Graðhestar sem eru í uppvexti.10 ágúst 2015

Við eigum nokkra graðhesta sem eru ungir og væntingar eru bundnar við. . . . Meira / More

Grillað í BLÍÐUNNI. 26 júlí. 2015

Það er ekki hægt að segja að veður í sumar hafi verið gott til að grilla. Það var kannski byrjað að borða grillmatinn í sól og tiltölulega hlýju veðri en eftir stuttan tíma þurfti að fara inn og sækja hlýrri föt. . . . Meira / More

Tamningar ganga vel. 25 júlí 2015

Tamningar ganga vel og hjá okkur eru nú að vinna Nanna frá Danmörku, Celina frá Þýskalandi og svo heimasætan Sigurbjörg Bára. Við erum búin að taka heim 4ra vetra tryppin sem voru frumtamin í fyrra og gengur vel með þau og svo eru eldri hross í áframhaldandi tamningu. . . . Meira / More

Hrina kastar 7 júlí 2015

Nú er Hrina köstuð og hún kom með bleikálótt hestfold. Það er stórt eins og flest afkvæmi Hrinu með langan og vel settan háls, lappalangt og fallegt og fer um á tölti. Það er undan Þey frá Holtmúla, Stálasyni. . . . Meira / More

Bassi og Blíða seld til Spánar. 6 júlí 2015

Nú erum við búin að selja tvö 4ra vetra tryppi til Spánar. Það eru hjónin Jos and Anique sem keyptu þau. Blíða er undan Golu frá Bár og Forseta og Bassi er undan Böku frá Bár og Forseta. Blíðu var haldið undir Kappa 3ja vetra fola sem við eigum undan Snerpu frá Vorsabæ 2 og Kinnskæ frá Selfossi. Jos and Anique halda að það gæti orðið fyrsta folaldið sem fæðist á Spáni af Íslandshestakyni. . . . Meira / More

Geitur bera. 21 júní 2015

4 geitur báru í vor og gekk það vel. Kynjahlutvöllin voru að vísu óhagstæð, en af 6 fæddum kiðum var bara ein huðna. Kiðlingarnir vekja alltaf lukku af smáfólkinu sem kemur í heimsókn enda allt öðruvísi heldur en lömb, strax spök og koma hlaupandi ef einhver kemur. . . . Meira / More

Saga horn á hrút. 20 júní 2015

Það er ýmislegt sem bændur lenda í og eitt af því er að saga horn á hrútum ef þau eru farin að vaxa of nærri og koma þannig í veg fyrir að þau særi kinn eða auga. Hér eru myndir af því þegar að kvinnurnar á bænum voru að saga hornin á einum hrútnum. . . . Meira / More

Fjöður og Silfurdís kasta. 19 júní.

Í dag köstuðu bæði Fjöður og Silfurdís. Þetta er fyrsta folaldið hjá Silfurdísi og kom hjá henni brún hryssa. Flott folald með miklum hreyfingum og fasi. Hjá Fjöður kom brúntvísstjörnóttur hestur. Mikil hreyfigeta og og góður háls. Faðirinn af báðum folöldunum er Hreyfill frá Vorsabæ 2. . . . Meira / More

Snerpa kastar 18 júní.

Snerpa köstuð. Enn eitt hestfolaldið. Það er rauðtvístjörnótt og fallegt folald eins og alltaf hjá Snerpu. Hreyfir sig vel. Faðirinn er Hreyfill frá Vorsabæ 2. . . . Meira / More

Refagreni.

Er ég var að girða úti í Hrauni þá sá ég ref á bak við hól. Hann stóð þarna og horfði á mig en þegar að ég kom nær þá hvarf hann. Ég fór út úr traktornum og fór að skoða í kringum mig þar sem að hann hvarf. Sá ég þá hraunbala og eins og það væru nýgrafnar holur í honum. . . . Meira / More

Brúnblesa kastar. 12 júní.

