Nú eru allar fréttirkomnar á Facebook.

Fylgist með okkur á Facebook

Haustveðrið 6 nóv. 2015.

Tíðarfarið í haust hefur verið óvenju legt. September mjög hlýr miðað við árstíma og október vætusamur svo að það er varla hægt að segja að það hafi verið þurrt einn einasta dag. Eins er með nóvember það sem liðið er af honum. Gras hefur verið í sprettu fram undir þatta. En kornbændur kætast ekki og eru þeir orðnir langþreyttir eftir von um þurran dag til að slá kornið. Jörð er mikið blaut og skurðir fullir og svo er bara að vona að það þorni eitthvað um áður en hann frystir. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bára í Frakklandi 3 nóv. 2015

Sigurbjörg Bára er ánægð í Frakklandi. Veðrið búið að vera mjög gott, allt upp í 21° hiti. Hún er að frumtemja 3 hross og svo er hún einning að þjálfa meira tamin hross. Í seinustu viku var hún á sýningu í Lyon sem er árlega haldin þar og eru þar sýnd hross alls staðar að og af mörgum kynjum. Hún og Martin sem hún vinnur hjá fóru með sitthvort hrossið og eru að sýna þrisvar á dag alla vikuna. Hún Sýnir Stirnir 8 vetra stóðhest sem er ættaður frá okkur. Það er búið að ganga vel hjá þeim og hafa Íslensku hestarnir vakið verðskuldaða athygli. . . . Meira / More

Rúmenska hljómsveitin Negura Bunget í heimsókn. 1 nóv. 2015.

Rúmenska hljómsveitin Negura Bunget ásamt Jóa úr Dynfara komu í heimsókn til Jóns Emils og sýndi hann þeim búið og skepnurnar. Yfir kaffibolla og fleiru var svo spjallað um ný afstaðna ferð til USA og Kanada og höfðu þeir lent í ýmsum æfintýrum en örugglega eftiminnilegu til lengri tíma litið. Jói ætlaði svo að keyra þá til Gullfoss og Geysis. . . . Meira / More

Hesthús þrifið og málað. 28 okt 2015.

Celina hefur verið að þrífa hesthúsið og mála núna seinustu dagana. Við höfum þrifið hesthúsið árlega en nú var kominn tími á að mála það líka. Þetta gekk mjög vel enda Celina rösk og dugleg við það sem hún tekur að sér. . . . Meira / More

Færeyjarferð. 10 okt. 2015.

Við hjónakornin skelltum okkur til Færeyja og vorum þar í 5 daga. Leigðum okkur bíl og keyrðum um eyjarnar. Þetta var skemmtileg ferð og vorum við heppin með veður. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni. . . . Meira / More

Skakkaföll hjá Flekku. 14 okt. 2015

Flekka hefur verið mikið áhugasöm við smalamensku á árinu og kannski einum of oft við hestana. Hún var slegin mjög illa á ennið þannig að það þurfti að sauma hana. Þá var hún slegin í lærið að minnsta kosti þrisvar og svo missti hún tánögl (kló) á framfæti, þannig að hún hljóp um á . . . Meira / More

Hin brosmilda Salóme Birta. 4 okt. 2015

Salóme Birta kemur öðru hvoru í heimsókn og dafnar hún vel. Hún er einstaklega brosmild og róleg. Hlær og skríkir á milli þess sem hún fær sér sopa og sefur. Hér koma nokkrar myndir af henni. . . . Meira / More

Myndir af stóðhestunum.30 sept 2015

Birti hér nokkrar myndir af stóðhestunum frá því í sumar/haust. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bára farin til Frakklands. 23 sept 2015

Sigurbjörg Bára fór til Frakklands í gær og ætlar að vera þar eitthvað fram eftir hausti. Hún verður hjá kunningjum okkar þeim Sophie og Martin. Þetta á eftir að vera mikil upplifun fyrir Sigurbjörgu Báru að sjá sig um og kynnast lífsháttum í öðru landi og svo á hún eftir að prófa hesta sem . . . Meira / More

Sigurbjörg temur Evu.18 sept. 2015

Sigurbjörg Bára hefur verið að temja merina sína Evu frá Vorsabæ 2, en við gáfum Sigurbjörgu hana Evu sem útskriftargjöf og afmælisgjöf þegar hún var folald. Eva er fimm vetra og er fyrsta afkvæmi undan Evítu frá Vorsabæ 2, sem Sigurbjörg var mikið að keppa á þegar þær voru báðar ungar og Hlekk frá Lækjamóti. Eva er flott klárhryssa með miklar hreyfingar og það verður gaman að sjá þær saman í framtíðinni. . . . Meira / More

