Hreyfill og Forseti.

Það var töluverð notkun á bæði Hreyfli og Forseta en þeir voru báðir heima. Það voru 35 merar hjá Hreyfli hér í girðingu og fyljunarprósentan var tæp 89 % og hann var einnig í sæðingum í Sandhólaferju í vor en ég hef ekki fengið skýrslu um árangurinn þar ennþá. Hjá Forseta voru 12 merar og fyljunarprósentan var 84 %.
Þetta er töluverð vinna að fylgjast með þeim í girðingunum en við förum daglega og athugum hvort að það sé ekki allt í lagi með allt saman.

Forseti bíður spenntur eftir merunum.