Skakkaföll hjá Flekku. 14 okt. 2015

Flekka hefur verið mikið áhugasöm við smalamensku á árinu og kannski einum of oft við hestana. Hún var slegin mjög illa á ennið þannig að það þurfti að sauma hana. Þá var hún slegin í lærið að minnsta kosti þrisvar og svo missti hún tánögl (kló) á framfæti, þannig að hún hljóp um á 3 fótum í nokkra daga. En það sýnir sig kannski að kapp er best með forsjá. Í kringum féð nú í haust sýnir hún mikið og gott eðli Bordercollie hunda og aðstoðar heilmikið.

??????????????