Mæja hefur lokið verknámi hjá okkur eftir að hafa dvalið hér í tvo og hálfan mánuð, en hún kom frá skóla í Hollandi. Hún stóð sig mjög vel og var dugleg og hjálpsöm í hvívetna og ágætlega hestfær, enda vön íslenskum hestum í heimalandi sínu. Hún hjálpaði okkur að gera facebook síðu um ferðaþjónustuna hér á bæ, en síðan nefnist: Vorsabæ 2 Holiday farm. Þökkum við henni fyrir aðstoðina og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.