Kappi IS2012187984 frá Vorsabæ 2

Kappi 13 16  

Móðir: Snerpa frá Vorsabæ 2 IS1999287983

Faðir: Kinnskær frá Selfossi IS2005182700.

Kappi er jarpstjörnóttur  fæddur 2012. Hann er fallegur og stór, 139 cm. Háfættur með langan vel reistan og grannan háls. Hann kýs aðallega brokk og grípur í tölt og er hágengur og langstígur. Kappi hefur verið taminn í nokkra mánuði og er jákvæður. Móðir hans er Snerpa frá Vorsabæ 2, dóttir Forseta ( 8,58 ) frá Vorsabæ 2. Hún fékk 8,27 í kynbótadómi m.a.fékk hún 9 fyrir skeið og fótagerð og svo fékk hún 8,5 fyrir háls, hófa, tölt og vilja og geðslag. Faðir Kappa er Kinnskær ( 8,25 ) frá Selfossi. Hann fékk 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir tölt og fegurð í reið. Faðir hans er hinn mikli kynbótahestur Álfasteinn frá Selfossi sem er búnn að raða inn afkvæmum eins og Spuna frá Vesturkoti og Toppi frá Auðsholtshjálegu. Rífandi keppnisefni sem og góður reiðhestur.

Kappi 1 16
 Kappi 5 16
Kappi 13 16
Kappi 17 16
Kappi 22 16
Kappi 35 16
 
Kappi 6 14 Kappi 8 14

Video.2016