Hestaferðir/sveitalíf

Hestaferðir

Við bjóðum upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn.

Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir litla vinahópa eða fjölskyldufólk þar sem allir geta tekið þátt.

Við teymum hesta undir minna vönum börnum í ferðum.

Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem allir geta kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni.

Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa.

Hægt er að velja um 1, 2 eða 3 tíma hestaferðir. Einnig er boðið upp á dagsferð fyrir vana knapa sem varir í 5 tíma.

Við veljum besta hestinn sem hæfir hverjum og einum knapa.

Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn.

Upplýsingar í e-mail: bjornjo@vorsabae2.is

Einning er hægt að fyljast með okkur á Facebook.

Hér er hægt að sjá hestana okkar:

Spóla frá Vorsabæ

Diljá frá Vorsabæ 2

Dynfari frá Vorsabæ 2

Dynfari frá Vorsabæ 2

Pinni frá Vorsabæ 2

Pinni frá Vorsabæ 2

Stalla frá Vorsabæ 2

Stalla frá Vorsabæ 2

Hrefna frá Vorsabæ 2

Hrefna frá Vorsabæ 2

Spóla frá Vorsabæ 2

Spóla frá Vorsabæ 2

Álfur frá Vorsabæ 2

Drottning frá Vorsabæ 2

 

Gullfoss frá Vorsabæ 2

Maístjarna fá Vorsabæ 2

Vísir frá Vorsabæ 2

 

   
 

Sveitalíf

Á bænum er stunduð umfangs mikil hrossarækt, tamningar og sala á hrossum.  Einnig eru á búinu nautgripir, sauðfé, geitur, hænsni, kettir og hundur. Allan ársins hring er hægt að koma á bæinn en starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma. Á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld sem er mjög vinsælt!

Hér er það sem við bjóðum upp á:

Heimsókn á bæinn

Tekið er á móti gestum í stutta heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á alvöru íslenskum sveitabæ. Við tökum á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim.

   
 

Dvöl á bænum

Hægt er að koma og dvelja yfir daginn (allt að 5 klst.) og fylgjast með eða taka beinan þátt í störfum dagsins. Þetta hefur reynst hin mesta skemmtun fyrir fjölskyldufólk. Hægt er að taka orlofshúsið á leigu og dvelja nokkra daga og upplifa sveitalífið. Gestir geta notið dvalarinnar í tengslum við dýr og náttúru.

 

   
   

 

 

 

Farið í þrautir / þrautakeppni.

Tilvalinn möguleiki fyrir vinahópa eða vinnustaði t.d. sem partur af óvissuferð. Við setjum upp þrautir eða þrautabraut inni í reiðhöllinni sem tengist sveitastörfum, skemmtileg verkefni við allra hæfi, þar sem hægt er að keppa í einstakslings- eða liðakeppni. Þetta er vinsæll möguleiki! Hægt er að hafa samband og koma með óskir t.d. fyrir gæsun, steggjun og fleira.

   
   
   

 

VERÐLISTI.

Reiðtúr 1 klst: Per mann
  9.000 kr.
Reiðtúr 2 klst:
Per mann 13.000 kr
Reiðtúr 3 klst: Per mann
17.000 kr
Dagsferð ca. 5 klst. innif. nesti: Per man
27.000 kr
Teymt undir börnum inni. 1 barn   4.000 kr
     
Heimsókn á bæinn (u.þ.b. 1 klst.): Startgjald fyrir heimsókn, gildir fyrir allt að 5 pers.  9.500 kr
  Fullorðnir 14 ára og eldri:  2.000 kr
  Börn 3 – 13 ára:  1,300 kr
  Börn 2 ára og yngri: Frítt
Dvöl á bænum (allt að 3 klst:) 14 ára og eldri: 25.000 kr
  3 – 13 ára: 19.000 kr