Fróði frá Vorsabæ 2 IS2010187984

Fróði er 7 vetra stór (146cm) og fallegur brúnn geldingur. Hann er með einstaklega fallega byggingu, háfættur með langan og grannan háls. Hann er mjög geðgóður og jákvæður í lund. Fróði er alhliða hestur með frábært tölt, fer á hreinu og mjúku tölti með hvern sem er og er meðal hágengur. Hann passar vel fyrir vanann knapa sem er að leita sér að góðum reiðhesti og jafnvel í litlar keppnir. Hann er vanur að vera teymdur og að teymt sé á honum. Fróði kann allar helstu fimiæfingar og er léttur í beisli og lætur knapann líða vel!

Eins og sjá má á videóinu, þá er hann ekki hræddur við bíla. Einnig má sjá hann leggja til skeiðs í fyrsta skipti og er það lofandi.

Verðflokkur C