20. mars. Sólmyrkvi.

Hlé varð á tamningunum þegar að sólmyrkvinn stóð yfir. Við fórum með stóla út á hlað og plöntuðum okkur þar niður með rafsuðugler og hjálma. Þetta var skemmtileg stund og litir í umhverfinu urðu öðruvísi. Einnig kólnaði töluvert og þá komu teppi og hestayfirbreiðslur sér vel. Flekka, hundurinn okkar varð heldur betur undarleg, skreið undir borð í anddyrinu á hesthúsinu og vildi ekki út.

Sólmyrkvi 1 15

Flekka heldur hnípin

Flekka heldur hnípin