Það hefur verið mikið að gera í útleigu á orlofshúsinu í sumar og þétt bókað í gisting og hefur tímabilið lengst fram á haustið. Þá er mikið um það að gestir vilji fara á hestbak og einnig eru gestir að panta túra sem ekki gista í orlofshúsinu. Það er líka nokkuð um að fjölskyldur komi og vilji sjá dýrin og vekja geiturnar yfirleitt mesta athygli.