Tign IS1985287981 frá Vorsabæ 2

Tign og Björn

Tign og Björn

  Mm. Freyja, Vorsabæ 1
M. Litla Jörp1, Vorsabæ 1  
  Mf. Glóblesi, Eyvindarhólum
   
  Fm. Jörp, Holtsmúla
F. Hrafn, Holtsmúla  
  Ff. Snæfaxi, Páfastöðum
   

 

Tign var sýnd á fjórðungsmóti á Gaddstaðaflötum 1991. Hún hlaut frekar slakan byggingardóm (7,65) og kom það eigendum á óvart enda hryssan mjög myndarleg og reisuleg svo eftir er tekið.Fyrir hæfileika hlaut hún 8,19 og þar af fékk hún 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Hún hefur verið í folaldseignum síðan og eru afkvæmi hennar framfalleg og einstaklega lofthá.

Tign hefur gefið fjögur 1.verðlauna afkvæmi. En það er einnig athyglisvert að sjá dætur hennar í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi sem hafa gefið af sér mörg 1.verðlauna afkvæmi og sannað sig sem góðar ræktunarhryssur.

Tign féll frá árið 2012.

Kynbótadómur: 7.65-8,19=7,92

Afkvæmi Tignar.

Alvar

Jarpur tvístjörnóttur/leitsóttur fæddur 1993.

Faðir Orri frá Þúfu.

Kynbótadómur: 8,03-7,99=8,01.

Seldur til Þýskalands.

Tá

Jörp fædd 1994.

Faðir: Otur frá Sauðárkróki.

Seld til Noregs.

Taka

Taka

Brún fædd 1995.

Faðir: Stígur frá Kjartansstöðum.

Fórst 1995

Fríða

Fríða

Jarpstjörnótt fædd 1996.

Faðir: Kveikur frá Miðsitju.

Kynbótadómur: 7,89-8,15=8,05.

Seld til Danmerkur.

Hefur gefið af sér fjögur 1. verðlauna afkvæmi.

Brynja

Brynja

Jörpstjörnótt fædd 1997.

Faðir: Ásaþór frá Feti.

Kynbótadómur: 7,79-8,21=8,04

Seld Kalle Serbe og Anna -Karin Ferm í Svíþjóð.

Hrefna

Hrefna

Brúnstjörnótt fædd 1998.

Faðir: Kraflar frá Miðsitju.

Kynbótadómur:8,02-7,85=7,92

Hrefna er ræktunarhryssa á búinu.

Hvöt

Hvöt

Jörp fædd 1999.

Faðir: Tývar frá Kjartansstöðum.

Seld Sophie Clémentz Frakklandi.

Týpa (Spyrna)

Týpa (Spyrna)

Jörp fædd 2000.

Faðir: Kraflar frá Miðsitju.

Kynbótadómur: 8,02-8,09=8,06

Seld Ólafi Haraldssyni RVK.

Riddari

Riddari

Brúnnösóttur fæddur 2001.

Faðir: Forseti frá Vorsabæ 2.

Seldur innanlands.

Védís

Védís

Móálótt fædd 2002.

Faðir: Geisli frá Litlu- Sandvík.

Seld Märtu Marklund í Svíþjóð.

Ennen

Grá fædd 2003.

Faðir: Töfri frá Selfoss .

Kynbótadómur: 7,81-8,25=8,07

Seld: Julia Cristine Rode Þýskalandi

Kapteinn

Kapteinn

Brúnn fæddur 2004.

Faðir: Glampi frá Vatnsleysu.

Í eigu búsins.

Spyrill

Spyrill

Brúntvístjörnóttur/hringeygður fæddur 2005.

Faðir Snillingur frá Vorsabæ 2.

Seldur Katarina Lagerbäck í Svíþjóð.

Indjáni

Indjáni

Brúnskjóttur fæddur 2006.

Faðir: Borði frá Felskoti.

Seldur Susan Stang í Svíþjóð

Lipurtá

Jörp fædd 2007.

Faðir: Hágangur frá Narfastöðum.

Kynbótadómur:  7,84-7,99=7,93.

Í eigu búsins.

NN

NN

Brúnnnösóttur fæddur 2008.

Faðir Eldjárn frá Tjaldhólum.

Fórst 2008.

Sæll 10 14

Sæll

Bleikálóttur fæddur 2009.

Faðir Stæll frá Neðra-Seli.

Seldur til Rvk..

   

Kynbótahryssur Vorsabæ 2.

Hviða Kolbrún Alda Hrina Hrefna Nös Snerpa Molda Píla Evíta Fjöður Hátíð Lipurtá Silfurdís Litla-Jörp Kolfreyja