Verðflokkar

Það er okkar markmið að finna besta hest fyrir hvern einstakling og það er okkur afar mikilvægt að nýir eigendur séu ánægðir með hestana frá okkur

A = 100.000  –  300.000 ísl.kr.      B  = 300.000 – 500.000 ísl. kr.

C = 500.000 – 750.000 ísl. kr.       D = 750.000 – 1.000.000 ísl.kr.

E = . . . Meira / More

Fróði frá Vorsabæ 2 IS2010187984

Fróði er 7 vetra stór (146cm) og fallegur brúnn geldingur. Hann er með einstaklega fallega byggingu, háfættur með langan og grannan háls. Hann er mjög geðgóður og jákvæður í lund. Fróði er alhliða hestur með frábært tölt, fer á hreinu og mjúku tölti með hvern sem er og er meðal hágengur. . . . Meira / More

Fagriblakkur frá Vorsabæ II IS2008187984

M: Nös frá Vorsabæ 2

F: Forseti frá Vorsabæ 2

IS2008187984 Fagriblakkur frá Vorsabæ 2 er einstaklega fallegur og stór keppnishestur. Hann er með miklar hreyfingar og ljúfan karakter, mjög vel taminn og kann allar helstu æfingar. Fagriblakkur hefur keppt síðustu ár með góðum árangri í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Hann hefur t.d. . . . Meira / More

Maístjarna frá Vorsabæ 2 IS2011287981

Maístjarna er með drauma geðslag og vilja, hún er róleg, jákvæð og hentar því breiðum hópi af reiðmönnum. Hún gæti einnig gert góða hluti í minni keppnum eins og slauktaumatölti og fimmgang. . . . Meira / More

Gráða frá Vorsabæ 2 IS2012287983

Gráða er brún tvístjörnótt meðal stór og léttbyggð hryssa. Hún er geðgóð og með skemmtilegan og jákvæðan persónuleika. Gráða er alhliða og er mjúk og hreingeng. Lofandi keppnis og ræktunarmeri! . . . Meira / More

Freyja frá Vorsabæ 2 IS2009287982

Freyja frá Vorsabæ 2 IS2009287982 er rauð með stjörnu og glófext. Hún er stór, falleg og léttbyggð hryssa (139 cm). Freyja er alhliða og er með góðar og hreinar hreyfingar. Hún er með skemmtilegan persónuleika, er jákvæð að vinna með og þekkir allar helstu æfingar. Freyja hentar einnig þeim sem eru lítið vanir og er fullkomin fyrir þann sem er að leita sér að þægum reiðhesti og keppnishesti. Alsystir Freyju er Snerpa frá Vorsabæ 2, sem fékk 8,27 í aðaleinkunn í kynbótadóm og m.a. 9 fyrir skeið. . . . Meira / More

Fjalar frá Vorsabæ 2 IS2015187989

Fjalar frá Vorsabæ 2 er brúntvístjörnóttur fæddur 2015. Hann er mjög fallegur, léttbyggður með langann háls og háfættur. Efnilegur fjórgangshestur með flottar hreyfingar. Faðir hans Hreyfill frá Vorsabæ 2 er eitt af hæst dæmdu klárhestum í heiminun. Brúnblesa er flott klárhryssa með góðar ættir og standa t.d. Hrafn frá Holtsmúla og Glampi frá Vatnsleysu á bak við hana. Hér er tækifærið til að eignast súper klárhest. . . . Meira / More

Birna frá Vorsabae II IS2007287981

Birna er góð alhliða hryssa af góðum ættum. Hún er fylfull með Hreyfli frá Vorsabæ 2 (Bygging 8,50 hæfileikar 8,56 og aðaleinkunn 8,54 þar af 9,5 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag). Birna er brúnblesótt leistótt léttbyggð og með langann og grannan háls. Birna er geðgóð og hentar hvort sem er meira eða minna vönum. Hún hefur keppt í F2 í unglingaflokki og endaði í 3 sæti og fékk hæst fyrir brokk og stökk 6,5 og fet 7,0. . . . Meira / More

Hrund IS2008287984 frá Vorsabæ 2

Hrund er draumareiðhestur. Hún er með mjúkar og hreinar gangtegundir og góð í beisli. Hún er léttbyggð með langan og fallegan háls. Hrund töltir reist á hreinu tölti og á auðvelt með form og rými. Hún er með meðalvilja og passar fyrir unglinga og eldri. Hún er afar geðgóð, teymist vel með hesti og er einnig vön að teymt sé á henni. . . . Meira / More

