Um okkur

Í Vorsabæ 2. búa Björn Jónsson og Stefanía Sigurðardóttir.

Þau eiga þrjú börn og heita þau Margrét, Jón Emil og Sigurbjörg Bára.

Margrét á tvö börn sem heita Birnir Snær og Salóme Birta.

Björn og Stefanía hófu sinn búskap árið 1985 og hafa allan þann tíma stundað hrossarækt. Á búinu eru í kringum 90 hestar, 80 kindur, 15 geitur, nokkrir nautgripir til kjötframleiðslu, íslenskar hænur, kettir og hundur.

IMG_0009 ???????????????????????????????
Kýr Nautgripir 5 09

Björn og Stefanía eru bæði búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri og Björn hefur einnig lokið prófi frá Félagi Tamningamanna (FT). Árið 2008 var tekið í notkun nýtt fjárhús og sama ár reiðhöll, sem er 16 x 42 m. að stærð. Árið 2009 var tekið í notkun nýtt hesthús og í hesthúsinu er pláss fyrir 30 hross í stíum. Auk þess eru í húsinu rúmgott anddyri, salerni og önnur aðstaða sem telst nauðsynleg í nútíma hesthúsi. Utan við reiðhöllina er 250 m. hringvöllur.

Yfirleitt er aðkomufólk starfandi á búinu við tamningar og annað. Oft er um að ræða ungt fólk frá öðrum löndum, sem óskar eftir að koma til Íslands að vinna við hesta og bæta við sig reynslu.

Í Vorsabæ 2 er boðið upp á stuttar hestaferðir undir persónulegri leiðsögn við allra hæfi. Einnig bjóðum við upp á þjónustu fyrir gesti sem vilja koma í heimsókn á alvöru íslenskan sveitabæ.

Sjá hér: Hestaferðir/Sveitalíf

Á bænum er leigt út orlofshús fyrir hinn almenna ferðamann. Sjá hér: Gisting

Sumarhús 10 10

Orlofshús.