Hryssur

Litla-Jörp 1

Litla-Jörp 1

Um 90% af núlifandi hrossum í Vorsabæ 2 eru komin út af Litlu-Jörp 1 frá Vorsabæ 1 sem Björn eignaðist árið 1978, þá 15 vetra gamla. Hún var tamin og hafði verið notuð sem reiðhryssa af eigendum sínum í Hafnarfirði. Björn fékk Þorkel Bjarnason, þáverandi hrossaræktarráðanaut, til að dæma hana þá um vorið og fékk hún 8,00 fyrir byggingu og 7,78 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 7,89 svo til óþjálfuð. Einnig keppti hann á henni seinna um sumarið á innanfélagsmóti og lenti þar í 3. sæti í B-flokk og 4. sæti í tölti. Frægasta afkvæmi Litlu-Jarpar 1 er Gassi frá Vorsabæ 2 sem var seldur til Danmerkur og vakti alls staðar athygli fyrir mikla útgeislun og fegurð á tölti. Undan henni eru einnig Litla-Jörp 2 sem er undan Þresti frá Teigi, Kolfreyja undan Kolgrími frá Kjarnholtum og Tign undan Hrafni frá Holtsmúla sem er því alsystir Gassa. Þessar hryssur hafa allar gefið af sér 1. Verðlauna hross. Nokkrar ræktunarmerar kom Stefanía kom með frá Neistastöðum og hafa þær skilað góðum afkvæmum. Má þar m.a. nefna Össu, hæst dæmdu hryssuna í Danmörku árið 2000 og Galsa sigurvegara í A-flokki hjá Fáki árið 2001.

 

Litla-Jörp in Tölt finals at Murneyri 1978

Murneyri 78 Tölt Úrslit

Litla Jörp 1 og 2

Litla Jörp 1 og 2

   

Helstu áherslur í ræktuninni eru falleg frambygging, há og framgripsmikil fótahreyfing og gott geðslag. Einnig er lögð áhersla á mýkt og hreinleika á gangi.

Nokkrar ræktunarmerar kom Stefanía kom með frá Neistastöðum og hafa þær skilað góðum afkvæmum.

Ræktunarhryssur frá Vorsabæ 2: