hjá okkur í gær þegar Baka kastaði. Þetta gekk frekar seint hjá henni en eftir að hafa fengið smá hjálp þá kom folaldið loksins, móvindóttur hestur. Það er frekar nett  og fínbyggt og lipurt á gangi.  Faðirinn er Forseti.

13.júní 2011 Við fengum  skemmtilega heimsókn í gær en þá komu áhugaljósmyndarar frá Bandaríkjunum. Þetta eru eldri borgarar sem  eru að ferðast um og taka myndir af landslagi og dýrum á Íslandi.  Til okkar komu þau í þeim tilgangi að taka myndir af hrossum, kindum og geitum. Við vorum búin að taka heim nokkrar hryssur  með folöldum og reyndum að hafa sem fjölbreitilegasta liti. Einnig höfðum við heima við ær með lömb og  einn ferhyrndan hrút.  Sigurbjörg reið svo Blossa fyrir þau og sýndi þeim gangtegundir ísl. hestins. Þetta allt var myndað í gríð og erg.

11.júní 2011 Sigurbjörg Bára fór á Hellu í dag og tók þátt í úrtöku fyrir Landsmótið í unglingaflokki. Hún fór með Forseta og Blossa. Það tókst vel hjá henni og hafnaði hún í 1 sæti á  Forseta einkunn 8,41 og 3 sæti á Blossa einkunn 8,31. Þar sem hún má ekki fara með 2 hesta verður hún að velja á milli þeirra. Hún kemst ekki í seinni umferðina á morgun en það hefði verið gaman að renna þeim í gegn aftur. Hér fyrir neðan eru myndir af þeim í keppninni.

  10.júní 2011 Stóðhesturinn Demantur er 2 vetra núna og orðinn geysilega stór og fallegur og svo er hann litfagur líka . Hann er einstaklega bolléttur, með langann háls og mjög góða yfirlínu. Hann er undan Snerpu (8,22-8,30=8,27) og Hágangi frá Narfastöðum. Demantur er til sölu ef viðeigandi tilboð fæst.

Demantur

10.júní 2011 Við höfum verið að taka veturgömlu tryppin í taumvinnu og tekið af þeim myndir einnig. Það er gaman að sjá hvernig þau hafa þroskast yfir veturinn. Hér koma myndir af hesttryppunum.

Baldur undan Hrinu og Hlekk. Stór og myndalegur fer mest á brokki

Bangsi undan Böku og Stirni. Frekar smár en kattmjúkur á tölti með hár hreyfingar og góðan höfuðburð

Birnir undan Nös og Stirni. Stór og kraftlegur með mjög góðan fótaburð. Góð gangskil.

Haukur undan Glettu og Stirni. Stór og fallegur fer mest á tölti.

Hómer undan Kviku og Forseta. Meðalstór og fallega byggður. Fer mest á tölti.

Prins undan Prinsessu og Stirni. Stór og fallegur með miklar hreyfingar á tölti og brokki.

9. júní 2011 Nú er sauðburði lokið. Hann gekk frekar vel en alltaf er eitthvað af ám sem þarf að hjálpa við fæðinguna. Frjósemin mætti vera betri. Flestar ærnar eru komnar út en haglendi hefur verið frekar seint til í vor vegna kulda. Annars þarf maður ekki að kvarta miðað við ástandið fyrir norðan og austan en þar hefur snjóað öðru hvoru frama undir þetta. Vorverk eru vel á veg komin . 26.maí 2011 Nú er Hrina köstuð. Hún kom með rauðstjörnóttann hest. Folaldið er reist og háfætt. Það fer mest um á tölti. Faðirinn er Sveinn-Hervar en hann hefur sannað sig sem mikill gæðingafaðir undan farin ár.

25.maí 2011 Kolbrún kastaði rauðtvístjörnóttu hestfolaldi  í dag. Við hefðum að vísu frekar viljað hryssu en það verður að taka því sem kemur og allavega erum við búin að fá keppnishest.  Folaldið er undan Kjarna frá Þjóðólfshaga. Folaldið er höfuðfrítt og ekki skemmir hversu fallega tvístjörnótt það er. Það er bollétt, með mjög góða yfirlínu og langan háls. Það fer um á tölti.

