Refagreni.

Er ég var að girða úti í Hrauni þá sá ég ref á bak við hól. Hann stóð þarna og horfði á mig en þegar að ég kom nær þá hvarf hann. Ég fór út úr traktornum og fór að skoða í kringum mig þar sem að hann hvarf. Sá ég þá hraunbala og eins og það væru nýgrafnar holur í honum. Ég hringdi í Ingvar í Fjalli og hann sagðist ætla að tala við Jón Bogason á S- Brúnavöllum. Hann er mikið aðskjóta refi og minka og er sérfræðingur í refaveiðum. Hann kom svo og taldi þetta vera varagreni. Hann fór svo að skoða í kringum sig og einnig fór hann að Illugrjótum og þar fann hann annað greni sem hann taldi að refurinn hefði yfirgefið fyrir svona 5 dögum. Og í hól ekki langt frá Illugrjótum fann hann enn eitt greni sem verið var að útbúa. Nokkrum dögum seinna var Jón ásamt sinni frú í kvöldgöngu uppi í Framnesi og sá hann þá ref hlaupa í fjallshlíðinni fyrir ofan sig og stefna að Fjalli. Hann fór á bíl með byssu og náði að skjóta refinn þegar að hann kom niður gil sem er á milli Framness og Fjalls. Þetta var læða og telur hann að hún hafi ekki verið með yrðlinga. Mér hafði sýnst að refurinn sem ég sá væri með frekar stutt skott og passaði það við læðuna sem Jón skaut.Refagreni 2 15