Móðir: Kolfreyja frá Vorsabæ 2.
Faðir: Forseti frá Vorsabæ 2.
Eining frá Vorsabæ 2 IS2006287983 er 5 gangshryssa með háar og miklar hreyfingar. Hún er geðgóð, teymist vel með hesti og er einnig vön að teymt sé á henni. Það hefur verið keppt töluvert á henni á minni mótum og hún hefur hæðst farið í 5,62 í 5 gangi í ungmennaflokki. Hún er með jafnar og góðar gangtegundir og mundi henta vel í keppni t.d. hjá unglingum eða ungmennum. Kolfreyja móðir hennar hefur verið farsæl ræktunarhryssa og gefið mörg góð afkvæmi og ber þar hæst Blossi sonur hennar sem hefur keppt á mörgum mótum og m.a. keppt 3 á Landmótum og farið hæst í B úrslit sumarið 2014. Faðir hennar Forseti hefur gefið marga gæðinga t.d. Straum frá Seljabrekku sigurvegara í slaktaumatölti á Heimsmeistara mótinu 2013 og einnig var hann í úrslitum í 5 gangi á sama móti. Alsistir Einingar Snerpa frá Vorsabæ 2 er mjög góð 1 verðlauna hryssa með 8,27 í aðaleinkunn og fékk hún m.a. 9 fyrir skeið.