Eining frá Vorsabæ 2 IS2006287983

Eining er 5 gangshryssa með háar og miklar hreyfingar. Hún er geðgóð, teymist vel með hesti og er einnig vön að teymt sé á henni. Það hefur verið keppt töluvert á henni á minni mótum og hún hefur hæðst farið í 5,62 í 5 gangi í ungmennaflokki. . . . Meira / More

Ósk IS2014287985 frá Vorsabæ 2

Ósk er spennandi kostur fyrir þá sem hugsa sér að kaupa efnilegt folald hvort sem er í ræktun eða keppni. Hún er frekar stór og ber sig vel. Hreyfingarnar eru mjög góðar og notar hún tölt og brokk jöfnum höndum. Hún er með mjög góðan fótaburð og einstaklega gott afturfótaspor. . . . Meira / More

Snörp IS2013287981 frá Vorsabæ 2

Snörp er stór og myndarleg. Hún er höfuðfríð með flangann og reistann háls, mjúka og vellagaða yfirlínu. Fótagerð og hófar frábærir. Snörp fer aðallega um á brokki en grípur í tölt og eru hreyfingarnar háar með góðu framgripi. . . . Meira / More

Hugi IS2014187984 frá Vorsabæ 2

Hugi frá Vorsabæ 2 IS2014187984 er léttbyggður og með langan og reistan háls og fer um á brokki og tölti með miklu framgripi. . . . Meira / More

Völundur IS2009187983 frá Vorsabæ 2

Völundur er 141cm, grannbyggður og fallegur hestur. Hálsbyggingin einstaklega góð og ekki amalegt að hafa svona fallegan hest í hesthúsinu.Hann er hreingengur og fer um á brokki og tölti með góðum hreyfingum. . . . Meira / More

Fífill IS2009187987 frá Vorsabæ 2

Fífill er mjög efnilegur geldingur með topp ættir! Hann er fífilbleikur stjörnóttu, spakur og fallegur. Hreyfingarnar eru háar og svifmiklar. Hann fer um á tölti og brokki með mikla fótlyftu. . . . Meira / More

Hreyfing IS2005287981 frá Vorsabæ 2.

Þessi frábæra hryssa er til sölu núna. Hreyfing er 8 vetra klárhryssa en knapinn á myndinni er Elín Vidberg. Elín býr í Svíþjóð en hún er í samvinnu við okkur um sölu á hrossum. Á heimasíðunni hennar (sjá hlekk http://www.evidbergsislandshastar.se/saluhastar )má finna nánari lýsingu á  Hreyfingu ásamt . . . Meira / More

Kappi IS2012187984 frá Vorsabæ 2

Kappi er jarpstjörnóttur fæddur 2012. Hann er fallegur og stór, 139 cm 2.vetra. Háfættur með langan vel reistan og grannan háls. Hann fer mest um á brokki en grípur í tölt. Hágengur og langstígur. . . . Meira / More

Brúnblesa IS2003284479

Fylfull hryssa. Brúnblesótt/hringeygð fædd 2003.Meðalstór og samsvarar sér vel í byggingu. Klárhryssa með miklar hreyfingar. Brokkið er framgripsmikið og fjaðrandi. Töltið er hátt, mjúkt og hreint. Spök og góð í umgengni. Fylfull með Hreyfli frá Vorsabæ 2. Verðflokkur: B . . . Meira / More

Bassi IS2011187985

Móvindótt hestfolald fæddur 2011. Hann er fríður foli, skrefamikill og rúmur á gangi. Fer um á brokki og tölti. Grípur stundum vel í skeið.Verðflokkur:A . . . Meira / More

Blíða IS2011287984

Blíða er fallega dökk jörp fædd 2011. Afar fríð og léttbyggð. Einstaklega spök og skemmtileg í umgengni og kemur alltaf til manns. Blíða er léttstíg með fallegar hreyfingar og rúllar um á brokki jafnt sem tölti með góðu framgripi. Blíða er efnileg og hentar vel fyrir þá sem eru að leita að meri með gott geðslag sem á örugglega eftir að henta jafnt vönum sem óvönum.Verðflokkur:B . . . Meira / More