Heyskapur. 17 sept 2015

Heyskapur hefur gengið þokkalega í sumar og þurrkur verið góður þegar að hann hefur komið. En vorið og sumarið voru köld og sprettan hæg og minna hey. Við fengu að slá á Birnustöðum hjá Sigrúnu móðursystur minn, tún sem er kallað Nátthagi og er uppi á bala austur af bænum. Þetta tún hefur ekki verið slegið í allmörg ár og var sina og mosi töluverður, en mikil uppskera og góður ilmur úr heyinu, sem á eftir að nýtast vel með öðru. Óli frændi á Birnustöðum hjálpaði mér við heyskapinn og held ég að honum hafi líkað vel að kljást við brekkurnar. Það var gaman að eiga við þetta og ekki spillti útsýnið yfir sveitina. . . . Meira / More

Sigurbjörg Bára fór á fjall. 12 sept. 2015

Sigurbjörg Bára fór á fjall í fyrsta sinn í haust. Fjallmenn voru tiltölulega heppnir með veður, en illa gekk að smala, því að féð var dreift og vildi ekki fara heim, enda grasspretta ennþá á fullu. Sigurbjörg Bára fór með hryssurnar Hrefnu og Þrá og reyndust þær vel.

 

 

. . . Meira / More

Ferðaþjónustan í góðum gír.10 sept. 2015

Það hefur verið mikið að gera í útleigu á orlofshúsinu í sumar og þétt bókað í gisting og hefur tímabilið lengst fram á haustið. Þá er mikið um það að gestir vilji fara á hestbak og einnig eru gestir að panta túra sem ekki gista í orlofshúsinu. Það er líka nokkuð um að fjölskyldur komi og vilji sjá dýrin og vekja geiturnar yfirleitt mesta athygli. . . . Meira / More

Jón Emil í tónleikaferð til Ameríku. 9 sept. 2015

Dynfari, hljómsveitin sem Jón Emil er í og stofnaði ásamt Jóhanni Erni fóru 1. september í tónleikaferð til Bandaríkjanna og Kanada. Þar munu þeir spila ásamt rúmensku hljómsveitinni Negura Bunget, sem er metal band eins og Dynfari. Ferðalagið mun taka tæplega 2 mánuði og þeir munu fara víða, þannig að þetta verður mikil keyrsla, en örugglega mjög gaman. . . . Meira / More

Kýr ber. 27 ágúst 2015

Ein holda kýrin bar úti í sumar svörtum kvígukálfi. Það er gaman að fylgjast með kálfinum þegar að hann er að leika sér og ekkert er betra fyrir svona nýfæddann kálf en að vera úti í Guðs grænni náttúrinni og að geta stokkið um, fengið sér sopa hvenær sem er og hvílt sig þess á milli. . . . Meira / More

Hestaferð.24. ágúst 2015

Við heilisfólkið og vinnufólk ásamt Hermanni á E-Brúnavöllum, Matthildi og Oddgeiri í Sandlækjarkoti fórum í hestaferð. Stefnan var tekin í Hólaskóg. . . . Meira / More

Evíta kastar. 22 ágúst 2015

Evíta kastaði í dag og kom enn eitt hestfolaldið. Evíta var búin að vera hjá hesti í fyrra sem lenti í óhappi og fyljaði því ekki neina hryssu. Þegar það kom í ljós fór hún svo til Trymbils frá Stóra- Ási og kastaði þess vegna svona seint núna. Þetta er laglegt folald og hreyfir sig vel, brokkar og töltir með góðum fótaburði. . . . Meira / More

Sólheimaheimsókn. 16 ágúst 2015

Við fórum tvisvar sinnum heim að Sólheimum með tvo hesta til að teyma undir gestum og gangandi. Það er gaman að koma þangað og sjá uppbygginguna og taka þátt í starfseminni hjá þeim. Við hittum þar marga af þeim sem voru í vetur á námskeiði hjá okkur. Þau voru einning mjög ánægð að sjá gamla kunninga, Spólu og Drottningu og föðmuðu þær og knúsuðu. . . . Meira / More

Ættarmót í Brautarholti. 11 ágúst 2015

Ættleggur Eiríks afa og Kristrúnar ömmu í Vorsabæ hélt ættarmót í Brautarholti um seinustu helgi. Fólk hittist eftir hádegi í kirkjugarðinum á Ólafsvöllum og vitjaði leiða forfeðranna og þar á eftir var farið að Brautarholti. Á tjaldsvæðinu var farið í leiki og svo um kvöldið var grillað og sprellað áfram. . . . Meira / More