Merar kasta. 26 maí.

En halda merar áfram að kasta og í dag köstuðu tvær merar. Fyrst kastaði Kolbrún. Hún kom með rauðstjörnóttan hest undan Sveini-Hervar. Folaldið er fallegt og sérlega háfætt svona nýkastað. Þá kastaði Nös líka og hún kom með brúna hryssu undan Blæ frá Miðsitju. Það er einnig fallegt og hreyfir sig vel. . . . Meira / More

Sauðburða aðstaða útbúin.25 maí.

Tíðin nú í vor hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Kalt og engin spretta. En sauðburður heldur áfram þrátt fyrir það og þar sem að við vildum ekki setja nýbornar ær með lömbin út í svona tíðarfari þá ákváðum við að gera aðstöðu í reiðhöllini fyrir nýbornar ær. . . . Meira / More

Útskrift Sigurbjargar Báru. 22 maí.

Í dag var Sigurbjörg Bára útskrifuð frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fjölskyldan mætti auðvitað í þennan merkis atburð og fögnuðu með henni. Við erum mjög stolt af henni og óskum henni til hamingju með árangurinn. . . . Meira / More

Veturgömul mertryppi sett út. 16 maí.

Við settum veturgömlu mertryppin út í gær. Fyrst voru tamningastúlkurnar búnar að teyma þau aðeins og kemba þeim einnig og lærðu þau mikið af því. Þau voru mikið kát með að fara út en bjuggust kanski við að hafa meiri nýgræðing til að bíta. Þau fá svo rúlluhey til að narta í með beitinni. . . . Meira / More

Brennimerking 12 maí.

Við höldum í þann sið að brennimerkja ærnar. Við setjum númera röð í vinstra horn og fyrsta talan í númerinu gefur til kynna árið sem ærin er fædd. Og þá setjum við BJÓNS í hægra hornið líka. Við tókum núna 2 árganga eða gemlingana og tvævelurnar. . . . Meira / More

Hestaferðir 10 maí.

Við erum byrjuð að taka á móti fólki í hestaferðir. Þetta eru yfirleitt eins til tveggja klukkutíma ferðir.Þá er gott að hafa reiðhöllina til að byrja í og fara yfir undirstöðu atriðin. . . . Meira / More

Reykjavíkur meistaramót 9 maí.

Hreyfill og Sigurður Óli kepptu í 4 gangi um seinustu helgi á Reykjavíkurmeistaramótinu. Þeim gekk vel og eftir forkeppni voru þeir í 2 sæti með einkunn 7,13. . . . Meira / More

Sauðburður hafinn 7 maí.

Í dag bar fyrsta ærin og er þá sauðburðurinn formlega hafinn. Þetta verður þriggja vikna törn og vonum við að allt gangi vel. Það eru rúmlega 60 ær sem bera en hætta er á að seint verði hægt að setja út fyrstu lambærnar eins og tíðin er. . . . Meira / More

Lipurtá kastar 3 maí.

Lipurtá kastaði í nótt og átti hún rautt hestfolald. Faðirinn er Sveinn-Hervar. Þetta er fallegt folald og ber sig vel. Við eigum von á öðru folaldi undan Sveini-Hervari og vonust auðvitað eftir því að þau verði bæði miklir gæðingar. . . . Meira / More

Sólheimaheimsókn 3 maí.

Við Stefanía skruppum að Sólheimum og horfðum á leikrit sem vistmenn ásamt starfsfólki settu upp. Það var gaman að horfa á það og sjá hvað allir leikararnir höfðu mikla ánægju af þessu. Á eftir fórum við í kaffi á Grænu könnunni og þar hittum við þessi indælu hjón og var margt rætt og spaugað. . . . Meira / More

Demmitering hjá Sigurbjörgu Báru. 30 april.

Sigurbjörg Bára útskrifast í vor frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og héldu krakkarnir upp á það með hinni árlegu Dimmiteringu. Krakkarnir höfðu látið sauma á sig búninga og svo var þeim skipt upp í lið sem áttu að leysa ýmsar þrautir. Þau skemmtu sér vel og höfðu gaman af. . . . Meira / More

Tamningatúr. 23 april.

Tamningafólkið ásamt húsfreyjunni á bænum skelltu sér í smá teymingatúr og riðu Álfstaðhringinn en hann er um 14 km. Veðrið var með besta móti aldrei þessu vant og höfðu hrossin gott af þessu. . . . Meira / More

20. april 2015. Uppsveitardeild Loga, Smára og Trausta.

