Tamningar ganga vel og hjá okkur eru nú að vinna Nanna frá Danmörku, Celina frá Þýskalandi og svo heimasætan Sigurbjörg Bára. Við erum búin að taka heim 4ra vetra tryppin sem voru frumtamin í fyrra og gengur vel með þau og svo eru eldri hross í áframhaldandi tamningu.