Kolbrúnar og…

Kjarna sonur.

25. maí 2011 Við fengum skemmtilega heimsókn þar sem 80 börn úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn voru á ferð. Börnin voru svo mörg að þau þurftu að koma í tveimur rútum. Á meðan að annar hópurinn var hjá Valgerði  á Húsatóftum að skoða hænurnar og endurnar þá kom hinn hópurinn til okkar. Þau fengu að sjá hryssu með ungt folald, litu í hesthúsið og skoðuðu allt í fjárhúsinu og sum voru svo heppin að vera vitni að því að sjá lamb koma í heiminn.  Allir fengu að halda á lömbum og kiðlingum og þeim þótti sérstaklega spennandi að leika við kiðlinginn, hana Birnu sem er hlaupandi og hoppandi um allt.

Annar hópurinn.

Folaldsmerin skoðuð.

Í fjárhúsinu

Haldið á lambi….

og kiðlingi

Hrossin skoðuð í hesthúsin.

24. maí 2011. Enn bætist í folaldahópinn. Nú er Molda köstuð. Það kom rauð hryssa. Hún er standreist, háfætt og með fallegt bak og lend. Faðirinn er Mjölnir frá Hlemmiskeiði.

  21.maí.2011 Er ég fór með rúllu til stóðhryssnanna í morgun sá ég að Snerpa var köstuð. Við bjuggumst ekki við því að hún myndi kasta svona snemma. Snerpa var ekkert á því að leifa mér að skoða folaldið og hentist í burtu með þá litlu á eftir sér. Það er undravert að sjá hvað nýfædd folöld geta fylgt mæðrum sínum er þær eru í þessum ham. Ég komst þó það nærri að ég sá að þetta var jörp hryssa. Folaldið er undan Stíganda frá Stóra-Hofi (Jaðri). Það hreyfir sig vel, fer um á hágengu tölti.

Snerpu og Stígandadóttir

21. april 2011

Helga með kökuna

Gæsin keyrir trektorinn

Vinkonurnar saman.

  Hingað komu 10 vinkonur sem voru að gæsa eina þeirra sem ætlar að fara að gifta sig í sumar. Við létum gæsina hana Helgu vinna ýmis störf til þess að vera betur undirbúin fyrir hjónabandið en hún er búin að ná sér í sveitastrák og þarf því að kynnast sveitalífinu.  M.a. bakaði hún hjónabandssælu, keyrði traktor, merkti lömb og margt fleira. Allt fórst henni vel úr hendi og var útskrifuð með hæstu einkunn. Að lokum borðuðu þær saman kökuna og drukku kaffi í fjárhúsinu.

19.maí. 2011

Í dag kastaði Gola jörpu merfolaldi. Það er grannbyggt og nett, ekki stórt en samsvarar sér vel. folaldið er óvenjulega dökkjarpt á litin. Það fer aðallega um á tölti. Faðirinn er Forseti.

18.maí 2011 Við erum í vandræðum með að setja inn fréttir en aðaltölfan okkar er biluð og hefur verið það í 3 vikur og sú gamla frekar seinvirk. En nú ætlum við að bæta úr því. Það sem er helst að gerast núna er að sauðburður er hafinn og er í fullum gangi. Þá eru líka komnir 2 kiðlingar og 4 folöld.

Systur úr Hafnarfirði í heimsókn.

      Sauðburðurinn hófs þann 9 maí en við erum með 48 ær sem bera. Sauðburðurinn stendur yfir í um 3 vikur og allt hefur gengið vel sem af er. Við tökum á móti gestum til að upplifa stemninguna og fylgjast með.

Birna litla að fá pelann sinn.

      Fyrsta geitin bar 27 apríl.  Það var hún Perla sem er orðin 10 vetra gömul. Hún átti hvíta huðnu sem hefur hlotið nafnið Birna.  Perla reyndist með ónýt júgur og getur ekki mjólkað en hún veitir afkvæminu móðurást. Kiðlingurinn þarf því að fá mjólk úr pela oft á dag.

6. maí kastaði Lilja. Hún átti móvindótt merfolald einnig undan Forseta. Það er ansi snoturt og hreyfir sig vel.

