Laufabrauðsbakstur. 13.des.

Laufabrauðsbakstur er ein af þeim hefðum sem tíðkast á mörgum heimilum fyrir jólin. Það hefur verið allur gangur á því hjá okkur og stundum höfum við bara keypt tilbúin laufabrauð. Núna ákváðum við að skera þau út sjálf, enda er fátt betra á aðventunni en að drekka jólaöl hlusta á jólalög og skera út laufabrauð.

Laufabrauð 3 14 Laufabrauð 1 14
Laufabrauð 2 14 Laufabrauð 4 14