Nú er Brúnblesa búin að kasta. Brúnn tvístjörnóttur hestur kom hjá henna. Flott folald með langan og grannan háls. Háfætt og léttbygt. Fer mest á tölt. Faðirinn er Hreyfill frá Vorsabæ 2. . . . Meira / More

N4 í heimsókn. 11 júní.

Margrét Blöndal og tökumaður frá Sjónvarpsstöðinni N4 komu og tóku upp efni um hestafræðslu Sólheima sem fram fór hér fyrr í vetur. Þáttakendur voru teknir tali og þeir voru mikið spenntir, en allt tókst vel. Hér eru nokkrar myndir: . . . Meira / More

Molda kastar. 10 júní.

Í morgun var komið moldvindótt hestfolald hjá Moldu. Vorum heppin að fá þennan lit sem er ekki mikið um í íslenska hestastofninum. Folaldið er fallegt með langan og velsettan háls og fer á góðgangi. Þarna er rakið stóðhestsefni á ferð. Faðirinn er Þeyr frá Holtsmúla en hann er bleikvidnóttur á lit. . . . Meira / More

Marijn verknám.

Mæja hefur lokið verknámi hjá okkur eftir að hafa dvalið hér í tvo og hálfan mánuð, en hún kom frá skóla í Hollandi. Hún stóð sig mjög vel og var dugleg og hjálpsöm í hvívetna og ágætlega hestfær, enda vön íslenskum hestum í heimalandi sínu. Hún hjálpaði okkur að gera facebook síðu um ferðaþjónustuna . . . Meira / More

Opið Gæðingamót Sleipnis. 7 júní.

Hreyfill tók þátt í sinni fyrstu B-flokks keppni á opnu Gæðingamóti Sleipnis og stóð sig frábærlega. Eftir forkeppni var hann efstur með einkunn 8,73 og á sunnudeginum í úrslitunum gerði hann sér lítið fyrir og sigraði með einkunn 8,97. Frábær árangur á sterku móti og á móti sterkum hestum. . . . Meira / More

Útskriftarveisla. 7 júní

Við héldum útskriftarveislu hér heima fyrir Sigurbjörgu Báru. Vinir og ættingjar mættu og fögnuðu með henni. Hér eru nokkrar myndir úr veislunni. . . . Meira / More

Draumur í Svíðþjóð.

Við fáum sendar myndir af Draum undan Kolbrúnu og Spuna öðru hvoru en hann er stóðhestur í Svíþjóð. Hann þróast vel og er einstaklega fallegur. Draumur sýndi einstaka geðprýði þegar að hann var hér heima og var það gaman að spjalla við hann. Stabíll og rólegur með flottar hreyfingar. . . . Meira / More

Ungfolar skoðaðir.

Við skoðum alltaf ungfolana á vorin og ákveðum hvaða folar fái að halda sínu eitthvað áfram. Þrír 1 vetra gamlir folar sluppu í gegnum síuna í þetta sinn, en það eru: Ganti undan Lipurtá og Hreyfli, Hugi undan Hátíð og Hreyfli og Taktur undana Kolbrúnu og Toppi frá Auðsholthjálegu. . . . Meira / More

Húsnotkun Forseta. 31 maí

Merar eru farnar að tínast inn sem eru á húsnotkun hjá Forseta. Þetta er töluverð vinna að tékka á merunum og halda þeim sem eru tilbúnar en það sem léttir starfið er að Forseti er einstaklega auðveldur, meðfærilegur og fljótur til og lætur ekki bíða eftir sér. . . . Meira / More

Nös kastar 27 maí.

Er við komum á fætur í morgun þá sáum við að Nös var köstuð. Þetta er albrún hryssa. Hún er undan Blæ frá Miðsitju þeim mikla brautarhesti. Frítt og finlegt folald. Verður klárlega vel vakurt. . . . Meira / More