Nös kastaði svo 7 maí. Brúnstjörnóttum hesti. Það er fyrsta folaldið undan Hreyfli en hann  er 3 vetra foli undan Kolbrúnu og Dug frá Þúfu. Hreyfill hefur þroskast vel í vetur og ætlum við að nota hann töluvert mikið í sumar. Nasarsonurinn er standreistur hágengur töffari.

Pílusonur

    Píla kastaði svo 13. maí. Rauðum hesti undan Stiganda Stóra-Hofi. Hann fer um á öllum gangi og okkur líst vel á hann. Við eigum von á öðru folaldi undan Stíganda og Snerpu seinna í vor.           Firmakeppni 1 maí og folald fæddist. 1.maí er oft í huga manns sem byrjun á vori. Þá eru grös farin að grænka folöld og lömb fæðast og all lifnar við eftir veturinn. Í dag kom svo fyrsta folaldið en Gasaleg-Skutla kastaði rauðstjörnóttri hryssu. Hún er búin að fá nafn og heitir Maístjarna. Faðirinn er Forseti. Í dag er líka hefð fyrir því að halda firmakeppni Smára. Sigurbjörg fór með hinn nýbakaða föður Forseta og keppti í unglingaflokki og hafnaði í 1. sæti.

Firmakeppni.

  21.april 2011 Björn og Sigurbjörg kepptu á sameiginlega töltmóti Smára Loga og Trausta sem haldið var í gær. Sigurbjörg í unglingaflokki en Björn í fullorðinsflokki 1. Sigurbjörg lenti í 6. sæti á Silfurdísi eftir forkeppni og fór beint í A úrslit. Þar gaf hún heldur betur í og lenti í 1- 2 sæti ásamt Gunnlaugi á Blesastöðum 2a. Varð að kasta upp hlutkesti á milli þeirra og vann Gunnlaugur það og hafnaði þar með í 1. sæti. Björn var í 9. sæti á Blossa eftir forkeppnina og fór í B úrslit. Þar vann hann sig upp í 6.sæti.

17.april 2011. Þriðja og jafnframt seinasta vetrarmót Smára var haldið á Flúðum í gær. Sigurbjörgu hefur verið í fyrsta sæti á hinum tveimur mótunum á Silfurdís í unglingaflokki. Á mótinu í gær lenti hún í öðru sæti og var þar með orðin stigahæst eftir þessi þrjú mót. Til hamingju stöllur. 14.april 2011 Við (Stefanía, Björn og Sigurbjörg Bára) ákváðum að skella okkur til Frakklands í heimsókn til Sophie og Martin. Sophie var að vinna hjá okkur árið 1993 og hefur oft komið ásamt fjölskyldu og vinum til Íslands.  Við flugum til Frankfurt og því var tilvalið að heimsækja fólk sem við þekkjum í Þýskalandi á leiðinni til Frakklands. Á flugvellinum tók á móti okkur hún Marion en hún og fjölskyldan komu í fyrra og gistu í bústaðnum í nokkra daga. Saskia dóttir þeirra á hest frá okkur, Penna undan Forseta sem hún keypti fyrir nokkrum árum.

Brúin í Heidelberg

  Á leiðinni heim til Marion sýndi hún okkur ýmsa áhugaverða staði og eftir að hafa drukkið kaffi með fjölskyldunni fórum við í hesthúsið þar sem Penni er og litum á gripinn.               Hann var greinilega sáttur með eigandann og vel hugsað um hann. Hann var í hóp með um 30 ísl hestum og þegar Saskia kallaði á hann kom hann alveg um leið til hennar.           Daginn eftir fórum við með lest til Wagenhäusel en þar tók Manuela á móti okkur. Hún á 26 vetra meri frá okkur sem heitir Harka og er undan Gassa. Við fórum með Manuela að líta á Hörku. Hún lítur vel út þrátt fyrir háan aldur. Hún nýtur ekki síðra atlætis en Penni og er í miklu uppáhaldi hjá eigandanum. Manuela byrjaði sína hestamennsku er hún keypti Hörku fyrir 5 árum. Hún fer aðeins á bak henni en það er ekki riðið hratt aðallega á feti og oft farið af baki og teymt. Hún hefur einnig kennt henni að draga vagn og ýmislegt annað. Við fóru í göngutúr með Hörku í skóginum enda veðrið dásamlegt sól og hiti.

