Fagriblakkur frá Vorsabæ II IS2008187984

M: Nös frá Vorsabæ 2

F: Forseti frá Vorsabæ 2

IS2008187984 Fagriblakkur frá Vorsabæ 2 er einstaklega fallegur og stór keppnishestur. Hann er með miklar hreyfingar og ljúfan karakter, mjög vel taminn og kann allar helstu æfingar. Fagriblakkur hefur keppt síðustu ár með góðum árangri í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Hann hefur t.d. skorað 8,35 í Gæðingakeppni Smára í ungmennaflokki. Í hans fyrstu keppni 6 vetra vann hann tölt unglinga á Firmakeppni.

Fagriblakkur er albróðir fyrstu verðlauna ræktunarmeri okkar, Fjöður frá Vorsabæ 2 (8,36 fyrir hæfileika)