Eftir stanslausar veislur um jólin og áramótin tók enn ein veislan við þegar Birnir Snær bauð okkur í afmælið sitt þann 6 janúar. Nú er hann orðin 6 ára myndar strákur og duglegur þegar hann kemur í sveitina að hjálpa til. Birnir er mikið fyrir að fara í traktorinn og á fjórhjólið og einning hjálpar hann okkur við að gefa skepnunum. Svo tekur við spilamennska á kvöldin, en það finnst honum mikið gaman og helst vill hann vinna í spilum.