Sigurbjörg,Harka og Manuela

Með Hörku í skógargöngu

Daginn eftir fórum við með lest til Stuttgart og stoppuðum þar í 4 tíma. Kíktum í búðir og nutum veðurblíðunnar. Frá Stuttgart fórum við svo með lest til Freiburg en þar tóku Sophie og Martin á móti okkur. Þau keyrðu okkur heim til sín en þau búa á sveitabæ hátt uppi í fjöllum N/A – Frakklands ásamt Marie dóttur þeirra.

Heima hjá Sophie, Martin og Marie

    Þau eru eingöngu með ísl. hesta og stunda ræktun, tamningar og  námskeiðshald.  Martin er einnig járningamaður og járnar mikið fyrir aðra.         Þau eiga tvö hross frá okkur, Hvöt sem þau keyptu fyrir all mörgum árum en hún er undan Tign og Tývari, og Stirnir  sem þau keyptu í fyrra en hann er graðhestur 4 vetra núna undan Kolbrúnu og Stála. Einnig eiga þau eina Forsetadóttur sem fór sem fyl í meri út.

Björn heldur í Hvöt og Sophie heldur í Drottningu. Þær eru báðar fylfullar

Sophie og Stirnir

Útreiðatúr

  Við dvöldum hjá þeim í 4 daga og nutum gestrisni þeirra í hvívetna. Við skoðuðum hrossin og fórum á hestbak.

Martin og Sophie

  Þau keyrðu okkur um og sýndu okkur áhugaverða staði s.s. stórann kastala sem er búið að endurbyggja.

Fuglasýning

Fuglasýning

Einnig fórum við á mjög skemmtilega fuglasýningu þar sem ernir, uglur, gammar og fleirir fuglar voru til sýnis. Fuglatemjarar létu þá sýna ýmsar kúnstir m.a. voru þeir látnir fljúga yfir höfuðið á okkur.

Við ásamt Martin, Marie og foleldrum Sophie

  En allt tekur enda og eftir þessa dásamlegu daga í veðurblíðu þar sem hitinn fór upp í 27 gráður, veisluhöld og kynni af góðu fólki, keyrðu Sophie og Martin okkur aftur til Freiburg og tókum við lest þaðan til Frankfurt. Frá Frankfurt flugum við svo heim, en er við komum  til Keflavíkur tilkynnti flugstjórinn okkur að veðrið væri svo slæmt að ekki væri hægt að fara frá borði fyrr en veðrið mundi lægja. Við dvöldum í flugvélinni í fjóra og hálfan tíma. Fólk tók þessu vel og þáði veitingar hjá flugfreyjunum.       3.april 2011 Um helgina voru tvo mót hjá hestamannafélögunum Smára, Loga og Trausta.. Á föstudagskvöldið var uppsveitadeildarmót fullorðinna í 5 gangi og á laugardeginum var uppsveitadeildarmót æskunnar í 5 gangi unglinga en börnin kepptu í þrígangi. Í fullorðinsflokki var hart barist og gaman að sjá hvað margir góðir skeiðsprettir tókust. Þar varð efstur Sólon Morthens  og  Frægur frá Flekkudal. Sigurbjörg fór með Hrefnu í 5 gang unglinga. Hrefna er í miklu uppáhaldi hjá okkur og sérstakur karakter. Við höfum  verið að halda undan farin ár, en hún missir alltaf fylið eftir ca 30 daga. Það er talið að það séu 15 % líkur á að hún geti haldið. Við tókum hana inn upp úr áramótum til þess að grenna hana og halda áfram að reyna að halda henni og ath. hvort að það takist í sumar. Sigurbjörgu gekk mjög vel í forkeppninni og tókust báðir skeiðsprettirnir vel og stóð hún þá í 1 sæti með einkunn 5,5. Í úrslitum gekk henni einnig vel og fyrir skeiðið var hún í 1. sæti.  En skeiðið tókst ekki eins vel og í forkeppninni og enduðu þær í 4 sæti.  