Nú er Uppsveitardeild Loga, Smára og Trausta lokið og stóðum við okkur all vel. Í liðakeppninni vorum við í 4. Sæti með 157 stig og Hermann Karlsson var í 5. sæti í einstakligskeppninni. Í liðin voru Gunnar Jónsson, Birna Káradóttir, Björn Jónsson, Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Hermann Karlsson.

 

 

 

. . . Meira / More

Salóme Birta 30.mars.

Lítill sólargeisli bættist við í fjölskyldunni þegar að Möggu og Kidda fæddist dóttir í dag. Við hérna, afinn og amman ásamt Sigurbjörgu Báru frænku brunuðum til Reykjavíkur og heimsóttum þau á fæðingadeildina. Litli sólargeislinn er búin að fá nafnið Salóme Birta og auðvitað er þetta fallegasta barn í heimi. . . . Meira / More

Viðurkenning frá Booking.com.

Við erum í samstarfi við Booking.com um útleigu á bústaðinum okkar og þar geta gestir gefið okkur einkunnir fyrri hvernig þeim líkar dvölin. Það er t.d. hversu vel bústaðurinn er þrifinn þegar að þeir koma, aðgengi, netið og hvernig gestgjafar eru í viðmóti. Við fengum sendan viðurkenningar skjöld og vorum við með einkunina 9 í meðaltal. Það er gaman þegar að maður fær svona góða einkunn og að gestirnir eru ánægðir með dvölina. . . . Meira / More

Eva og Sigurbjörg Bára.

Sigurbjörg er að temja Evu, en Eva er frumburður Evítu sem Sigurbjörg Bára keppti mikið á, hér á árum áður. Evíta var bara 5 vetra og Sigurbjörg Bára 12 ára þegar að þær byrjuðu að keppa saman. Við gáfum Sigurbjörgu Báru Evu í útskriftagjöf þegar að hún kláraði skólaskylduna. Faðir Evu er Hlekkur frá Lækjamóti, undan Álfi frá Selfossi. Eva er mjög klárgeng, en þetta er allt að koma, en mikið er brokkið flott hjá henni, mikið svif og fótaburður. . . . Meira / More

Veðrið.

Veðrið hefur ekki verið til að hrópa húrra yfir í vetur. Það er ekki hægt að kvarta yfir því að snjórinn hafi alltaf verið svo mikill. Hann kom að vísu snemma, en stoppaði stutt, en þessar umhleypingar voru að gera okkur erfitt fyrir. Rok og rigning, þannig að ekki var hægt að fara út á hrossunum og kom þá reiðhöllin að góðum notum. En inn á milli komu góðir dagar, snjór yfir öllu og stilla. Þá er fallegt og oft tekin fram myndavélin og smellt af nokkrum myndum. . . . Meira / More

Hjónaballsnefnd.

Við vorum valin í hjónaballsnefnd á seinasta hjónaballi í fyrra og hafa kvöldin nú að undanförnu farið í að undirbúa komandi hjónaball. Stefanía var skipuð sem formaður. Þetta er búið að vera gaman og oft hlegið mikið. Hjónaballið tókst vel. Maturinn frábær, skemmtiatriðin fengu mikið hrós og ballið stóð fram á rauða nótt. Læt nokkrar myndir fylgja með af æfingum og fleiru. . . . Meira / More

Heimilismenn frá Sólheimum á námskeiði.

Á mánudögum koma hér heimilismenn frá Sólheimum, fjögur í hvert skipti og fá að kynnast hestunum, kemba, teyma þá, fara á bak og læra ýmislegt um hestana, hvað líkamspartarnir heita o.fl. Einnig er farið yfir beisli og hnakka, hvað hinar ýmsu ólar heita og svo læra þau líka að þrífa og bera á reiðtygi. Meike Witt sér um kennsluna og fer henni það vel úr hendi. Það skýn mikil gleði úr andlitum fólksins og eru þau mjög ánægð. . . . Meira / More

20. mars. Sólmyrkvi.

Hlé varð á tamningunum þegar að sólmyrkvinn stóð yfir. Við fórum með stóla út á hlað og plöntuðum okkur þar niður með rafsuðugler og hjálma. Þetta var skemmtileg stund og litir í umhverfinu urðu öðruvísi. Einnig kólnaði töluvert og þá komu teppi og hestayfirbreiðslur sér vel. Flekka, hundurinn okkar varð heldur betur undarleg, skreið undir borð í anddyrinu á hesthúsinu og vildi ekki út. . . . Meira / More