Við heilisfólkið og vinnufólk ásamt Hermanni á E-Brúnavöllum, Matthildi og Oddgeiri í Sandlækjarkoti fórum í hestaferð. Stefnan var tekin í Hólaskóg. Fyrsta daginn var riðið til Gunnars í Árborg og fengum við að geyma hestana þar yfir nóttina. Daginn eftir var stefna tekin á Hólaskóg. Riðið inn í Þjórsárdal og fram hjá Stöng og þar áfram innúr. Var vel tekið á móti okkur og hestum af skálaverði enda aðstæður frábærar. Stór skáli með öllum þægindum. Við elduðum okkur nýveiddan lax úr Þjórsá og bragðaðist hann að sjálfsögðu frábærlega. Daginn eftir var svo haldið heim. Við teymdum hrossin sem var mjög þægilegt og gekk allt vel. Veður var að mestu gott, en rigndi þó aðeins á öðrum degi.