Graðhestar sem eru í uppvexti.10 ágúst 2015

Við eigum nokkra graðhesta sem eru ungir og væntingar eru bundnar við.
Fylkir er 2ja vetra undan Kolbrúnu okkar og Glóðafeyki frá Halakoti. Hann ætlar að verða ágætlega stór, léttbyggður og fallegur, með vel settan háls og mjög góða yfirlínu. Hann er ekki að monta sig mikið af hreyfingum, en hefur þó sýnt okkur þær flottar einkum á tölti og brokki.

Fylkir

Fylkir

Fylkir 3 15 Fylkir 9 15
????????????????????????????????????

Ganti er rauðblesóttur undan Lipurtá og Hreyfli, meðal stór hlutfallagóður, höfuðfríður og léttur foli. Hann sýnir einstaklega gott tölt upp af feti, léttstígur og með góðu framgripi og góðum fótaburði. Mjög geðgóður.

Ganti

Ganti

Ganti 14 15

Hugi er jarpur, fyrsta folaldið undan Hátíð og faðirinn er Hreyfill. Hann er ágætlega stór fer um á brokki og tölti. Góð skrefstærð og fallegar hreyfingar. Léttbyggður með góðan háls og yfirlínu.

Hugi

Hugi

Hugi 4 15

Taktur er brúnn, leistóttur á afturfótum. Hann er undan Kolbrúnu og Toppi frá Auðsholtshjáleigu. Taktur er fríður foli, lætur lítið yfir sér og er mjög rólegur og spakur, fer mest á brokki, en sýnir tölt á góðum degi.

Taktur

Taktur

Taktur 5 15