Lítill sólargeisli bættist við í fjölskyldunni þegar að Möggu og Kidda fæddist dóttir í dag. Við hérna, afinn og amman ásamt Sigurbjörgu Báru frænku brunuðum til Reykjavíkur og heimsóttum þau á fæðingadeildina. Litli sólargeislinn er búin að fá nafnið Salóme Birta og auðvitað er þetta fallegasta barn í heimi.