Heyskapur. 17 sept 2015

Heyskapur hefur gengið þokkalega í sumar og þurrkur verið góður þegar að hann hefur komið. En vorið og sumarið voru köld og sprettan hæg og minna hey. Við fengu að slá á Birnustöðum hjá Sigrúnu móðursystur minn, tún sem er kallað Nátthagi og er uppi á bala austur af bænum. Þetta tún hefur ekki verið slegið í allmörg ár og var sina og mosi töluverður, en mikil uppskera og góður ilmur úr heyinu, sem á eftir að nýtast vel með öðru. Óli frændi á Birnustöðum hjálpaði mér við heyskapinn og held ég að honum hafi líkað vel að kljást við brekkurnar. Það var gaman að eiga við þetta og ekki spillti útsýnið yfir sveitina.

Heyskapur 8 15

?

?

?

?

?

?

?

?