Úrslit 5 gangur unglinga. Frá hægri:Dórothea og Eskimær, Katrín Rut og Smjörvi, Bryndís Heiða og Þögn og Sigurbjörg Bára og Hrefna

26. mars 2010. Tamningar ganga vel og það er riðið út alla daga þegar veður gefst. Hér eru Lisbeth og Björn að leggja af stað á tveimur brúnblesóttum. Lisbeth situr á Brúnblesu frá Krossi en hún er 7 vetra og Björn situr á Birnu 3 vetra frá Vorsabæ 2. Það er ekki oft sem maður er með tvö brúnblesótt hross í hesthúsinu á sama tíma.

Lisbeth á Brúnblesu og Björn á Birnu

21.mars. 2011 Vetramót Smára númer tvö var haldið á lagardaginn var. Þátttaka var frekar dræm og spilaði þar örugglega inn í stóðhestasýning sem haldin var á Hellu á sama tíma. Sigurbjörg fór með Silfurdísi í unglingaflokkinn og hafnaði í 1 sæti eins og á fyrsta mótinu.

Unglingaflokkurinn

8.mars 2011

Um seinustu helgi var mikið um að vera í reiðhöllinni á Flúðum. Á föstudagskvöldinu var keppni  Uppsveitadeildarinnar í 4-gangi, en það eru félagar úr Smára, Loga og Trausta sem taka þátt í keppninni. Á laugardeginum var keppni Uppsveitadeildar Æskunnar í 4-gangi, en þar kepptu börn og unglingar úr Smára og Loga. Gaman var að sjá hvað hestakosturinn var góður á báðum mótunum og baráttan hörð á milli liða. Sigurbjörg tók þátt í unglingunum á Silfurdísi og gekk vel, lenti í 3. sæti eftir forkeppni og hélt því í úrslitum.

Úrslit unglinga.Bryndís Heiða, Ragnhildur,Sigurbjörg Bára,Katrín,Marta,Björgvin og Dorothea.

Bryndís Heiða Guðmundsdóttir og Dynur

Sigurbjörg Bára og Silfurdís

  26.feb.2011 Við vitum það sjálf hversu gott það er að fara í heitan pott og láta nudda sig á eftir til að mýkja upp stífa vöðva. Nú var komið að hrossunum að njóta þeirrar sælu að vísu fóru þau ekki í heita pottinn en við fengum Suzanne Braun hestanuddara til að koma og nudda og hnykkja þrjú hross fyrir okkur. Einnig komu Ingvar í Fjalli og Hermann á Efri-Brúnavöllum með sitt hvort hrossið. Súsí nuddaði hrossin hátt og lágt og hnykkti hér og þar. Sum voru með stífa hálsvöðva eða föst í hryggjaliðum, og önnur voru stíf í spjaldhrygg.

Súsí að nudda Hreyfingu

…og Tón

20.feb.2011 Fyrsta vetramót Smára var haldið nú um helgina. Þátttaka var góð og veðrið var þokkalegt. Sigurbjörg Bára fór með tvö hross, annað í unghrossakeppnina og hitt í unglingaflokki. Í unghrossakeppninni mætti hún með Fjöður 3 vetra á 4. vetri undan Nös og Forseta og hafnaði í 5 sæti.

Úrslit unghrossakeppninnar.

Í fyrsta sæti í unghrossakeppninni var Stjarni frá Skeiðháholti 3 setinn af Gunnari Jónssyni. Við teljum okkur eiga aðeins í Stjarna þar sem móðir hans er undan Gassa.

Stjarni og Gunnar Jónsson

Þess má geta að aldur hrossa er skilgreindur mismunandi á milli manna en svo að vitnað sé í eldri og  fróðari menn eins og  Ásgeir frá Kaldbak, segir hann að aldur hrossa breytist á sumardaginn fyrsta. Í unghrossaflokki mátti keppa á hrossum á 4. og 5. vetri. Í unglingaflokki var Sigurbjörg í 1. sæti á hryssunni sinni henni Silfurdís. Hún var að keppa á henni í unghrossakeppninni seinasta vetur og hafnaði þá  í 2. sæti með samanlögðum punktum eftir 3 mót.

Silfurdís og Sigurbjörg Bára.