Það getur alltaf hent að hross slasi sig og Hrund lenti í því að fá smá skurð fyrir aftan bóg. Við fengum Guðmund dýralækni á Hellu til að koma og sauma sárið saman. Hann saumaði það af mikilli nákvæmni og á saumurinn ekki eftir að sjást í framtíðinni. Hrund fær svo frí í nokkrar vikur, áður en hægt verður að byrja að þjálfa hana aftur. . . . Meira / More
Hjá okkur í vetur eru að vinna stúlka frá Danmörku. Hún heitir Nanna og svo er líka hjá okkur önnur stúlka frá Þýskalandi, sem heitir Tjorven Kanopk og er kölluð Tóta. Tóta ætlar að vera hjá okkur út mars, en Nanna ætlar að vera hjá okkur áfram og út sumarið. Þær eru bráðduglegar og erum við mikið heppin með að hafa þær. . . . Meira / More
Við útbjuggum okkur rekstarhring og getum látið tamningahrossin hlaupa öðru hvoru. Þau eru mjög kát með það og taka vel á. Þó að það snjói dáldið, þá er það engin fyrirstaða að láta þau hlaupa og skvetta úr sér. . . . Meira / More
Við fengum sendar nokkrar mydnir frá Sophie og Martin í Frakklandi af Stirni sem þau keyptu af okkur fyrir 4 árum. En hann er undan Kolbrúnu og Stála frá Kjarri. Við vorum búin að nota hann áður en hann fór úr landi og erum við að temja afkvæmin núna. Þau koma vel út og eiga . . . Meira / More
Sophie og Martin í Frakklandi komu í heimsókn en þau eiga eina meri hjá okkur í fóðrun ásamt folaldi undan henni. Sophie fékk að prófa húsbóndastólinn og tók hún sig vel út í honum. Ekki reyndi hún hallarbyltingu og efa ég það ekki að henni færist það vel úr hendi. . . . Meira / More
Hreyfill og Sigurður Óli stóðu sig einning vel á Landsmótinu og var Hreyfill eini klárhesturinn í sínum flokki sem lenti í verðlaunasæti. Hér kemur smá sýnishorn. Myndirnar tók Jón Björnsson. . . . Meira / More
Við fengum sendar myndir af Blossa og Sigurbjörgu Báru frá Landsmótinu, sem Jón Björnsson tók. Flott par sem stendur alltaf fyrir sínu. Læt nokkrar fylgja með. . . . Meira / More
Eftir stanslausar veislur um jólin og áramótin tók enn ein veislan við þegar Birnir Snær bauð okkur í afmælið sitt þann 6 janúar. Nú er hann orðin 6 ára myndar strákur og duglegur þegar hann kemur í sveitina að hjálpa til. Birnir er mikið fyrir að fara í traktorinn og á fjórhjólið og einning hjálpar hann okkur við að gefa skepnunum. Svo tekur við spilamennska á kvöldin, en það finnst honum mikið gaman og helst vill hann vinna í spilum. . . . Meira / More
Jólakveðja. 24.des. . . . Meira / More
Okkur var boðið í skötuveislu að Fákshólum og þar voru einnig mættir nokkrir nágrannar Sigga Óla og Birnu.Við vorum einnig komin til að taka út tamninguna á Vitni en hann er búinn að vera í tamningu hjá þeim í 1 og hálfan mánuð. . . . Meira / More
Við fengum senda þessa skemmtilegu mynd á facebook núna fyrir jólin en hún er af Aþenu frá Vorsabæ 2 (undan Kolfreyju frá Vorsabæ 2 og Töfra Selfossi), sem að við seldum Isabelle Vinberg í Svíþjóð árið 2012. Alltaf gaman að fá myndir frá ánægðum eigendum hrossa sem við höfum selt. . . . Meira / More
Laufabrauðsbakstur er ein af þeim hefðum sem tíðkast á mörgum heimilum fyrir jólin. Það hefur verið allur gangur á því hjá okkur og stundum höfum við bara keypt tilbúin laufabrauð. Núna ákváðum við að skera þau út sjálf, enda er fátt betra á aðventunni en að drekka jólaöl hlusta á jólalög og skera út laufabrauð. . . . Meira / More
Við fjölskyldan fórum á Jólahlaðborð á Hótel Selfossi svona til að hittast og njóta góðs matar. Laddi og Jólasveinninn (Jónas í Brautarholti) héldu uppi fjörinu. Gott að fá smá þjálfun í áti fyrir jólin og skemmta sér saman. . . . Meira / More
Nú er byrjað að snjóa og snjóa og þá er ekkert annað að gera en fara að gefa hrossum. Þetta eru frekar mikil umskipti í veðri eftir milda og góða haustveðráttu. . . . Meira / More
Í fyrradag smöluðum við ánum inn í reiðhöll. Þó að tíð sé einstaklega góð og væsir ekki um þær úti þá þarf nú samt að fara að undirbúa þær fyrir fengitímann og ala þær betur. . . . Meira / More
Við héldum hinar árlegu stóðréttir um seinustu helgi. Þá gefum við inn ormalyf, klippum hófa á þeim hrossum sem þurfa þess og greiðum úr flókum úr faxi og tagli. . . . Meira / More
Tekin voru inn 11 tryppi nú í haust 3ja v. gömul sem ætlunin er að gera reiðfær. Gunnar Már Gunnarsson kom og hjálpaði okkur með fyrstu skrefin. . . . Meira / More
Haustverkin eru á fullu þessa dagana. Smölun á sauðfé, sláturtíð og tilheyrandi. . . . Meira / More
Við héldum 15 merum í sumar og nú er búið að sóna allar merarnar . . . Meira / More
Það var töluverð notkun á bæði Hreyfli og Forseta en þeir voru báðir heima. . . . Meira / More
|
Hvar erum við / Where can you find us
|