Skötuveisla og Vitnir sóttur. 23.des.

Okkur var boðið í skötuveislu að Fákshólum og þar voru einnig mættir nokkrir nágrannar Sigga Óla og Birnu. Ekki sveik skatan frekar en fyrri daginn og tók hún vel í. Kvef og allskonar kvillar hurfu alveg um leið! Allir voru mettir og ánægðir með skötuna.
Við vorum einnig komin til að taka út tamninguna á Vitni en hann er búinn að vera í tamningu hjá þeim í 1 og hálfan mánuð. Ekki er hægt að segja annað en að allt gangi mjög vel og fékk hann góða umsögn frá þeim. Því miður tóks myndatakan ekki nógu vel vegna birtuleysis, en ég læt þó nokkrar fljóta með af Vitni og Sigga Óla. Hreyfill er búinn að vera hjá þeim í 3 vikur og er að komast í trimm.

CAM00311

CAM00313

CAM00328

Siggi Óli,Vitnir, Stefanía, Hreyfill og Guðmunda Ellen.

Vitnir 2 14

Vitnir og Siggi Óli.