|
|||||||||||||||||||
Silfurdís er fyrsta ræktunarhross í eigu Sigurbjargar Báru og var tamin af henni. Silfurdís er góð tölthryssa, hágeng og viljug. Hún byrjaði vel í tamningu og var jákvæð með gott jafnvægi á öllum gangtegundum. Sigurbjörg keppti mikið á Silfurdísi og hafa þær unnið nokkra sæta sigra, en hæst hefur hún farið í 6,72 í tölti. Hún fór í kynbótadóm en var ekki í stuði þann daginn og fékk því ekki háar einkunnir en stefnt var að því að sýna hana aftur síðar. En í maí 2013 varð hún fyrir því óhappi að fá beinbrot þegar hún var slegin af öðru hrossi og brotnaði á olnbogabeini á vinstra framfæti. Eftir það var hún látin halda til í stíu í 8 vikur og að mati dýralæknis verður ekki hægt að nota hana meira til reiðar. Nú er Silfurdís frísk og óhölt og því verður hún notuð sem ræktunarhryssa í framtíðinni.
Keppnisárangur:
2010:
2. Sæti samanlagt á punktamótum Smára í unghrossaflokki.
2011:
Samanlagðir sigurvegarar á punktamótum Smára í unglingaflokk.
3. sæti með einkunn 5,70 í fjórgangi Uppsveitadeild æskunnar.
1-2. sæti í unglingaflokk á Töltmóti Smára, Loga og Trausta.
2012:
Suðurlandsmót í unglingaflokki, fjórgangur. Einkunn: 5,67
2013:
2. sæti í ungmennaflokk á punktamóti Smára og síðar í 1. sæti sem samanlagður sigurvegari.
3. sæti á vetrarleikum FSu og reiðmennskuverðlaun.
4. sæti í tölti í Uppsveitadeild Íshesta. Einkunn: 6,72
Brún fædd 2015.
Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ 2 Í eigu Sigurbjargar Báru Björnsdóttur |
|
Brúnn fæddur 2016.
Faðir: Hreyfill frá Vorsabæ 2 Í eigu Sigurbjargar Báru Björnsdóttur |
|
Móbrúnn fæddur 2017.
Faðir: Markús frá Langholtsparti Í eigu Sigurbjargar Báru Björnsdóttur |
|
Brúnn fæddur 2018.
Faðir: Fylkir frá Vorsabæ 2 Í eigu Sigurbjargar Báru Björnsdóttur |
|